Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:15 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins var utanríkisráðherra þegar minnisblöð um leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann voru lagðar til í utanríkisráðuneytinu. Fréttablaðið/Ernir Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. Forysta Miðflokksins hefur beitt sér fyrir því að Þriðji orkupakkinn verði ekki innleiddur hér á landi. Í ályktun flokksins frá flokksráðsfundi 2018 kemur að innleiðing hans feli í sér fullveldisframsal. Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður Miðflokksins var utanríkisráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar á árunum 2013 til 2017.Úr minnisblaði Utanríkisráðuneytisins 23. febrúar 2015.Í ráðherratíð Gunnars Braga voru unnin þrjú minnisblöð í utanríkisráðuneytinu um Þriðja orkupakkann fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þar sem er leitað lausna fyrir Ísland varðandi tilskipun Evrópusambandsins um samstarfsstofnun orkueftirlitsaðila á orkumarkaði eða ACER um að framfylgja stefnu sambandsins á orkumarkaði. Í aðlögunartexta kemur fram að eftirlitsyfirvöld í EFTA- ríkjunum muni taka þátt í stjórn ACER sem sjái um eftirlit á orkumarkaðií ríkjum Evrópubandalagsins en ekki hafa atkvæðisrétt. Því þurfi að að koma á fót stjórn eftirlitsaðila í EFTA- ríkjunum og sú stjórn taki ákvarðanir sem bindi eftirlitsyfirvöld í þeirra löndum. Meginreglan verði að sú stjórn tæki bindandi ákvörðun gagnvart EFTA- ríkjunum þar sem ACER hefði haft valdheimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart aðildarríkjum ESB. Þannig geti bindandi ákvarðanir einnig tekið til EFTA- ríkjanna. Fram kemur að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir ACER ekki við hér á landi heldur eingöngu þegar raforka sé flutt yfir landamæri. Ef ákvörðun ACER myndi snúa að Íslandi myndi virkjast tveggja stoða fyrirkomulag þannig að ACER tæki aldrei eitt og sér ákvörðun gagnvart Íslandi.Bjarni Benediktsson segir málflutning forystumanna Miðflokksins ekki standast skoðun.Um það sagði Bjarni Benediktsson á fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í gær. „Sá sem bar ábyrgð á utanríkisráðuneytinu og öllum þeim minnisblöðum þar sem fram kom að þetta mál væri í lagi þegar við lagi sóttum eftir því að það fái grænt ljós, koma núna og segja: „Þetta mál verður að fá rautt ljós og hvar eru öll minnisblöðin?“ Þetta stenst enga skoðun,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook síðu sinni í gær að ríkisstjórn hans hefði ekki innleitt þriðja orkupakkann. Sigmundur svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í morgun og ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson. Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. Forysta Miðflokksins hefur beitt sér fyrir því að Þriðji orkupakkinn verði ekki innleiddur hér á landi. Í ályktun flokksins frá flokksráðsfundi 2018 kemur að innleiðing hans feli í sér fullveldisframsal. Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður Miðflokksins var utanríkisráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar á árunum 2013 til 2017.Úr minnisblaði Utanríkisráðuneytisins 23. febrúar 2015.Í ráðherratíð Gunnars Braga voru unnin þrjú minnisblöð í utanríkisráðuneytinu um Þriðja orkupakkann fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þar sem er leitað lausna fyrir Ísland varðandi tilskipun Evrópusambandsins um samstarfsstofnun orkueftirlitsaðila á orkumarkaði eða ACER um að framfylgja stefnu sambandsins á orkumarkaði. Í aðlögunartexta kemur fram að eftirlitsyfirvöld í EFTA- ríkjunum muni taka þátt í stjórn ACER sem sjái um eftirlit á orkumarkaðií ríkjum Evrópubandalagsins en ekki hafa atkvæðisrétt. Því þurfi að að koma á fót stjórn eftirlitsaðila í EFTA- ríkjunum og sú stjórn taki ákvarðanir sem bindi eftirlitsyfirvöld í þeirra löndum. Meginreglan verði að sú stjórn tæki bindandi ákvörðun gagnvart EFTA- ríkjunum þar sem ACER hefði haft valdheimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart aðildarríkjum ESB. Þannig geti bindandi ákvarðanir einnig tekið til EFTA- ríkjanna. Fram kemur að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir ACER ekki við hér á landi heldur eingöngu þegar raforka sé flutt yfir landamæri. Ef ákvörðun ACER myndi snúa að Íslandi myndi virkjast tveggja stoða fyrirkomulag þannig að ACER tæki aldrei eitt og sér ákvörðun gagnvart Íslandi.Bjarni Benediktsson segir málflutning forystumanna Miðflokksins ekki standast skoðun.Um það sagði Bjarni Benediktsson á fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í gær. „Sá sem bar ábyrgð á utanríkisráðuneytinu og öllum þeim minnisblöðum þar sem fram kom að þetta mál væri í lagi þegar við lagi sóttum eftir því að það fái grænt ljós, koma núna og segja: „Þetta mál verður að fá rautt ljós og hvar eru öll minnisblöðin?“ Þetta stenst enga skoðun,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook síðu sinni í gær að ríkisstjórn hans hefði ekki innleitt þriðja orkupakkann. Sigmundur svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í morgun og ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson.
Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels