Sjá einnig: Zara Larsson og einkakokkur Eds Sheeran prófuðu sýndarveruleikaveiðar og smökkuðu svið
Larsson hefur verið iðin við að birta myndir og myndbönd úr ferðalaginu á Instagram, þar sem um sex milljónir fylgja henni. Eftir partístand helgarinnar, þar sem Larsson og hljómsveit hennar buðu Sheeran og fylgdarliði til veislu, hélt hún út á land. Hún kannaði Suðurland í gær og í dag hélt hún vestur á bóginn og kíkti bæði út á Akranes og Snæfellsnes.
„Fann vita á Íslandi með góðum hljómburði. Njótið nasanna á mér,“ skrifaði Larsson við myndband sem hún birti af sér að þenja raddböndin í Akranesvita í dag.
Found a lighthouse in iceland with good acoustics. Enjoy my nostrilsView this post on Instagram
A post shared by Zara Larsson (@zaralarsson) on Aug 14, 2019 at 4:48am PDT
„Í dag kom sænsk söngkona í Akranesvitann með móður sinni. Þær mæðgur eru búsettar í Stokkhólmi. Þeim fannst hljómburður vitans alveg ótrulega flottur og hver veit nema að þær eigi eftir að heimsækja vitann einhvern tímann aftur,“ er skrifað undir myndina á Facebook-síðu vitans.
Sjá einnig: Launin fóru niður en lífsgæðin upp
Vísir ræddi við Hilmar Sigvaldason vitavörð í Akranesvita í fyrra. Hann sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok árs 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum. Viðtalið við Hilmar má lesa hér.



