Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2019 12:18 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli þar sem hann óttist að samtalið muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins, en hann er væntanlegur þann 4. september. Utanríkisráðherra hefur greint frá því að á fundi hans og Pence verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Logi segir þó að tvísýnt sé hver tilgangur komu Mike Pence sé. „Mér finnst það skipta máli að ráðherra segi frá því hvað raunverulega mun eiga sér stað fyrir utanríkismálanefnd. Vegna þess að við höfum verið að sjá umfang á Keflavíkurflugvelli aukast talsvert ekki bara í verkum heldur fjármunum,“ sagði Logi Einarsson. Hann vill að ráðherrann gefi skýrslu um komuna og greini frá því sem þeim fer á milli. „Ég hef aldrei og mun aldrei koma með tæmandi lýsingu á því hverju ég ræði við viðkomandi aðila sem ég hitti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann segir að komandi samtal muni að einhverju leyti snúa um að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu á erlendum markaði. Logi telur það ekki eiga sér stoð. „Ég býst við að þjóðinni þyrsti frekar í að heyra ef það er verið að fara að ræða um hernaðaruppbyggingu heldur en ef að þetta er almennt spjall um viðskipti. Allir þeir sérfræðingar sem ég hef talað við eru skýrir um það að Pence væri ekki að koma hingað first og fremst til að ræða viðskipti við lítið smáríki,“ sagði Logi. „Hér er ekki verið að tala um almennt spjall um viðskipti. Það er ekki þannig, það er búið að undirbúa af hálfu ríkjanna þetta viðskiptasamráð, það er meðal annars með fulltrúum íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í Bandaríkjunum,“ sagði Guðlaugur. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli þar sem hann óttist að samtalið muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins, en hann er væntanlegur þann 4. september. Utanríkisráðherra hefur greint frá því að á fundi hans og Pence verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Logi segir þó að tvísýnt sé hver tilgangur komu Mike Pence sé. „Mér finnst það skipta máli að ráðherra segi frá því hvað raunverulega mun eiga sér stað fyrir utanríkismálanefnd. Vegna þess að við höfum verið að sjá umfang á Keflavíkurflugvelli aukast talsvert ekki bara í verkum heldur fjármunum,“ sagði Logi Einarsson. Hann vill að ráðherrann gefi skýrslu um komuna og greini frá því sem þeim fer á milli. „Ég hef aldrei og mun aldrei koma með tæmandi lýsingu á því hverju ég ræði við viðkomandi aðila sem ég hitti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann segir að komandi samtal muni að einhverju leyti snúa um að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vöru og þjónustu á erlendum markaði. Logi telur það ekki eiga sér stoð. „Ég býst við að þjóðinni þyrsti frekar í að heyra ef það er verið að fara að ræða um hernaðaruppbyggingu heldur en ef að þetta er almennt spjall um viðskipti. Allir þeir sérfræðingar sem ég hef talað við eru skýrir um það að Pence væri ekki að koma hingað first og fremst til að ræða viðskipti við lítið smáríki,“ sagði Logi. „Hér er ekki verið að tala um almennt spjall um viðskipti. Það er ekki þannig, það er búið að undirbúa af hálfu ríkjanna þetta viðskiptasamráð, það er meðal annars með fulltrúum íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í Bandaríkjunum,“ sagði Guðlaugur.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira