Ed Sheeran: Söngelskur tómatsósuunnandi og hjartaknúsari af guðs náð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2019 13:15 Það er komið að þessu. Ed Sheeran stígur á stokk í Laugardalnum í kvöld. Vísir/Getty Það hefur vart farið fram hjá mörgum að í kvöld kemur enski söngfuglinn, gítarleikarinn, tónlistarframleiðandinn, lagasmiðurinn, leikarinn og hjartaknúsarinn Ed Sheeran til með að stíga á stokk fyrir troðfullum Laugardalsvelli. Aðsókn á tónleika kappans var raunar svo mikil þegar sala hófst að Sena Live, sem sér um skipulagningu tónleikanna, ákvað að blása til aukatónleika annað kvöld. Sheeran er eitt þekktasta nafnið í tónlistarbransanum í dag og auðvelt er að færa rök fyrir því að hann sé hreinlega vinsælasti og frægasti tónlistarmaður heims. Þegar þetta er skrifað er Sheeran efstur á vinsældarlista Spotify-streymisveitunnar með 73,2 milljónir hlustenda á mánuði. Ljóst er að margir bíða fullir eftirvæntingar eftir að sjá hinn heimsþekkta Englending leika listir sínar á þjóðarleikvangi okkar Íslendinga, en þegar miðasala hófst voru yfir 20 þúsund manns í stafrænni röð. Uppselt var á tónleikana á undir þremur klukkustundum og Íslandsmet í miðasölu því slegið, ef svo mætti að orði komast, en aldrei hefur selst jafn fljótt upp á jafn stóran viðburð. Hér verður stiklað á stóru um feril og líf þess listamanns sem hefur skotist afar hátt upp á stjörnuhimininn og virðist enn vera á hraðri uppleið.Kastalinn á hæðinni.Vísir/GettyKastalakall Sheeran er fæddur árið 1991 í Halifax í Vestur-Jórvíkurskíri í Englandi, ekki svo langt frá borginni Leeds. Foreldrar hans eru þau John og Idogen Sheeran. John starfar við uppsetningu listsýninga en móðir hans hannar og framleiðir skartgripi. Ed á einn eldri bróður, Matthew. Sá er fæddur árið 1989 og er tónskáld líkt og bróðir sinn. Þegar Sheeran var ungur drengur flutti hann ásamt fjölskyldunni sinni til Framlingham í Suffolk, en það er bærinn sem Sheeran álítur sem heimabæ sinn og ber sterkar taugar til. Í bænum er kastali kenndur við bæinn. Framlingham-kastali var byggður á tólftu öld af Bigod-fjölskyldunni, sem var afar valdamikil í Englandi á miðöldum. Kastalinn er í dag opinn almenningi og er að hluta til friðaður af breskum stjórnvöldum. Nóg um það. Ókei, ekki alveg nóg um það. Kastalinn hefur verið í eigu margra göfugra ætta í Englandi í gegn um aldanna rás og „séð“ tímana tvenna, ef svo má að orði komast. En mesta frægðarverk þessa kastala er þó ekki nein hallarbylting eða hetjulegur bardagi. Ó nei. (Ekki hætta að lesa, greinin fjallar ennþá um Ed Sheeran.) Þann 6. janúar 2017 gaf Ed Sheeran út lag þar sem hann syngur um uppvaxtarár sín í Englandi og fjallar um misgóðar stundir sem hann átti í æsku. Lagið ber heitið Castle on the Hill (Kastalinn á hæðinni), og er vísun í fyrrnefndan Framlingham-kastala. Í viðlaginu syngur Sheeran um gömlu góðu dagana þegar hann sat með vinum sínum og horfði á sólina setjast yfir kastalanum á hæðinni, og það, ég verð að segja það, er frekar nett. Kastalahluta þessarar greinar er hér með lokið.Músíkalskur frá unga aldri Þegar Sheeran var fjögurra ára fór hann í kirkjukór. Það má því segja að hann hafi verið viðloðandi tónlistina frá blautu barnsbeini. Snemma beygist krókurinn og það allt. Þegar í grunnskóla var komið lærði kappinn síðan á gítar. Þá var ekki aftur snúið. Í framhaldsskóla fór Sheeran að semja sín eigin lög af gríð og erg og tónlistin átti hug hans allan. Eðlilega, hann er ógeðslega góður í henni. Eftir framhaldsskóla fékk Sheeran inn í enska ungmennaleikhúsið, góðgerðasamtök tileinkuð því að koma ungu og upprennandi listafólki á framfæri, þá sérstaklega í gegn um sviðslist. Það er alveg ljóst að Sheeran er meira til lista lagt heldur en að glamra á gamla gítarinn, en á yngri árum tók hann þátt í uppsetningu nokkurra leikrita. Óþekkt nafn Árið 2004 gaf Sheeran út sín fyrstu verk, í formi stuttskífunnar Spinning Man. Skífuna tók hann upp og vann sjálfur. Spinning Man var síðan gefin út í gegn um listmiðlunarfyrirtæki foreldra hans, Sheeran Lock. Fyrsta lagið á plötunni ber nafnið Typical Average (Dæmigert meðallag), sem verður að teljast ansi kaldhæðnislegt í ljósi þess að Sheeran er í dag einn sá allra frægasti og stærsti í bransanum. Árið 2008 sagði Sheeran skilið við Framlingham og fluttist til Lundúna, með það fyrir augum að freista gæfunnar í hörðum heimi tónlistarinnar. Í upphafi spilaði hann á litlum tónleikastöðum og vann þannig fyrir sér. Hann var þó fljótur að vinna sig upp og sama ár var hann farinn að vinna með eða hita upp fyrir ágætlega þekkta listamenn á Bretlandseyjum, til dæmis Nizlopi, Just Jack og Leddra Chapman. Það var í febrúar 2010 sem hlutirnir fóru að gerast af alvöru hjá kallinum, en þá gaf hann út sína fyrstu smáskífu, The A Team. Eftir útgáfuna fóru hæfileikar Sheeran að spyrjast út meðal netverja, þá sérstaklega í gegn um YouTube. Þá hlaut hann lof fyrir tónlistarnáðargáfur sínar frá dagblaðinu Independent og einnig frá sjálfum Sir Elton John. Ekki amalegt það.Háa nótan negld.Vísir/GettyÍ janúar 2011 gaf Sheeran síðan út aðra stuttskífu sem ber heitið No. 5 Collaborations Project, þar sem hann tók höndum saman við nokkra breska grime-listamenn. Sú skífa vakti mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Sheeran náði alla leið á annað sæti iTunes vinsældalistans án þess að vera á samningi hjá nokkru útgáfufyrirtæki. Stuttu seinna skrifaði hann þó undir samning við útgáfufyrirtækið Asylum Records. Í júní 2011 var The A Team gefið út til niðurhals í Bretlandi, og var smáskífa af væntanlegri plötu söngvarans, sem ber hið þjála heiti +. Skífunni var afar vel tekið og seldist í 801 þúsund eintökum. Lagið naut einnig gríðarlegra vinsælda á alþjóðlegum markaði og komst ofarlega á vinsældalista í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Þýskalandi, Írlandi, Japan, Noregi og fleiri löndum. Þegar + var síðan gefin út hlaut hún frábærar viðtökur og seldist í meira en milljón eintökum í Bretlandi, á innan við hálfu ári. Eftir að platan kom út hófu heimsfrægir listamenn á borð við One Direction og Taylor Swift að leita til Sheeran varðandi hjálp við lagasmíðar. Sheeran hitaði síðar upp fyrir Swift á tónleikaferðalagi hennar árið 2013.Boltinn farinn að rúlla af alvöru Í ágúst 2013 gaf hinn rauðbirkni Sheeran síðan út lagið I See Fire, en lagið var hluti af hljóðrás stórmyndarinnar The Hobbit. Lagið naut, líkt og myndin, gríðarlegra vinsælda og náði efsta sæti á lista nokkurra landa. Í júní 2014 gaf Sheeran síðan út plötu sem ber heitið x. Sú plata naut, og haldið ykkur nú fast, gríðarlegra vinsælda. Reyndar er það þannig að allt sem maðurinn hefur gert síðan hann braust fram á sjónarsviðið fær almennt góðar viðtökur. Á plötunni er að finna lög á borð við Don‘t, Photograph og Thinking Out Loud, en hið síðastnefnda vann til Grammy-verðlauna í tveimur flokkum, sem besta lag ársins og besti flutningur eins popplistamanns.Hlé og endurkoma Árið 2016 ákvað söngvarinn ástsæli að taka sér hlé frá tónleikahaldi til þess að einbeita sér að þriðju breiðskífu sinni, ÷, sem kom út árið 2017. Lög á borð við Shape Of You, Galway Girl og að sjálfsögðu uppáhalds kastalalag okkar allra, Castle on the Hill. Shape Of You fór beint á fyrsta sæti Billboard „Hot 100“ listans.Þeim Ed Sheeran og Taylor Swift hefur verið vel til vina í gegn um tíðina.Vísir/GettyPlatan sjálf hreinlega tröllreið tónlistarsenunni en á fyrsta sólarhring eftir útgáfu hennar hafði henni verið streymt 56,7 milljón sinnum. Meðal laga á ÷ var lagið Perfect. Dísætt ástarlag þar sem Sheeran syngur um hvað konan í lífi hans sé fullkomin, dansandi berfætt á einhverju grasi. Mjög rómantískt. Enn meiri athygli vakti endurútgáfa á laginu sem fékk heitið Perfect Duet. Þar hafði Sheeran fengið í lið með sér heldur þekkta söngkonu að nafni Beyoncé. Raunar er hún það þekkt að hún er eiginlega bara frægasta söngkona í heimi. Risastórt samvinnuverkefni Í maí síðastliðnum kom út nýjasta smáskífa Sheeran, I Don‘t Care, en þar er ekki minni maður en Íslandsvinurinn Justin Bieber aðstoðar kappann við að tralla fyrir lýðinn. Bieber hélt einmitt tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi árið 2015, sælla minninga. Lagið var smáskífa af plötunni No. 6 Collaborations Project. Ljóst er að Sheeran hefur verið sveittur við símann við vinnslu plötunnar, en á öllum lögunum nýtur Sheeran dyggrar aðstoðar heimsþekktra tónlistarmanna. Meðal þeirra sem koma fram á plötunni eru Chance the Rapper, Khalid, Camila Cabello, Travis Scott, 50 Cent og Eminem. Miðað við þau nöfn sem tilbúin voru að leggja lóð sín á vogarskálarnar til þess að gera plötuna að veruleika þá er ekki úr vegi að segja að rauðhærði kórstrákurinn frá Framlingham hafi sannarlega „meikað það.“ Ekki bara músíkant Þó Sheeran sé hvað þekktastur fyrir söng sinn og spilerí þá er honum fleira til lista lagt. Hann hefur birst þó nokkuð oft í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hann þreytti frumraun í sjónvarpsleik í nýsjálensku sápuóperunni Shortland Street þar sem hann lék sjálfan sig. Eftirtektarverðasta sjónvarpsþáttahlutverk Sheeran hlýtur þó að vera þegar hann birtist í hinum ógnarvinsælu þáttum Game of Thrones.Ég trúi ekki að ég sé að skrifa þetta, en ef þið eruð ekki búin að horfa og viljið ekki að spennunni sé spillt þá hoppið þið bara yfir textann sem birtist hérna rétt að neðan.Sheeran í Game of Thrones þáttunum vinsælu.HBO/Stöð 2Sem sagt. Í sjöundu þáttaröð af Game of Thrones birtist Sheeran í hlutverki Lannister-hermanns sem Arya Stark rekst á á ferðalagi sínu. Það er raunar skemmtileg saga á bak við það, en framleiðendur þáttanna höfðu lengi reynt að fá Sheeran í þáttinn. Ástæðan fyrir því er að Maisie Williams, sem fer með hlutverk Aryu, er stór aðdáandi söngvarans. Raunar vissi hún ekki að hún myndi leika á móti honum fyrr en hann mætti á svæðið. Þá lék Sheeran nokkuð stórt hlutverk í kvikmyndinni Yesterday, nýútkominni mynd um ungan listamann í erfiðleikum sem lendir í undarlegu slysi með þeim afleiðingum að hann virðist vera eini maðurinn sem man eftir Bítlunum. Til að gera langa sögu stutta tekur hann Bítlalögin sem hann man eftir og gerir að sínum eigin. Fljótlega er hann þá fenginn til þess að hita upp fyrir Sheeran, sem í kvikmyndinni er leikinn af sjálfum sér. Fínasta ræma. Aðeins um einkalífið Í viðtali hjá útvarpsmanninum Charlamagne Tha God á dögunum greindi Sheeran frá því að hann væri búinn að vera giftur unnustu sinni, Cherry Seaborn, frá því á síðasta ári. Breskir slúðurmiðlar höfðu áður greint frá því að parið hefði gengið í það heilaga fyrir síðustu jól ,að viðstöddum um 40 úr hópi fjölskyldu og vina. Það hafði þó aldrei fengist staðfest. Sheeran og Seaborn kynntust í grunnskóla. Þau voru ekkert nema vinir um hríð en byrjuðu saman árið 2015. Þá fór Seaborn í heimsreisu með Sheeran sínum þegar hann tók sér ársfrí frá tónleikastússi árið 2016. Þau tilkynntu um trúlofun sína á síðasta ári. Sheeran hefur einnig rætt um þau áhrif sem frægðin hefur haft á sálartetrið. Í sama viðtali opnaði hann sig um félagskvíða og fylgikvilla þess að vera heimsfrægur tónlistarmaður sem þekkist í hvívetna.Sheeran og Seaborn, fyrir miðju.Vísir/GettyÞar greinir hann meðal annars frá því að hann hafi þurft að skera vinahópinn sinn niður í aðeins fjóra vini og eiginkonu hans. Þá hafi hann þurft að sleppa takinu af snjallsímanum, allt til þess að berjast gegn kvíðanum. „Ég fæ kvíðaköst daglega. Þau laumast aftan að manni. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í átta ár og ég missti sjónar á raunveruleikanum,“ sagði Sheeran í viðtalinu. Eins segist hann átta sig á því að félagskvíðinn sem plagar hann sé nokkuð kaldhæðnislegur, í ljósi þess að hann hefur atvinnu af því að spila tónlist sína fyrir framan gríðarlegan fjölda fólks hverju sinni, líkt og í kvöld.Tómatsósumaður mikill.InstagramSjúkur í… tómatsósu? Ed Sheeran er víst sjúkur í tómatsósu, sem er ekkert það skrýtið. Ég meina, tómatsósa er alveg góð og til ýmissa hluta nytsamleg. En hann borðar Heinz tómatsósu með öllu. Þetta hljómar eins og lélegt grín, en þetta er það ekki. Hann er alltaf með flösku með sér þegar hann er á tónleikaferðalagi og hann er með Heinz tómatsósuflösku húðflúraða á handlegginn á sér. Hann hefur meira að segja skrifað og leikið í auglýsingu fyrir Heinz. Heinz hefur þá líka gefið út sérstaka tómatsósu í hans nafni, svokallað „Edchup.“ Þar sem grínið myndi tapast alveg ef ég reyndi að þýða það þá ætla ég að sleppa því. En, ef þið hittið Sheeran á förnum vegi þá vitið þið að minnsta kosti af því að það myndi kæta hann óstjórnlega ef þið færðuð honum þó ekki nema dropa af Heinz tómatsósu. Jæja. Þetta er komið gott af Ed Sheeran í bili. Þegar ég sit hér og skrifa þetta uppi á fréttastofunni á Suðurlandsbraut berast mér ljúfir tónar frá Ed Sheeran sjálfum þar sem hann prufar hljóðkerfið á Laugardalsvelli fyrir komandi tónlistarveislu. Góða skemmtun í kvöld, hvort sem þið farið á Ed Sheeran eða ekki. Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Sjá meira
Það hefur vart farið fram hjá mörgum að í kvöld kemur enski söngfuglinn, gítarleikarinn, tónlistarframleiðandinn, lagasmiðurinn, leikarinn og hjartaknúsarinn Ed Sheeran til með að stíga á stokk fyrir troðfullum Laugardalsvelli. Aðsókn á tónleika kappans var raunar svo mikil þegar sala hófst að Sena Live, sem sér um skipulagningu tónleikanna, ákvað að blása til aukatónleika annað kvöld. Sheeran er eitt þekktasta nafnið í tónlistarbransanum í dag og auðvelt er að færa rök fyrir því að hann sé hreinlega vinsælasti og frægasti tónlistarmaður heims. Þegar þetta er skrifað er Sheeran efstur á vinsældarlista Spotify-streymisveitunnar með 73,2 milljónir hlustenda á mánuði. Ljóst er að margir bíða fullir eftirvæntingar eftir að sjá hinn heimsþekkta Englending leika listir sínar á þjóðarleikvangi okkar Íslendinga, en þegar miðasala hófst voru yfir 20 þúsund manns í stafrænni röð. Uppselt var á tónleikana á undir þremur klukkustundum og Íslandsmet í miðasölu því slegið, ef svo mætti að orði komast, en aldrei hefur selst jafn fljótt upp á jafn stóran viðburð. Hér verður stiklað á stóru um feril og líf þess listamanns sem hefur skotist afar hátt upp á stjörnuhimininn og virðist enn vera á hraðri uppleið.Kastalinn á hæðinni.Vísir/GettyKastalakall Sheeran er fæddur árið 1991 í Halifax í Vestur-Jórvíkurskíri í Englandi, ekki svo langt frá borginni Leeds. Foreldrar hans eru þau John og Idogen Sheeran. John starfar við uppsetningu listsýninga en móðir hans hannar og framleiðir skartgripi. Ed á einn eldri bróður, Matthew. Sá er fæddur árið 1989 og er tónskáld líkt og bróðir sinn. Þegar Sheeran var ungur drengur flutti hann ásamt fjölskyldunni sinni til Framlingham í Suffolk, en það er bærinn sem Sheeran álítur sem heimabæ sinn og ber sterkar taugar til. Í bænum er kastali kenndur við bæinn. Framlingham-kastali var byggður á tólftu öld af Bigod-fjölskyldunni, sem var afar valdamikil í Englandi á miðöldum. Kastalinn er í dag opinn almenningi og er að hluta til friðaður af breskum stjórnvöldum. Nóg um það. Ókei, ekki alveg nóg um það. Kastalinn hefur verið í eigu margra göfugra ætta í Englandi í gegn um aldanna rás og „séð“ tímana tvenna, ef svo má að orði komast. En mesta frægðarverk þessa kastala er þó ekki nein hallarbylting eða hetjulegur bardagi. Ó nei. (Ekki hætta að lesa, greinin fjallar ennþá um Ed Sheeran.) Þann 6. janúar 2017 gaf Ed Sheeran út lag þar sem hann syngur um uppvaxtarár sín í Englandi og fjallar um misgóðar stundir sem hann átti í æsku. Lagið ber heitið Castle on the Hill (Kastalinn á hæðinni), og er vísun í fyrrnefndan Framlingham-kastala. Í viðlaginu syngur Sheeran um gömlu góðu dagana þegar hann sat með vinum sínum og horfði á sólina setjast yfir kastalanum á hæðinni, og það, ég verð að segja það, er frekar nett. Kastalahluta þessarar greinar er hér með lokið.Músíkalskur frá unga aldri Þegar Sheeran var fjögurra ára fór hann í kirkjukór. Það má því segja að hann hafi verið viðloðandi tónlistina frá blautu barnsbeini. Snemma beygist krókurinn og það allt. Þegar í grunnskóla var komið lærði kappinn síðan á gítar. Þá var ekki aftur snúið. Í framhaldsskóla fór Sheeran að semja sín eigin lög af gríð og erg og tónlistin átti hug hans allan. Eðlilega, hann er ógeðslega góður í henni. Eftir framhaldsskóla fékk Sheeran inn í enska ungmennaleikhúsið, góðgerðasamtök tileinkuð því að koma ungu og upprennandi listafólki á framfæri, þá sérstaklega í gegn um sviðslist. Það er alveg ljóst að Sheeran er meira til lista lagt heldur en að glamra á gamla gítarinn, en á yngri árum tók hann þátt í uppsetningu nokkurra leikrita. Óþekkt nafn Árið 2004 gaf Sheeran út sín fyrstu verk, í formi stuttskífunnar Spinning Man. Skífuna tók hann upp og vann sjálfur. Spinning Man var síðan gefin út í gegn um listmiðlunarfyrirtæki foreldra hans, Sheeran Lock. Fyrsta lagið á plötunni ber nafnið Typical Average (Dæmigert meðallag), sem verður að teljast ansi kaldhæðnislegt í ljósi þess að Sheeran er í dag einn sá allra frægasti og stærsti í bransanum. Árið 2008 sagði Sheeran skilið við Framlingham og fluttist til Lundúna, með það fyrir augum að freista gæfunnar í hörðum heimi tónlistarinnar. Í upphafi spilaði hann á litlum tónleikastöðum og vann þannig fyrir sér. Hann var þó fljótur að vinna sig upp og sama ár var hann farinn að vinna með eða hita upp fyrir ágætlega þekkta listamenn á Bretlandseyjum, til dæmis Nizlopi, Just Jack og Leddra Chapman. Það var í febrúar 2010 sem hlutirnir fóru að gerast af alvöru hjá kallinum, en þá gaf hann út sína fyrstu smáskífu, The A Team. Eftir útgáfuna fóru hæfileikar Sheeran að spyrjast út meðal netverja, þá sérstaklega í gegn um YouTube. Þá hlaut hann lof fyrir tónlistarnáðargáfur sínar frá dagblaðinu Independent og einnig frá sjálfum Sir Elton John. Ekki amalegt það.Háa nótan negld.Vísir/GettyÍ janúar 2011 gaf Sheeran síðan út aðra stuttskífu sem ber heitið No. 5 Collaborations Project, þar sem hann tók höndum saman við nokkra breska grime-listamenn. Sú skífa vakti mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Sheeran náði alla leið á annað sæti iTunes vinsældalistans án þess að vera á samningi hjá nokkru útgáfufyrirtæki. Stuttu seinna skrifaði hann þó undir samning við útgáfufyrirtækið Asylum Records. Í júní 2011 var The A Team gefið út til niðurhals í Bretlandi, og var smáskífa af væntanlegri plötu söngvarans, sem ber hið þjála heiti +. Skífunni var afar vel tekið og seldist í 801 þúsund eintökum. Lagið naut einnig gríðarlegra vinsælda á alþjóðlegum markaði og komst ofarlega á vinsældalista í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Þýskalandi, Írlandi, Japan, Noregi og fleiri löndum. Þegar + var síðan gefin út hlaut hún frábærar viðtökur og seldist í meira en milljón eintökum í Bretlandi, á innan við hálfu ári. Eftir að platan kom út hófu heimsfrægir listamenn á borð við One Direction og Taylor Swift að leita til Sheeran varðandi hjálp við lagasmíðar. Sheeran hitaði síðar upp fyrir Swift á tónleikaferðalagi hennar árið 2013.Boltinn farinn að rúlla af alvöru Í ágúst 2013 gaf hinn rauðbirkni Sheeran síðan út lagið I See Fire, en lagið var hluti af hljóðrás stórmyndarinnar The Hobbit. Lagið naut, líkt og myndin, gríðarlegra vinsælda og náði efsta sæti á lista nokkurra landa. Í júní 2014 gaf Sheeran síðan út plötu sem ber heitið x. Sú plata naut, og haldið ykkur nú fast, gríðarlegra vinsælda. Reyndar er það þannig að allt sem maðurinn hefur gert síðan hann braust fram á sjónarsviðið fær almennt góðar viðtökur. Á plötunni er að finna lög á borð við Don‘t, Photograph og Thinking Out Loud, en hið síðastnefnda vann til Grammy-verðlauna í tveimur flokkum, sem besta lag ársins og besti flutningur eins popplistamanns.Hlé og endurkoma Árið 2016 ákvað söngvarinn ástsæli að taka sér hlé frá tónleikahaldi til þess að einbeita sér að þriðju breiðskífu sinni, ÷, sem kom út árið 2017. Lög á borð við Shape Of You, Galway Girl og að sjálfsögðu uppáhalds kastalalag okkar allra, Castle on the Hill. Shape Of You fór beint á fyrsta sæti Billboard „Hot 100“ listans.Þeim Ed Sheeran og Taylor Swift hefur verið vel til vina í gegn um tíðina.Vísir/GettyPlatan sjálf hreinlega tröllreið tónlistarsenunni en á fyrsta sólarhring eftir útgáfu hennar hafði henni verið streymt 56,7 milljón sinnum. Meðal laga á ÷ var lagið Perfect. Dísætt ástarlag þar sem Sheeran syngur um hvað konan í lífi hans sé fullkomin, dansandi berfætt á einhverju grasi. Mjög rómantískt. Enn meiri athygli vakti endurútgáfa á laginu sem fékk heitið Perfect Duet. Þar hafði Sheeran fengið í lið með sér heldur þekkta söngkonu að nafni Beyoncé. Raunar er hún það þekkt að hún er eiginlega bara frægasta söngkona í heimi. Risastórt samvinnuverkefni Í maí síðastliðnum kom út nýjasta smáskífa Sheeran, I Don‘t Care, en þar er ekki minni maður en Íslandsvinurinn Justin Bieber aðstoðar kappann við að tralla fyrir lýðinn. Bieber hélt einmitt tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi árið 2015, sælla minninga. Lagið var smáskífa af plötunni No. 6 Collaborations Project. Ljóst er að Sheeran hefur verið sveittur við símann við vinnslu plötunnar, en á öllum lögunum nýtur Sheeran dyggrar aðstoðar heimsþekktra tónlistarmanna. Meðal þeirra sem koma fram á plötunni eru Chance the Rapper, Khalid, Camila Cabello, Travis Scott, 50 Cent og Eminem. Miðað við þau nöfn sem tilbúin voru að leggja lóð sín á vogarskálarnar til þess að gera plötuna að veruleika þá er ekki úr vegi að segja að rauðhærði kórstrákurinn frá Framlingham hafi sannarlega „meikað það.“ Ekki bara músíkant Þó Sheeran sé hvað þekktastur fyrir söng sinn og spilerí þá er honum fleira til lista lagt. Hann hefur birst þó nokkuð oft í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hann þreytti frumraun í sjónvarpsleik í nýsjálensku sápuóperunni Shortland Street þar sem hann lék sjálfan sig. Eftirtektarverðasta sjónvarpsþáttahlutverk Sheeran hlýtur þó að vera þegar hann birtist í hinum ógnarvinsælu þáttum Game of Thrones.Ég trúi ekki að ég sé að skrifa þetta, en ef þið eruð ekki búin að horfa og viljið ekki að spennunni sé spillt þá hoppið þið bara yfir textann sem birtist hérna rétt að neðan.Sheeran í Game of Thrones þáttunum vinsælu.HBO/Stöð 2Sem sagt. Í sjöundu þáttaröð af Game of Thrones birtist Sheeran í hlutverki Lannister-hermanns sem Arya Stark rekst á á ferðalagi sínu. Það er raunar skemmtileg saga á bak við það, en framleiðendur þáttanna höfðu lengi reynt að fá Sheeran í þáttinn. Ástæðan fyrir því er að Maisie Williams, sem fer með hlutverk Aryu, er stór aðdáandi söngvarans. Raunar vissi hún ekki að hún myndi leika á móti honum fyrr en hann mætti á svæðið. Þá lék Sheeran nokkuð stórt hlutverk í kvikmyndinni Yesterday, nýútkominni mynd um ungan listamann í erfiðleikum sem lendir í undarlegu slysi með þeim afleiðingum að hann virðist vera eini maðurinn sem man eftir Bítlunum. Til að gera langa sögu stutta tekur hann Bítlalögin sem hann man eftir og gerir að sínum eigin. Fljótlega er hann þá fenginn til þess að hita upp fyrir Sheeran, sem í kvikmyndinni er leikinn af sjálfum sér. Fínasta ræma. Aðeins um einkalífið Í viðtali hjá útvarpsmanninum Charlamagne Tha God á dögunum greindi Sheeran frá því að hann væri búinn að vera giftur unnustu sinni, Cherry Seaborn, frá því á síðasta ári. Breskir slúðurmiðlar höfðu áður greint frá því að parið hefði gengið í það heilaga fyrir síðustu jól ,að viðstöddum um 40 úr hópi fjölskyldu og vina. Það hafði þó aldrei fengist staðfest. Sheeran og Seaborn kynntust í grunnskóla. Þau voru ekkert nema vinir um hríð en byrjuðu saman árið 2015. Þá fór Seaborn í heimsreisu með Sheeran sínum þegar hann tók sér ársfrí frá tónleikastússi árið 2016. Þau tilkynntu um trúlofun sína á síðasta ári. Sheeran hefur einnig rætt um þau áhrif sem frægðin hefur haft á sálartetrið. Í sama viðtali opnaði hann sig um félagskvíða og fylgikvilla þess að vera heimsfrægur tónlistarmaður sem þekkist í hvívetna.Sheeran og Seaborn, fyrir miðju.Vísir/GettyÞar greinir hann meðal annars frá því að hann hafi þurft að skera vinahópinn sinn niður í aðeins fjóra vini og eiginkonu hans. Þá hafi hann þurft að sleppa takinu af snjallsímanum, allt til þess að berjast gegn kvíðanum. „Ég fæ kvíðaköst daglega. Þau laumast aftan að manni. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í átta ár og ég missti sjónar á raunveruleikanum,“ sagði Sheeran í viðtalinu. Eins segist hann átta sig á því að félagskvíðinn sem plagar hann sé nokkuð kaldhæðnislegur, í ljósi þess að hann hefur atvinnu af því að spila tónlist sína fyrir framan gríðarlegan fjölda fólks hverju sinni, líkt og í kvöld.Tómatsósumaður mikill.InstagramSjúkur í… tómatsósu? Ed Sheeran er víst sjúkur í tómatsósu, sem er ekkert það skrýtið. Ég meina, tómatsósa er alveg góð og til ýmissa hluta nytsamleg. En hann borðar Heinz tómatsósu með öllu. Þetta hljómar eins og lélegt grín, en þetta er það ekki. Hann er alltaf með flösku með sér þegar hann er á tónleikaferðalagi og hann er með Heinz tómatsósuflösku húðflúraða á handlegginn á sér. Hann hefur meira að segja skrifað og leikið í auglýsingu fyrir Heinz. Heinz hefur þá líka gefið út sérstaka tómatsósu í hans nafni, svokallað „Edchup.“ Þar sem grínið myndi tapast alveg ef ég reyndi að þýða það þá ætla ég að sleppa því. En, ef þið hittið Sheeran á förnum vegi þá vitið þið að minnsta kosti af því að það myndi kæta hann óstjórnlega ef þið færðuð honum þó ekki nema dropa af Heinz tómatsósu. Jæja. Þetta er komið gott af Ed Sheeran í bili. Þegar ég sit hér og skrifa þetta uppi á fréttastofunni á Suðurlandsbraut berast mér ljúfir tónar frá Ed Sheeran sjálfum þar sem hann prufar hljóðkerfið á Laugardalsvelli fyrir komandi tónlistarveislu. Góða skemmtun í kvöld, hvort sem þið farið á Ed Sheeran eða ekki.
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Sjá meira