Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 12. ágúst 2019 18:49 Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína. Vísir Félag eldri borgara í Reykjavík mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. Líkt og greint hefur frá voru kaupendur krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Sumir kaupendur samþykktu að greiða aukagreiðsluna en aðrir hafa sagst ætla að fara í mál við félagið. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld greindi Sigríður Snæbjörnsdóttir varaformaður félagsins hins vegar frá því að sáttatilboð í málinu yrði kynnt í kvöld. „Það liggur fyrst og fremst í því að fjármögnunaraðilar og framkvæmdaaðilar hafa komið á móts við kaupendur um að lækka þennan mismun sem liggur núna í 252 milljónum króna en var áður í rúmum 400 milljónum,“ sagði Sigríður. Þetta myndi hafa þau áhrif að aukagreiðslur kaupenda muni lækka. „Þetta hefur víðtæk áhrif. Til dæmis má nefna að þeir kaupendur sem voru áður í stórum íbúðum og þurftu að greiða sjö milljónir þurfa núna að greiða 4,4 milljónir. Þeir sem voru í smærri íbúðum og þurftu að greiða 4 milljónir en greiða nú 2,5 milljónir. Í því liggur tilboðið,“ sagði Sigríður. Sagði hún að kaupendum yrði kynnt tilboðið eins hratt og mögulegt er og vonir stæðu til að allir kaupendur þeirra 68 íbúða sem um ræðir myndu taka tilboðinu. „Í því liggur von okkar.“Hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður var krafist Í tilkynningu frá Félagi eldri borgar segir að allir félagsmenn sem eru kaupendur íbúða við Árskóga 1 og 3 í Reykjavík og undirrita, eða hafa undirritað, skilmálabreytingu vegna kaupsamninga fái niðurfelldan hluta af kostnaðarverði íbúða sinna. „Í kjölfar viðræðna sem staðið hafa yfir síðustu daga við framkvæmdar- og fjármögnunaraðila verkefnisins, hefur félagið samið um að fá afslátt af kostnaðarverði íbúðanna. Þá leggur félagið einnig sjálft til fjármuni til sáttarinnar en samtals eru það 149 milljónir króna sem dreifast á kaupendur í formi afsláttar.“Það þýði að hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um. Þeir kaupendur sem sátu í byggingarnefnd eða gegndu trúnaðarstörfum hjá félaginu á byggingartímanum hafa lýst því yfir að þeir afsali sér rétti til afsláttarins. Þeirra hlutur í afslættinum dreifist því til hækkunar á hlut annarra kaupenda sem ganga að þessu sáttaboði og er inni í heildarlækkuninni sem fram kemur hér að framan, að því er fram kemur í tilkynningunni.Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara.Vísir/SigurjónByggingarnefndin stígur til hliðar og málið rannsakað Þá greinir stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík frá því að byggingarnefnd félagsins hafi óskað eftir því að stíga til hliðar vegna þess í hvaða farveg málið er komið og til að stuðla að sátt.Það sé von félagsins að samstaða náist um framangreinda tillögu hjá öllum kaupendum íbúða að Árskógum 1-3. „Ljóst er að draga verður lærdóm af þeim afdrífaríku mistökum sem gerð voru í tengslum við verðlagningu og samninga vegna íbúðanna. Endurskoða þarf með hvaða hætti staðið er að framkvæmdum sem þessum. Stjórnin hyggst í framhaldinu láta fara fram rannsókn á því hvernig mistökin áttu sér stað.Allir sem hafa orðið fyrir áhrifum af mistökunum og búið hafa við óvissu vegna þeirra eru beðnir innilega velvirðingar,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. Líkt og greint hefur frá voru kaupendur krafðir um milljóna aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna 400 milljóna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins. Sumir kaupendur samþykktu að greiða aukagreiðsluna en aðrir hafa sagst ætla að fara í mál við félagið. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld greindi Sigríður Snæbjörnsdóttir varaformaður félagsins hins vegar frá því að sáttatilboð í málinu yrði kynnt í kvöld. „Það liggur fyrst og fremst í því að fjármögnunaraðilar og framkvæmdaaðilar hafa komið á móts við kaupendur um að lækka þennan mismun sem liggur núna í 252 milljónum króna en var áður í rúmum 400 milljónum,“ sagði Sigríður. Þetta myndi hafa þau áhrif að aukagreiðslur kaupenda muni lækka. „Þetta hefur víðtæk áhrif. Til dæmis má nefna að þeir kaupendur sem voru áður í stórum íbúðum og þurftu að greiða sjö milljónir þurfa núna að greiða 4,4 milljónir. Þeir sem voru í smærri íbúðum og þurftu að greiða 4 milljónir en greiða nú 2,5 milljónir. Í því liggur tilboðið,“ sagði Sigríður. Sagði hún að kaupendum yrði kynnt tilboðið eins hratt og mögulegt er og vonir stæðu til að allir kaupendur þeirra 68 íbúða sem um ræðir myndu taka tilboðinu. „Í því liggur von okkar.“Hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður var krafist Í tilkynningu frá Félagi eldri borgar segir að allir félagsmenn sem eru kaupendur íbúða við Árskóga 1 og 3 í Reykjavík og undirrita, eða hafa undirritað, skilmálabreytingu vegna kaupsamninga fái niðurfelldan hluta af kostnaðarverði íbúða sinna. „Í kjölfar viðræðna sem staðið hafa yfir síðustu daga við framkvæmdar- og fjármögnunaraðila verkefnisins, hefur félagið samið um að fá afslátt af kostnaðarverði íbúðanna. Þá leggur félagið einnig sjálft til fjármuni til sáttarinnar en samtals eru það 149 milljónir króna sem dreifast á kaupendur í formi afsláttar.“Það þýði að hver kaupandi greiði 37 prósent minna en áður hafði verið gerð krafa um. Þeir kaupendur sem sátu í byggingarnefnd eða gegndu trúnaðarstörfum hjá félaginu á byggingartímanum hafa lýst því yfir að þeir afsali sér rétti til afsláttarins. Þeirra hlutur í afslættinum dreifist því til hækkunar á hlut annarra kaupenda sem ganga að þessu sáttaboði og er inni í heildarlækkuninni sem fram kemur hér að framan, að því er fram kemur í tilkynningunni.Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara.Vísir/SigurjónByggingarnefndin stígur til hliðar og málið rannsakað Þá greinir stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík frá því að byggingarnefnd félagsins hafi óskað eftir því að stíga til hliðar vegna þess í hvaða farveg málið er komið og til að stuðla að sátt.Það sé von félagsins að samstaða náist um framangreinda tillögu hjá öllum kaupendum íbúða að Árskógum 1-3. „Ljóst er að draga verður lærdóm af þeim afdrífaríku mistökum sem gerð voru í tengslum við verðlagningu og samninga vegna íbúðanna. Endurskoða þarf með hvaða hætti staðið er að framkvæmdum sem þessum. Stjórnin hyggst í framhaldinu láta fara fram rannsókn á því hvernig mistökin áttu sér stað.Allir sem hafa orðið fyrir áhrifum af mistökunum og búið hafa við óvissu vegna þeirra eru beðnir innilega velvirðingar,“ segir í tilkynningunni.
Húsnæðismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira