Hringvegurinn nú allur með bundnu slitlagi Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 12:37 Frá framkvæmdum í Berufirði en nú er búið að leggja bundið slitlag á veginn. Vísir/Vilhelm Umferð hefur verið hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Um er að ræða 4,9 kílómetra langan vegarkafla sem nú er með bundið slitlag og kann að hljóma sem lítil tíðindi en staðreyndin er sú að opnun þessa nýja vegar eru mikil tímamót fyrir landsmenn alla því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn um Ísland er allur með bundnu slitlagi. Greint var frá því á vef Vegagerðarinnar í morgun að umferð hafi verið hleypt á þennan nýja veg en formleg vígsla hans verður fjórtánda ágúst næstkomandi. „Þetta er stór stund fyrir okkur öll,“ segir Sveinn Sveinsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði en hann segir það hafi staðið til að setja bundið slitlag á þennan vegarkafla í botni Berufjarðar frá síðustu aldamótum. „Þetta hefur tekið tíma eins og annað hjá okkur,“ segir Sveinn. Hringvegurinn varð til þegar brýr voru teknar í notkun á Skeiðarársandi árið 1974 og hefur því tekið 45 ár að leggja bundið slitlag á hann allan. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Þessi vegkafli hefur verið einn sá umdeildasti á Hringveginn um langt skeið en Sveinn segir að um malarveg hafi verið að ræða sem þoldi illa mikla rigningu samhliða mikilli umferð. Um þúsund bílar fóru um malarveginn á degi hverjum og varð hann því afar illa farinn ef hann blotnaði. Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Umferð hefur verið hleypt á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Um er að ræða 4,9 kílómetra langan vegarkafla sem nú er með bundið slitlag og kann að hljóma sem lítil tíðindi en staðreyndin er sú að opnun þessa nýja vegar eru mikil tímamót fyrir landsmenn alla því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn um Ísland er allur með bundnu slitlagi. Greint var frá því á vef Vegagerðarinnar í morgun að umferð hafi verið hleypt á þennan nýja veg en formleg vígsla hans verður fjórtánda ágúst næstkomandi. „Þetta er stór stund fyrir okkur öll,“ segir Sveinn Sveinsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði en hann segir það hafi staðið til að setja bundið slitlag á þennan vegarkafla í botni Berufjarðar frá síðustu aldamótum. „Þetta hefur tekið tíma eins og annað hjá okkur,“ segir Sveinn. Hringvegurinn varð til þegar brýr voru teknar í notkun á Skeiðarársandi árið 1974 og hefur því tekið 45 ár að leggja bundið slitlag á hann allan. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Þessi vegkafli hefur verið einn sá umdeildasti á Hringveginn um langt skeið en Sveinn segir að um malarveg hafi verið að ræða sem þoldi illa mikla rigningu samhliða mikilli umferð. Um þúsund bílar fóru um malarveginn á degi hverjum og varð hann því afar illa farinn ef hann blotnaði.
Samgöngur Tímamót Tengdar fréttir Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Heimamenn alsælir en fagna ekki fyrr en vinnuvélarnar eru komnar á svæðið Heimamenn í Berufirði eru alsælir með 300 milljón króna viðbótarframlag sem fara á í umdeildan vegakafla í botni fjarðarsins. Þeir bíða þó með að fagna þangað til að vinnuvélarnar eru mættar á svæðið. 24. mars 2017 23:30