Lykill að hamingju Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 08:30 Sumarið líður senn undir lok. Haustið gengur í garð sem óskrifað blað og angan af nýydduðum blýöntum. Ný árstíð, nýtt upphaf, fögur fyrirheit; tékklisti yfir skref í átt að hamingju og heilbrigði. En hvar skal byrja? Ekki vandamál. Samtíminn er með hamingjuna á heilanum, velferð sálar og líkama. Svörin láta ekki á sér standa. Lifa og njóta. Maður verður að lifa og njóta. Því ef maður er ekki að njóta er maður ekki að lifa. Og við lifum jú bara einu sinni. Hverjum degi skal lifað eins og hann sé sá síðasti. Þú þarft að gera hluti. Ganga á fjöll, lesa bók, hlaupa maraþon og skrá þig á námskeið. Ferðast. Helst til Balí. Eða Víetnam. Þú þarft að gera þér glaðan dag og gera það gott. Gera, gera, gera. Gera betur í dag en í gær. En okkur þarf líka að leiðast. Það er gott fyrir hugann að gera ekki neitt. Iðjuleysi er uppspretta hugmyndanna. Það er aðeins í tóminu sem eitthvað verður til. Maður verður að vera frjór. Og fyndinn. Segja brandara á Facebook. Hvað gerði Sigmundur Davíð í dag? Upp með símann. Nei, niður með símann. Það er ekki hollt að sitja lengi. Og ekki flott að vera sófakartafla. Gott er að ganga. Ganga rösklega. Ná hjartslættinum upp. Upp, upp, upp. Upp í 150 slög á mínútu. Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Upp, upp mitt hjarta og – Nei, stopp, stopp, stopp. Það þarf að staldra við og þefa af rósunum. Fara sér hægt og dvelja í andartakinu. Andartakið er allt. Hitt er aðeins eftirsókn eftir vindi. Anda inn, anda út. Hvað á að hafa í kvöldmatinn? Nei! Ekki klúðra núvitundinni. Verð að fara á námskeið í hugleiðslu. Bæti því á tékklistann á meðan ég lifi í núinu. Því ekki má gleyma framtíðinni. Það þarf að gera plön. Setja sér markmið. Þú nærð ekki til tunglsins nema þú setjir markið á stjörnurnar. Það er uppbókað til Víetnam. Ætli Richard Branson sé farinn að bjóða upp á ferðir út í geim? Úps, andartakið; ekki gleyma að vera, vera hér og nú og að njóta þess smáa. Leika við börnin. Byggja úr Legó. En ég þoli ekki Legó. Það gengur ekki. Þú verður að njóta. Það eru forréttindi að eiga börn. Og Legó. Það er ekki nóg að kubba heldur verður þér að finnast það gaman. Gaman, gaman, njóta, njóta. Og ekki gleyma sjálfri þér. Maður verður að rækta garðinn sinn. Hamingjusöm móðir, hamingjusöm börn. Mikilvægt er að leyfa sér að fara í ræktina, saumaklúbbinn, hugleiðslunámskeiðið, bókaklúbbinn, klippingu og litun, hitta vinkonurnar á „happy hour“, brosa, taka sjálfu, setja hana á Facebook: „Sjáið, ég er að lifa og njóta“. Gera, gera, gera. Því að gera er að vera – vera til. Ég er það sem ég geri. En ég er líka það sem ég borða. Verður að vera heimalagað. Hver vill vera gangandi jurtafita, hert, í bland við E-334. Skræla, saxa, brytja, blanda, baka, borða – en ekki of mikið. En líka leyfa sér – en ekki of mikið. Vera góð við sjálfa sig – en ekki of mikið. Allt er gott í hófi – Er hóf gott í hófi? Lifa og upplifa, gera og leiðast, berast með straumnum, stefna til stjarnanna, lifa í núinu, setja sér markmið, kokteill á hamingjustund, leika með Legó, saxa lauk, hamingjutár, anda, súrefni er frumefni lífsins. Og annað sem þarf að gera: Sofa. Við verðum að sofa. Mikið. Rannsóknir sýna það. Sálin hleðst í svefni. Og þar höfum við lykilinn að hamingjunni: Gera allt, gera ekki neitt. Fara sér hratt, fara sér hægt. Standa kyrr, stefna til tunglsins. Standa í stað, alla leið til stjarnanna. Sinna sér, sinna öðrum. Vera hér og vera þar, alls staðar og hvergi, vakin og sofin, gera og lifa og njóta. Sagt er að lífið sé það sem hendir okkur á meðan við erum upptekin við að gera aðrar áætlanir. Getur verið að hamingjuna sé að finna í glufunum milli þeirra stunda sem við erum upptekin við að leita hennar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sumarið líður senn undir lok. Haustið gengur í garð sem óskrifað blað og angan af nýydduðum blýöntum. Ný árstíð, nýtt upphaf, fögur fyrirheit; tékklisti yfir skref í átt að hamingju og heilbrigði. En hvar skal byrja? Ekki vandamál. Samtíminn er með hamingjuna á heilanum, velferð sálar og líkama. Svörin láta ekki á sér standa. Lifa og njóta. Maður verður að lifa og njóta. Því ef maður er ekki að njóta er maður ekki að lifa. Og við lifum jú bara einu sinni. Hverjum degi skal lifað eins og hann sé sá síðasti. Þú þarft að gera hluti. Ganga á fjöll, lesa bók, hlaupa maraþon og skrá þig á námskeið. Ferðast. Helst til Balí. Eða Víetnam. Þú þarft að gera þér glaðan dag og gera það gott. Gera, gera, gera. Gera betur í dag en í gær. En okkur þarf líka að leiðast. Það er gott fyrir hugann að gera ekki neitt. Iðjuleysi er uppspretta hugmyndanna. Það er aðeins í tóminu sem eitthvað verður til. Maður verður að vera frjór. Og fyndinn. Segja brandara á Facebook. Hvað gerði Sigmundur Davíð í dag? Upp með símann. Nei, niður með símann. Það er ekki hollt að sitja lengi. Og ekki flott að vera sófakartafla. Gott er að ganga. Ganga rösklega. Ná hjartslættinum upp. Upp, upp, upp. Upp í 150 slög á mínútu. Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Upp, upp mitt hjarta og – Nei, stopp, stopp, stopp. Það þarf að staldra við og þefa af rósunum. Fara sér hægt og dvelja í andartakinu. Andartakið er allt. Hitt er aðeins eftirsókn eftir vindi. Anda inn, anda út. Hvað á að hafa í kvöldmatinn? Nei! Ekki klúðra núvitundinni. Verð að fara á námskeið í hugleiðslu. Bæti því á tékklistann á meðan ég lifi í núinu. Því ekki má gleyma framtíðinni. Það þarf að gera plön. Setja sér markmið. Þú nærð ekki til tunglsins nema þú setjir markið á stjörnurnar. Það er uppbókað til Víetnam. Ætli Richard Branson sé farinn að bjóða upp á ferðir út í geim? Úps, andartakið; ekki gleyma að vera, vera hér og nú og að njóta þess smáa. Leika við börnin. Byggja úr Legó. En ég þoli ekki Legó. Það gengur ekki. Þú verður að njóta. Það eru forréttindi að eiga börn. Og Legó. Það er ekki nóg að kubba heldur verður þér að finnast það gaman. Gaman, gaman, njóta, njóta. Og ekki gleyma sjálfri þér. Maður verður að rækta garðinn sinn. Hamingjusöm móðir, hamingjusöm börn. Mikilvægt er að leyfa sér að fara í ræktina, saumaklúbbinn, hugleiðslunámskeiðið, bókaklúbbinn, klippingu og litun, hitta vinkonurnar á „happy hour“, brosa, taka sjálfu, setja hana á Facebook: „Sjáið, ég er að lifa og njóta“. Gera, gera, gera. Því að gera er að vera – vera til. Ég er það sem ég geri. En ég er líka það sem ég borða. Verður að vera heimalagað. Hver vill vera gangandi jurtafita, hert, í bland við E-334. Skræla, saxa, brytja, blanda, baka, borða – en ekki of mikið. En líka leyfa sér – en ekki of mikið. Vera góð við sjálfa sig – en ekki of mikið. Allt er gott í hófi – Er hóf gott í hófi? Lifa og upplifa, gera og leiðast, berast með straumnum, stefna til stjarnanna, lifa í núinu, setja sér markmið, kokteill á hamingjustund, leika með Legó, saxa lauk, hamingjutár, anda, súrefni er frumefni lífsins. Og annað sem þarf að gera: Sofa. Við verðum að sofa. Mikið. Rannsóknir sýna það. Sálin hleðst í svefni. Og þar höfum við lykilinn að hamingjunni: Gera allt, gera ekki neitt. Fara sér hratt, fara sér hægt. Standa kyrr, stefna til tunglsins. Standa í stað, alla leið til stjarnanna. Sinna sér, sinna öðrum. Vera hér og vera þar, alls staðar og hvergi, vakin og sofin, gera og lifa og njóta. Sagt er að lífið sé það sem hendir okkur á meðan við erum upptekin við að gera aðrar áætlanir. Getur verið að hamingjuna sé að finna í glufunum milli þeirra stunda sem við erum upptekin við að leita hennar?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun