Sinubruninn sagður áminning um að fara varlega með eld við þurran gróður Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2019 14:15 Nokkur eldur kviknaði í sinu vegna flugeldasýningarinnar í gærkvöldi. Mynd/Hákon Sigþórsson Enginn hætta var til staðar þegar kviknaði í sinu út frá flugeldasýningu á bæjarhátíð í Hveragerði í gærkvöldi, að mati varaslökkviliðsstjóra. Eldurinn sé þó áminning um að fara verði varlega með eld og hitagjafa við gróður þegar jarðvegur er þurr eins og hann er nú á Suðurlandi. Formaður hjálparsveitar skáta í Hveragerði segir að kviknað hafi í út frá glóð. Sex slökkviliðsmenn frá brunavörnum Árnessýslu voru um þrjátíu til fjörutíu mínútur að slökkva í eldinum sem kviknaði nærri sundlauginni og lystigarðinum í Laugaskarði á tólfta tímanum í gærkvöldi, að sögn Sverris Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Vitað sé að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Sverrir Haukur segir jarðveginn þurran þannig að auðveldlega kvikni í gróðri. Í roki eins og gerði í gærkvöldi geti eldur brunnið enn hraðar en ella. Áhorfandi á flugeldasýningunni sagði við Vísi að eitthvað hafi virst hafa farið úrskeiðis. Að minnsta kosti tveir flugeldar hafi ekki farið upp í loftið heldur sprungið við jörðina og kveikt í sinunni. Fólk hafi verið hrætt og forðað sér með grátandi börn. Sævar Logi Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sem sá um flugeldasýninguna, segir hluta úr einni skottertu hafi ringt yfir áhorfendur en það hafi ekki orsakað brunann heldur glóð úr flugeldunum sem skotið var á loft. Björgunarsveitarmennirnir hafi í fyrstu reynt að slökva eldinn en þegar þeir sáu fram á að umfangið væri of mikið hafi þeir kallað á slökkvilið. Sverrir Haukur segir björgunarsveitarmennina hafa brugðist rétt við með því að kalla strax til slökkvilið. Eldurinn hafi litið illa út á myndbandi sem hann segist hafa séð en ástandið hafi þó ekki verið svo slæmt. Engin hætta hafi verið til staðar. Slökkviliðsmenn hafi brugðist hratt og vel við. Hefði meiri hætta verið á ferðum hefði verið hægt að kalla til fjölmennara lið. Spurður að því hvort að til greina hafi komið að hætta við flugeldasýninguna vegna aðstæðna segir Sævar Logi að björgunarsveitarmennirnir hafi metið þær þannig að eldhættan væri ekki eins mikil og raunin varð.Töldu sýninguna á öruggu svæði og viðbúnað til staðar Sækja þarf um leyfi til brunavarna fyrir flugeldasýningu eins og þeirri sem var í Hveragerði í gær. Spurður að því hvort að rétt hafi verið að leyfa sýninguna í gær í ljósi aðstæðna segir Sverrir Haukur að það sé metið í hverju tilfelli fyrir sig. Í þessu tilfelli hafi sýningin verið á tiltölulega öruggu svæði sem er afmarkað við Varmá þar sem lítið sé um gróður. Þá hafi viðbúnaður vegna mögulegrar íkveikju verið til staðar. „Það má alltaf örugglega ræða það. Þetta sýnir okkur bara hvað hann er þurr gróðurinn og þetta er fljótt að gerast. Þetta á að vera áminning fyrir okkur að fara varlega með eld og hitagjafa í kringum gróður,“ segir Sverrir Haukur. Hveragerði Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Sjá meira
Enginn hætta var til staðar þegar kviknaði í sinu út frá flugeldasýningu á bæjarhátíð í Hveragerði í gærkvöldi, að mati varaslökkviliðsstjóra. Eldurinn sé þó áminning um að fara verði varlega með eld og hitagjafa við gróður þegar jarðvegur er þurr eins og hann er nú á Suðurlandi. Formaður hjálparsveitar skáta í Hveragerði segir að kviknað hafi í út frá glóð. Sex slökkviliðsmenn frá brunavörnum Árnessýslu voru um þrjátíu til fjörutíu mínútur að slökkva í eldinum sem kviknaði nærri sundlauginni og lystigarðinum í Laugaskarði á tólfta tímanum í gærkvöldi, að sögn Sverris Hauks Grönli, varaslökkviliðsstjóra. Vitað sé að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Sverrir Haukur segir jarðveginn þurran þannig að auðveldlega kvikni í gróðri. Í roki eins og gerði í gærkvöldi geti eldur brunnið enn hraðar en ella. Áhorfandi á flugeldasýningunni sagði við Vísi að eitthvað hafi virst hafa farið úrskeiðis. Að minnsta kosti tveir flugeldar hafi ekki farið upp í loftið heldur sprungið við jörðina og kveikt í sinunni. Fólk hafi verið hrætt og forðað sér með grátandi börn. Sævar Logi Ólafsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði sem sá um flugeldasýninguna, segir hluta úr einni skottertu hafi ringt yfir áhorfendur en það hafi ekki orsakað brunann heldur glóð úr flugeldunum sem skotið var á loft. Björgunarsveitarmennirnir hafi í fyrstu reynt að slökva eldinn en þegar þeir sáu fram á að umfangið væri of mikið hafi þeir kallað á slökkvilið. Sverrir Haukur segir björgunarsveitarmennina hafa brugðist rétt við með því að kalla strax til slökkvilið. Eldurinn hafi litið illa út á myndbandi sem hann segist hafa séð en ástandið hafi þó ekki verið svo slæmt. Engin hætta hafi verið til staðar. Slökkviliðsmenn hafi brugðist hratt og vel við. Hefði meiri hætta verið á ferðum hefði verið hægt að kalla til fjölmennara lið. Spurður að því hvort að til greina hafi komið að hætta við flugeldasýninguna vegna aðstæðna segir Sævar Logi að björgunarsveitarmennirnir hafi metið þær þannig að eldhættan væri ekki eins mikil og raunin varð.Töldu sýninguna á öruggu svæði og viðbúnað til staðar Sækja þarf um leyfi til brunavarna fyrir flugeldasýningu eins og þeirri sem var í Hveragerði í gær. Spurður að því hvort að rétt hafi verið að leyfa sýninguna í gær í ljósi aðstæðna segir Sverrir Haukur að það sé metið í hverju tilfelli fyrir sig. Í þessu tilfelli hafi sýningin verið á tiltölulega öruggu svæði sem er afmarkað við Varmá þar sem lítið sé um gróður. Þá hafi viðbúnaður vegna mögulegrar íkveikju verið til staðar. „Það má alltaf örugglega ræða það. Þetta sýnir okkur bara hvað hann er þurr gróðurinn og þetta er fljótt að gerast. Þetta á að vera áminning fyrir okkur að fara varlega með eld og hitagjafa í kringum gróður,“ segir Sverrir Haukur.
Hveragerði Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Sjá meira
Kviknaði í út frá flugeldasýningu í Hveragerði: „Hér skíðlogar brekkan“ Eldur kviknaði í gróðri út frá flugeldasýningunni á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum á ellefta tímanum í kvöld. Eldurinn varð talsverður að sögn sjónarvotta. 18. ágúst 2019 00:06
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent