Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2019 14:30 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Eric Schultz Samtökin ’78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. Endurtekin dæmi eru um að Pence vinni gegn réttindum hinsegin fólks sem fagnar einmitt Hinsegin dögum hér á landi þessa dagana. Verið er að undirbúa opinbera heimsókn til Íslands. Þetta staðfesti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við fréttastofu á dögunum. Hann segir líklegt að heimsóknin verði fljótlega en dagsetningar liggi ekki fyrir.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra staðfesti við fréttastofu á dögunum að verið væri að undirbúa komu Pence til landsins.Vísir/Þorsteinn MagnússonGagnrýnir löggjöf til verndar hinsegin fólki Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, er ósátt við að hinsegin fólk á Íslandi þurfi að sitja undir því að unnið sé að komu Pence. Manns sem hafi allan sinn feril, hvort sem er í stjórnmálum eða utan þeirra, barist af fullum krafti gegn hinsegin réttindum. „Mike Pence er á móti hjónaböndum okkar. Hann er svo eindregið á móti þeim að árið 2013 skrifaði hann sem ríkisstjóri undir lög í Indiana sem gerðu það refsivert fyrir samkynja pör að reyna að sækja um hjónavígsluvottorð,“ segir Þorbjörg í pistli sínum á Vísi sem ber yfirskriftina „Ekki séns, Mike Pence“. „Mike Pence er fylgjandi því að okkur sé mismunað. Hann telur það eðlilegt að fólk megi neita okkur um þjónustu fyrir það hver við erum. Sem ríkisstjóri skrifaði hann undir lög árið 2015 sem veittu heimild til mismununar á hinsegin fólki á grundvelli trúarskoðana.“ Þá hafi Mike Pence harðlega gagnrýnt löggjöf sem eigi að vernda hinsegin fólk fyrir hatursglæpum.Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður samtakanna '78.aðsendMælir með afhommunarmeðferðum „Hann birti sem ritstjóri Indiana Policy Review m.a. greinar um að hommar og lesbíur ætti ekki að ráða til vinnu. Það tók hann og hans nánasta samstarfsmann enda ekki langan tíma að fá þúsundir trans fólks reknar úr gervöllum Bandaríkjaher, en bann við trans fólki í hernum tók gildi 12. apríl síðastliðinn,“ segir Þorbjörg. Mike Pence njóti ráðgjafar og stuðnings haturssamtaka sem berjist gegn réttindum hinsegin fólks með kjafti og klóm. „Raunar sat hann sjálfur eitt sinn í stjórn slíkra samtaka, Indiana Family Institute, sem mæla t.d. með afhommunarmeðferðum og eru alfarið á móti því að samkynja pör ættleiði börn. Afhommunarmeðferðir eru pyntingar og til slíkra meðferða vildi Mike Pence færa ríkisfjármuni árið 2000 - úr sjóðum samtaka sem veita aðstoð vegna HIV og alnæmis.“ Þorbjörg segir upptalningu sína, sem sé alls ekki tæmandi, sýna að Pence sé annálaður andstæðingur og illgjörðarmaður hinsegin fólks.Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar fylgjast með ræðu Donald Trump.Vísir/EPAEkki séns „Eða eins og Bandaríkjaforseti grínaðist með samkvæmt heimildarmönnum the New Yorker þegar réttindi hinsegin fólks bar á góma innan veggja Hvíta hússins: „Ekki spurja þennan gaur - hann vill hengja þau öll!” Hvort í þessum ummælum leynist sannleikur er ógjörningur að segja, en ljóst er að Mike Pence hefur valdið hinsegin fólki þjáningum svo áratugum skiptir og er hvergi nærri hættur.“ Nú ætli ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteisislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin.Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands. Ekki séns. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Utanríkismál Tengdar fréttir Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. 23. janúar 2017 11:54 Varaforsetaefnin Kaine og Pence Hver eru varaforsetaefni Hillary Clinton og Donald Trump? 27. júlí 2016 09:45 Fyrsti samkynhneigði Ólympíufari Bandaríkjanna gagnrýnir komu Mike Pence á ÓL Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. 18. janúar 2018 15:30 Varar við fjandsamlegum leiðtogum og stigmagnandi ofbeldi Kanadíska leikkonan Ellen Page hélt mikla eldræðu í spjallþætti Stephens Colbert en hún gerði spillt valdafólk meðal annars að umfjöllunarefni sínu. 2. febrúar 2019 22:21 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Samtökin ’78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. Endurtekin dæmi eru um að Pence vinni gegn réttindum hinsegin fólks sem fagnar einmitt Hinsegin dögum hér á landi þessa dagana. Verið er að undirbúa opinbera heimsókn til Íslands. Þetta staðfesti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við fréttastofu á dögunum. Hann segir líklegt að heimsóknin verði fljótlega en dagsetningar liggi ekki fyrir.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra staðfesti við fréttastofu á dögunum að verið væri að undirbúa komu Pence til landsins.Vísir/Þorsteinn MagnússonGagnrýnir löggjöf til verndar hinsegin fólki Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, er ósátt við að hinsegin fólk á Íslandi þurfi að sitja undir því að unnið sé að komu Pence. Manns sem hafi allan sinn feril, hvort sem er í stjórnmálum eða utan þeirra, barist af fullum krafti gegn hinsegin réttindum. „Mike Pence er á móti hjónaböndum okkar. Hann er svo eindregið á móti þeim að árið 2013 skrifaði hann sem ríkisstjóri undir lög í Indiana sem gerðu það refsivert fyrir samkynja pör að reyna að sækja um hjónavígsluvottorð,“ segir Þorbjörg í pistli sínum á Vísi sem ber yfirskriftina „Ekki séns, Mike Pence“. „Mike Pence er fylgjandi því að okkur sé mismunað. Hann telur það eðlilegt að fólk megi neita okkur um þjónustu fyrir það hver við erum. Sem ríkisstjóri skrifaði hann undir lög árið 2015 sem veittu heimild til mismununar á hinsegin fólki á grundvelli trúarskoðana.“ Þá hafi Mike Pence harðlega gagnrýnt löggjöf sem eigi að vernda hinsegin fólk fyrir hatursglæpum.Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður samtakanna '78.aðsendMælir með afhommunarmeðferðum „Hann birti sem ritstjóri Indiana Policy Review m.a. greinar um að hommar og lesbíur ætti ekki að ráða til vinnu. Það tók hann og hans nánasta samstarfsmann enda ekki langan tíma að fá þúsundir trans fólks reknar úr gervöllum Bandaríkjaher, en bann við trans fólki í hernum tók gildi 12. apríl síðastliðinn,“ segir Þorbjörg. Mike Pence njóti ráðgjafar og stuðnings haturssamtaka sem berjist gegn réttindum hinsegin fólks með kjafti og klóm. „Raunar sat hann sjálfur eitt sinn í stjórn slíkra samtaka, Indiana Family Institute, sem mæla t.d. með afhommunarmeðferðum og eru alfarið á móti því að samkynja pör ættleiði börn. Afhommunarmeðferðir eru pyntingar og til slíkra meðferða vildi Mike Pence færa ríkisfjármuni árið 2000 - úr sjóðum samtaka sem veita aðstoð vegna HIV og alnæmis.“ Þorbjörg segir upptalningu sína, sem sé alls ekki tæmandi, sýna að Pence sé annálaður andstæðingur og illgjörðarmaður hinsegin fólks.Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar fylgjast með ræðu Donald Trump.Vísir/EPAEkki séns „Eða eins og Bandaríkjaforseti grínaðist með samkvæmt heimildarmönnum the New Yorker þegar réttindi hinsegin fólks bar á góma innan veggja Hvíta hússins: „Ekki spurja þennan gaur - hann vill hengja þau öll!” Hvort í þessum ummælum leynist sannleikur er ógjörningur að segja, en ljóst er að Mike Pence hefur valdið hinsegin fólki þjáningum svo áratugum skiptir og er hvergi nærri hættur.“ Nú ætli ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteisislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin.Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands. Ekki séns.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Hinsegin Utanríkismál Tengdar fréttir Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. 23. janúar 2017 11:54 Varaforsetaefnin Kaine og Pence Hver eru varaforsetaefni Hillary Clinton og Donald Trump? 27. júlí 2016 09:45 Fyrsti samkynhneigði Ólympíufari Bandaríkjanna gagnrýnir komu Mike Pence á ÓL Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. 18. janúar 2018 15:30 Varar við fjandsamlegum leiðtogum og stigmagnandi ofbeldi Kanadíska leikkonan Ellen Page hélt mikla eldræðu í spjallþætti Stephens Colbert en hún gerði spillt valdafólk meðal annars að umfjöllunarefni sínu. 2. febrúar 2019 22:21 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. 23. janúar 2017 11:54
Varaforsetaefnin Kaine og Pence Hver eru varaforsetaefni Hillary Clinton og Donald Trump? 27. júlí 2016 09:45
Fyrsti samkynhneigði Ólympíufari Bandaríkjanna gagnrýnir komu Mike Pence á ÓL Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Pyeochang í Suður-Kóreu í næsta mánuði og þar mun Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mæta fyrir hönd bandaríska stjórnvalda. Það eru ekki allir sáttir við það. 18. janúar 2018 15:30
Varar við fjandsamlegum leiðtogum og stigmagnandi ofbeldi Kanadíska leikkonan Ellen Page hélt mikla eldræðu í spjallþætti Stephens Colbert en hún gerði spillt valdafólk meðal annars að umfjöllunarefni sínu. 2. febrúar 2019 22:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent