Gæti orðið sögulegur leiðtogafundur á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 13:24 Andri Snær Magnason. Minnisvarði um OK, sem formlega hefur misst titil sinn sem jökull, verður afhjúpaður á morgun. Á næstu þrjátíu árum gætu örlög Snæfellsjökuls orðið hin sömu að sögn Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar og umhverfisverndarsinna. Hann telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. Gengið verður frá Kaldadal og að Oki sem er fyrsti nafnkunni jökullinn á Íslandi sem missir formlega titil sinn sem slíkur. Andri Snær Magnason ritaði textann á minnismerkinu sem komið verður fyrir við jökulinn við formlega athöfn en hann segir það stefni í að viðburðurinn verði mun stærri en gert var ráð fyrir í fyrstu.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta hefur fengið mikla athygli heimsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kemur með okkur á morgun og Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og líka Guðmundur Ingi umhverfisráðherra,“ segir Andri Snær. Framtakið kemur frá tveimur vísindamönnum við Rice háskóla í Texas sem hafa rannsakað stórflóð og áhrif loftslagsbreytinga um allan heim. „Jökull, þegar hann missir ákveðna þykkt þá hættir hann í rauninni að hafa eðli jökuls og hættir að hreyfast undan eigin þunga og Ok er eiginlega bara orðinn skafl,“ segir Andri Snær. Sama þróun sé að eiga sér stað í öðrum jöklum hér á landi.Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.„Snæfellsjökull verður örugglega sá sem við munum sakna mest, hann fer líklegast á næstu 30 árum samkvæmt vísindamönnum. Síðan eru 400 jöklar á Íslandi og þeir eru allir á leiðinni á næstu svona 100-150 árum, kannski verða einhverjir eftir í Hvannadalshnjúk eða svona í efstu sköflum, efstu tindum. En en þeir eru allir að fara á hraða sem að hefur í rauninni aldrei sést áður,“ útskýrir Andri Snær. Hann segist hafa grun um að tíðinda sé að vænta eftir helgi. „Þetta hittir akkúrat á að Angela Merkel og norrænu leiðtogarnir eru allir að koma til landsins, ég held að sá fundur hefjist á þriðjudaginn. Og á sama tíma er Greta Thunberg undan ströndum Íslands á leiðinni Fjallabaksleiðina á loftslagsráðstenfuna í New York. Þannig að maður mundi halda að þessi fundur í Reykjavík gæti alveg orðið sögulegur, ef að fólk áttar sig á því að síðasta sumar var heitasta sumar mannkynssögunnar samkvæmt vísindamönnum og þessir leiðtogar hljóta að setja þetta verkefni í forgang og búa sér til mjög kannski róttæka, jafnvel metnaðarfulla yfirlýsingu.“ Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Minnisvarði um OK, sem formlega hefur misst titil sinn sem jökull, verður afhjúpaður á morgun. Á næstu þrjátíu árum gætu örlög Snæfellsjökuls orðið hin sömu að sögn Andra Snæs Magnasonar, rithöfundar og umhverfisverndarsinna. Hann telur að fundur Angelu Merkel Þýskalandskanslara með íslenskum og norrænum ráðamönnum í næstu viku geta orðið sögulegan með tilliti til umhverfismála. Gengið verður frá Kaldadal og að Oki sem er fyrsti nafnkunni jökullinn á Íslandi sem missir formlega titil sinn sem slíkur. Andri Snær Magnason ritaði textann á minnismerkinu sem komið verður fyrir við jökulinn við formlega athöfn en hann segir það stefni í að viðburðurinn verði mun stærri en gert var ráð fyrir í fyrstu.Sjá einnig: Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum „Þetta hefur fengið mikla athygli heimsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kemur með okkur á morgun og Mary Robinson, fyrrum forseti Írlands og líka Guðmundur Ingi umhverfisráðherra,“ segir Andri Snær. Framtakið kemur frá tveimur vísindamönnum við Rice háskóla í Texas sem hafa rannsakað stórflóð og áhrif loftslagsbreytinga um allan heim. „Jökull, þegar hann missir ákveðna þykkt þá hættir hann í rauninni að hafa eðli jökuls og hættir að hreyfast undan eigin þunga og Ok er eiginlega bara orðinn skafl,“ segir Andri Snær. Sama þróun sé að eiga sér stað í öðrum jöklum hér á landi.Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.„Snæfellsjökull verður örugglega sá sem við munum sakna mest, hann fer líklegast á næstu 30 árum samkvæmt vísindamönnum. Síðan eru 400 jöklar á Íslandi og þeir eru allir á leiðinni á næstu svona 100-150 árum, kannski verða einhverjir eftir í Hvannadalshnjúk eða svona í efstu sköflum, efstu tindum. En en þeir eru allir að fara á hraða sem að hefur í rauninni aldrei sést áður,“ útskýrir Andri Snær. Hann segist hafa grun um að tíðinda sé að vænta eftir helgi. „Þetta hittir akkúrat á að Angela Merkel og norrænu leiðtogarnir eru allir að koma til landsins, ég held að sá fundur hefjist á þriðjudaginn. Og á sama tíma er Greta Thunberg undan ströndum Íslands á leiðinni Fjallabaksleiðina á loftslagsráðstenfuna í New York. Þannig að maður mundi halda að þessi fundur í Reykjavík gæti alveg orðið sögulegur, ef að fólk áttar sig á því að síðasta sumar var heitasta sumar mannkynssögunnar samkvæmt vísindamönnum og þessir leiðtogar hljóta að setja þetta verkefni í forgang og búa sér til mjög kannski róttæka, jafnvel metnaðarfulla yfirlýsingu.“
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30