Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2019 07:20 Prins Andrés. Vísir/Getty Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. Mikið hefur verið fjallað um mál Epstein að undanförnu eftir að hann var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Málið vakti mikla athygli enda átti Epstein háttsetta vini, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, núverandi forseta og Andrés Prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni sem gefin var út eftir að frétt Mail on Sunday var birt segir að Andrés Prins fyrirlíti alla misnotkun á mannverum og að ásakanir um að hann samþykki, taki þátt eða ýti undir slíka hegðun séu „andstyggilegar“. Þá segir einnig í yfirlýsingu konugsfjölskyldunnar að Andrés prins sé hneykslaður á nýjustu fregnum af þeim glæpum sem Epstein var sakaður um. Fyrr í mánuðinum framdi Epstein sjálfsmorð í fangelsi í New York þar sem hann var í haldi. Hann hafði áður lýst sig saklausan af þeim ákærum sem hann stóð frammi fyrir. Var hann meðal annars sakaður um að hafa greitt stúlkum undir lögaldri í skiptum fyrir kynlífsgreiða á heimilum hans í Manhattan í New York og í Flóría á árunum 2002 til 2005. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið út yfirlýsingu til stuðnings Andrésar prins vegna tengsla Epstein og hans. Árið 2015 sagðist kona að nafni Virginia Roberts hafa verið þvinguð til samræðis með Andrési er hún var sautján ára gömul í þrjú skipti, í London, í New York og einu sinni á einkaeyju Epstein í Karíba-hafinu. Konungsfjölskyldan þvertók fyrir að ásakanir Roberts ættu við rök að styðjast. Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42 Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21 Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. Mikið hefur verið fjallað um mál Epstein að undanförnu eftir að hann var handtekinn í sumar og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Málið vakti mikla athygli enda átti Epstein háttsetta vini, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, núverandi forseta og Andrés Prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Í yfirlýsingu frá bresku konungsfjölskyldunni sem gefin var út eftir að frétt Mail on Sunday var birt segir að Andrés Prins fyrirlíti alla misnotkun á mannverum og að ásakanir um að hann samþykki, taki þátt eða ýti undir slíka hegðun séu „andstyggilegar“. Þá segir einnig í yfirlýsingu konugsfjölskyldunnar að Andrés prins sé hneykslaður á nýjustu fregnum af þeim glæpum sem Epstein var sakaður um. Fyrr í mánuðinum framdi Epstein sjálfsmorð í fangelsi í New York þar sem hann var í haldi. Hann hafði áður lýst sig saklausan af þeim ákærum sem hann stóð frammi fyrir. Var hann meðal annars sakaður um að hafa greitt stúlkum undir lögaldri í skiptum fyrir kynlífsgreiða á heimilum hans í Manhattan í New York og í Flóría á árunum 2002 til 2005. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið út yfirlýsingu til stuðnings Andrésar prins vegna tengsla Epstein og hans. Árið 2015 sagðist kona að nafni Virginia Roberts hafa verið þvinguð til samræðis með Andrési er hún var sautján ára gömul í þrjú skipti, í London, í New York og einu sinni á einkaeyju Epstein í Karíba-hafinu. Konungsfjölskyldan þvertók fyrir að ásakanir Roberts ættu við rök að styðjast.
Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42 Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21 Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Myndband sýnir Trump og Epstein virða fyrir sér ungar klappstýrur Trump hefur reynt að gera lítið úr vinskap sínum við Epstein síðan sá síðarnefndi var handtekinn fyrr í þessum mánuði. 17. júlí 2019 18:42
Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs. 16. ágúst 2019 22:21
Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Sérfræðingar segja Washington Post að beinbrotin geti átt sér stað þegar fólk hengir sig en séu algengari þegar það er kyrkt. 15. ágúst 2019 11:57