Ragnar Sigurðsson var með fyrirliðabandið hjá Rostov sem vann 1-0 sigur á Krylya Sovetov Samara í rússnesku úrvalsdeildinni í kvöld.
Með sigrinum komst Rostov upp í 2. sæti deildarinnar. Eftir fimm umferðir eru Ragnar og félagar með ellefu stig, tveimur stigum minna en topplið Zenit.
Úsbekinn Eldor Shomurodov skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu. Rostov hefur skorað flest mörk allra í rússnesku deildinni, eða tíu.
Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn þegar Jagiellonia gerði 1-1 jafntefli við Lechia Gdansk í pólsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Jagiellonia eru í 7. sæti deildarinnar með fimm stig eftir fjórar umferðir.
Böðvar hefur leikið 90 mínútur í síðustu tveimur deildarleikjum Jagiellonia. Á síðasta tímabili lék hann 16 deildarleiki.
Ragnar og félagar upp í 2. sætið | Böðvar lék 90 mínútur annan leikinn í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti