Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2019 12:18 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli þar sem hann óttist að samtalið muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins, en hann er væntanlegur þann 4. september. Utanríkisráðherra hefur greint frá því að á fundi hans og Pence verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Logi segir þó að tvísýnt sé hver tilgangur komu Mike Pence sé. „Mér finnst það skipta máli að ráðherra segi frá því hvað raunverulega mun eiga sér stað fyrir utanríkismálanefnd. Vegna þess að við höfum verið að sjá umfang á Keflavíkurflugvelli aukast talsvert ekki bara í verkum heldur fjármunum,“ sagði Logi Einarsson. Hann vill að ráðherrann gefi skýrslu um komuna og greini frá því sem þeim fer á milli. „Ég hef aldrei og mun aldrei koma með tæmandi lýsingu á því hverju ég ræði við viðkomandi aðila sem ég hitti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann segir að komandi samtal muni að einhverju leyti snúa um að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu á erlendum markaði. Logi telur það ekki eiga sér stoð. „Ég býst við að þjóðinni þyrsti frekar í að heyra ef það er verið að fara að ræða um hernaðaruppbyggingu heldur en ef að þetta er almennt spjall um viðskipti. Allir þeir sérfræðingar sem ég hef talað við eru skýrir um það að Pence væri ekki að koma hingað first og fremst til að ræða viðskipti við lítið smáríki,“ sagði Logi. „Hér er ekki verið að tala um almennt spjall um viðskipti. Það er ekki þannig, það er búið að undirbúa af hálfu ríkjanna þetta viðskiptasamráð, það er meðal annars með fulltrúum íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í Bandaríkjunum,“ sagði Guðlaugur. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli þar sem hann óttist að samtalið muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins, en hann er væntanlegur þann 4. september. Utanríkisráðherra hefur greint frá því að á fundi hans og Pence verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Logi segir þó að tvísýnt sé hver tilgangur komu Mike Pence sé. „Mér finnst það skipta máli að ráðherra segi frá því hvað raunverulega mun eiga sér stað fyrir utanríkismálanefnd. Vegna þess að við höfum verið að sjá umfang á Keflavíkurflugvelli aukast talsvert ekki bara í verkum heldur fjármunum,“ sagði Logi Einarsson. Hann vill að ráðherrann gefi skýrslu um komuna og greini frá því sem þeim fer á milli. „Ég hef aldrei og mun aldrei koma með tæmandi lýsingu á því hverju ég ræði við viðkomandi aðila sem ég hitti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann segir að komandi samtal muni að einhverju leyti snúa um að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu á erlendum markaði. Logi telur það ekki eiga sér stoð. „Ég býst við að þjóðinni þyrsti frekar í að heyra ef það er verið að fara að ræða um hernaðaruppbyggingu heldur en ef að þetta er almennt spjall um viðskipti. Allir þeir sérfræðingar sem ég hef talað við eru skýrir um það að Pence væri ekki að koma hingað first og fremst til að ræða viðskipti við lítið smáríki,“ sagði Logi. „Hér er ekki verið að tala um almennt spjall um viðskipti. Það er ekki þannig, það er búið að undirbúa af hálfu ríkjanna þetta viðskiptasamráð, það er meðal annars með fulltrúum íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í Bandaríkjunum,“ sagði Guðlaugur.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira