Bæjarfulltrúi minnihlutans telur óeðlilega staðið að afgreiðslu nýs leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. ágúst 2019 22:05 Oddviti minnihlutans í Árborg segir að ekki hafi verið farið að leikreglum þegar eiginmaður bæjarfulltrúa var ráðinn til að hanna lóð undir nýjan leikskóla á Selfossi. Forseti bæjarstjórnar vísar ásökunum um spillingu á bug. Í Dísarstaðarlandi á Selfossi stendur til að reisa nýjan sex deilda leikskóla. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta, gerir þó athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að málinu við afgreiðslu þess innan sveitarfélagsins. „Formaður nefndarinnar, eða sú sem stýrir þessum hóp. Maðurinn hennar er hönnuðurinn að lóðinni. Ég hef ekkert út á hann að setja, um hans vinnubrögð. Aftur á móti finnst mér þetta mjög óeðlilegt og það er það sem menn hafa verið að tala um við mig. Að þeim finnist óeðlilegt að það hafi ekki verið boðið út eða hún hreinlega vikið frá þessari nefnd,“ segir Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg. Ákveðið var að byggja leikskóla sambærilegan þeim þegar hefur verið byggður í Hveragerði og reynst vel. Samband var því haft við arkitekta og framkvæmdaaðila sem komu að því verkefni. Í samtali við fréttastofu segist bæjarfulltrúinn hafa stigið úr nefndinni um leið og gagnrýni kom fram. Hún telji ekkert athugavert við framkvæmdina. Forseti bæjarstjórnar tekur í sama streng. „Við sjáum svo sem ekkert athugavert við það og fólk verður að geta stundað sína vinnu. Þetta er ekki bein ráðning sveitarfélagsins, þannig að það er ekkert hægt að tala um það að þarna sé einhver klíka í gangi. En í ljósi þessarar umræðu, þegar hún kom upp, þá taldi viðkomandi bæjarfulltrúi að það væri óþarfi að sitja í byggingarnefnd áfram og láta það líta eitthvað illa út. Þannig að hún vék þá úr nefndinni til að taka af allan vafa um að hún væri ekki þar innanborð að hylla einhverjum ákveðnum,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar.Fór þessi framkvæmd þá ekki í eðlilegt útboðsferli?„Jú, það var í raun og veru bara kannað með nokkrum aðilum og skoðað hvað væri í boði og gerður verðsamanburður og þetta var niðurstaðan,“ segir Helgi. Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Oddviti minnihlutans í Árborg segir að ekki hafi verið farið að leikreglum þegar eiginmaður bæjarfulltrúa var ráðinn til að hanna lóð undir nýjan leikskóla á Selfossi. Forseti bæjarstjórnar vísar ásökunum um spillingu á bug. Í Dísarstaðarlandi á Selfossi stendur til að reisa nýjan sex deilda leikskóla. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta, gerir þó athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að málinu við afgreiðslu þess innan sveitarfélagsins. „Formaður nefndarinnar, eða sú sem stýrir þessum hóp. Maðurinn hennar er hönnuðurinn að lóðinni. Ég hef ekkert út á hann að setja, um hans vinnubrögð. Aftur á móti finnst mér þetta mjög óeðlilegt og það er það sem menn hafa verið að tala um við mig. Að þeim finnist óeðlilegt að það hafi ekki verið boðið út eða hún hreinlega vikið frá þessari nefnd,“ segir Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg. Ákveðið var að byggja leikskóla sambærilegan þeim þegar hefur verið byggður í Hveragerði og reynst vel. Samband var því haft við arkitekta og framkvæmdaaðila sem komu að því verkefni. Í samtali við fréttastofu segist bæjarfulltrúinn hafa stigið úr nefndinni um leið og gagnrýni kom fram. Hún telji ekkert athugavert við framkvæmdina. Forseti bæjarstjórnar tekur í sama streng. „Við sjáum svo sem ekkert athugavert við það og fólk verður að geta stundað sína vinnu. Þetta er ekki bein ráðning sveitarfélagsins, þannig að það er ekkert hægt að tala um það að þarna sé einhver klíka í gangi. En í ljósi þessarar umræðu, þegar hún kom upp, þá taldi viðkomandi bæjarfulltrúi að það væri óþarfi að sitja í byggingarnefnd áfram og láta það líta eitthvað illa út. Þannig að hún vék þá úr nefndinni til að taka af allan vafa um að hún væri ekki þar innanborð að hylla einhverjum ákveðnum,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar.Fór þessi framkvæmd þá ekki í eðlilegt útboðsferli?„Jú, það var í raun og veru bara kannað með nokkrum aðilum og skoðað hvað væri í boði og gerður verðsamanburður og þetta var niðurstaðan,“ segir Helgi.
Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira