„Við biðluðum til þeirra og grátbáðum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2019 21:45 Rapparinn kveðst saklaus. Vísir/Getty Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní, bar við sakleysi sínu í dómssal í dag, en réttað hefur verið yfir honum í Svíþjóð síðan á þriðjudag. Segist hann hafa grátbeðið meint fórnarlömb líkamsárásarinnar, sem hann segir hafa boðið sér birginn, um farsæl málalok og sagt þeim að hann vildi ekki að til átaka kæmi. „Við biðluðum til þeirra og grátbáðum, við sögðum „Heyrðu, við viljum ekki slást við ykkur. Við viljum engin fleiri vandamál. Við viljum ekki fara í fangelsi. Við viljum ekki slást. Vinsamlegast hættið að elta okkur,““ sagði rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, þegar hann bar vitni í málinu. Mayers var í byrjun júlí handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum grunaður um líkamsárás og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku. Hann hafði nýlega verið aðalnúmerið á sænskri hip-hop hátíð, Smash x Stadion, sem haldin var í Stokkhólmi.Taldi meint fórnarlömb vera undir áhrifum fíkniefna Við vitnaleiðslur í dag, þar sem lögmenn spurðu rapparann spjörunum úr, sagðist hann hafa verið í skoðunarferð um Stokkhólm ásamt fylgdarliði sínu þegar tveir menn nálguðust þá og neituðu að láta þá í friði. Þá hafi öryggisvörður rapparans ýtt öðrum mannanna í burtu. „Ég gat ekki annað en gert ráð fyrir að þessir náungar væru undir áhrifum einhverskonar lyfja,“ er haft eftir Mayers í frétt NBC. Lið rapparans hafi því næst reynt að fjarlægjast mennina og tekið flöskur upp af jörðinni með það fyrir augum að forða því að mennirnir tveir gætu náð í þær. Þeir hafi einnig reynt að panta bíl með skutlþjónustunni Uber, án árangurs. Þá hafi mennirnir gerst enn árásargjarnari og ráðist á öryggisvörð Mayers. Það hafi verið þá sem rapparinn ákvað að blanda sér í átökin. Þeir hafi ekki hringt í lögregluna þar sem þeir kynnu ekki neyðarnúmerið í Svíþjóð og haf einfaldlega viljað komast eins fljótt og unnt væri upp á hótelið sitt. Yfirvöld í Stokkhólmi segja eina manneskju hafa skorist með glerbrotum úr flösku og hlotið aðra áverka í slagsmálunum. Einum öryggisverði Mayers var þá sleppt stuttu eftir handtökurnar á rapparanum og tveimur úr liði hans. Bandaríkin Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem ákærður er fyrir líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní, bar við sakleysi sínu í dómssal í dag, en réttað hefur verið yfir honum í Svíþjóð síðan á þriðjudag. Segist hann hafa grátbeðið meint fórnarlömb líkamsárásarinnar, sem hann segir hafa boðið sér birginn, um farsæl málalok og sagt þeim að hann vildi ekki að til átaka kæmi. „Við biðluðum til þeirra og grátbáðum, við sögðum „Heyrðu, við viljum ekki slást við ykkur. Við viljum engin fleiri vandamál. Við viljum ekki fara í fangelsi. Við viljum ekki slást. Vinsamlegast hættið að elta okkur,““ sagði rapparinn, hvers raunverulega nafn er Rakim Mayers, þegar hann bar vitni í málinu. Mayers var í byrjun júlí handtekinn ásamt tveimur öðrum mönnum grunaður um líkamsárás og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku. Hann hafði nýlega verið aðalnúmerið á sænskri hip-hop hátíð, Smash x Stadion, sem haldin var í Stokkhólmi.Taldi meint fórnarlömb vera undir áhrifum fíkniefna Við vitnaleiðslur í dag, þar sem lögmenn spurðu rapparann spjörunum úr, sagðist hann hafa verið í skoðunarferð um Stokkhólm ásamt fylgdarliði sínu þegar tveir menn nálguðust þá og neituðu að láta þá í friði. Þá hafi öryggisvörður rapparans ýtt öðrum mannanna í burtu. „Ég gat ekki annað en gert ráð fyrir að þessir náungar væru undir áhrifum einhverskonar lyfja,“ er haft eftir Mayers í frétt NBC. Lið rapparans hafi því næst reynt að fjarlægjast mennina og tekið flöskur upp af jörðinni með það fyrir augum að forða því að mennirnir tveir gætu náð í þær. Þeir hafi einnig reynt að panta bíl með skutlþjónustunni Uber, án árangurs. Þá hafi mennirnir gerst enn árásargjarnari og ráðist á öryggisvörð Mayers. Það hafi verið þá sem rapparinn ákvað að blanda sér í átökin. Þeir hafi ekki hringt í lögregluna þar sem þeir kynnu ekki neyðarnúmerið í Svíþjóð og haf einfaldlega viljað komast eins fljótt og unnt væri upp á hótelið sitt. Yfirvöld í Stokkhólmi segja eina manneskju hafa skorist með glerbrotum úr flösku og hlotið aðra áverka í slagsmálunum. Einum öryggisverði Mayers var þá sleppt stuttu eftir handtökurnar á rapparanum og tveimur úr liði hans.
Bandaríkin Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07 Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05 A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
A$AP Rocky ákærður fyrir líkamsárás í Svíþjóð Sænskur saksóknari segir að myndband af meintri árás sé alls ekki eina sönnunargagnið í málinu. 25. júlí 2019 09:07
Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky. 30. júlí 2019 22:05
A$AP Rocky neitar sök við réttarhöld í Stokkhólmi Rapparinn, ásamt tveimur öðrum mönnum, er sakaður um að hafa ráðist á mann í borginni í lok júní. 30. júlí 2019 10:16