Ferðalag bananans skoðað í þaula Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 27. ágúst 2019 08:30 Björn og Johanna skoðuðu ferðalagið og ferlið að baki flutningum banana hingað til lands. Hrefna Björg Björn Steinar og Johanna unnu saman að sýningu þar sem ferðalag banana frá Ekvador hingað til lands er skoðað. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því langa og flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. Verkefnið Banana Story eftir Björn Steinar Blumenstein og Johönnu Seelemann var valið nú á dögunum til að taka þátti í samsýningu í Victoria and Albert Museum í London, en það er stærsta hönnunarsafn í heimi. Í verkefninu rekja þau sögu sem sögð er frá sjónarhóli banana sem fluttur er frá Ekvador til Íslands. „Verkefnið er sjálfstætt framhald lokaverkefnis míns og Johönnu í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands, en við útskrifuðumst árið 2016. Í framhaldinu héldum við áfram með svipaðar vangaveltur og upp úr því spratt Banana Story,“ segir Björn Steinar um tilurð verkefnisins. Hann segir að í fyrra verkefninu hafi þau einbeitt sér að því að komast að því hvert við gætum rakið öll helstu vandamálin sem steðja að heiminum í dag. „Þá fórum við að skoða kapítalisma og matarsóun. Við vorum ansi fljót að þrengja þetta niður í áhrif farmflutninga á alþjóðavísu. Við áttuðum okkur á því hvað efni ferðast ótrúlega greiðlega um heiminn. Við skoðuðum áhrif farmflutninga á það hvernig ástandið er orðið og hvað við ofnýtum þannig auðlindir okkar.“ Hann segir verkefnið vera sögu um það hvað neysluhættir okkar séu í raun mun flóknari en við gerum okkur grein fyrir. „Við nýtum krafta okkar sem hönnuðir til að miðla þekkingu um ákveðna hluti, en það er að mínu mati einn helsti styrkleiki hönnuða. Þannig að við Johanna reyndum bara að miðla þessum hugmyndum og vangaveltum sem við erum með um heimsástandið.“Þau tóku viðtöl við fjölda matvælainnflytjenda og helstu aðila sem koma að farmflutningum.Hann segir að þau hafi valið að miðla þessu á frekar einfaldan og aðgengilegan hátt. „Við gerðum flóknari útgáfu af svo kölluðum „made in“ miða sem prýðir margar vörur. Þar fórum við ítarlegar í það hvernig hlutir eru raunverulega búnir til. Í flestum tilvikum stendur bara upprunaland vörunnar á slíkum miðum. Á miðunum sem við gerðum fjöllum við um allt ferlið frá því að efnið er grafið upp, hvernig það er unnið, hvernig það er ferjað og hvað gerist þangað til að framleiddar eru úr því vörur.“ Þau völdu að taka fyrir banana og fjalla ítarlega um uppruna þeirra banana sem hingað koma og hvað þarf til að koma þeim hingað til lands. „Sumum vörum tökum við sem svo sjálfsögðum hlut og áttum okkur ekki á því flókna ferli sem liggur að baki vörunni. Við tókum viðtöl við fjölda matvælainnflytjenda og helstu aðila sem koma að farmflutningum. Skipafélög, hafnirnar, tollafgreiðslufólk og framleiðendurna sjálfa í Ekvador. Hægt og rólega tókst okkur að púsla saman þessari sögu, ferð bananans frá Ekvador til Íslands,“ Ferðin tekur bananann 30 daga og hann ferðast 12.534 kílómetra til að komast hingað til lands að sögn Björns. „Síðan lendir hann í Bónus á Laugavegi kannski og við spáum mörg ekki einu sinn í því hvað þurfti til að koma honum hingað. Við gerðum vegabréf fyrir bananann og „made in“ miðinn var svo eins og hálfs metra langur, en þar útskýrum við allt ferlið, allt frá því að hann er gróðursettur, skordýraeitri er sprautað á hann og svo þetta langa ferðalag, alla þessa daga og vikur. Þannig reynum við að varpa ljósi á það að í hvert sinn sem við veifum kreditkortinu eigum við í samskiptum við mjög flókið kerfi sem spannar allan heiminn.“ Sýningin stendur yfir í London til 20. október og fer í kjölfarið á flakk um heiminn. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Björn Steinar og Johanna unnu saman að sýningu þar sem ferðalag banana frá Ekvador hingað til lands er skoðað. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því langa og flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. Verkefnið Banana Story eftir Björn Steinar Blumenstein og Johönnu Seelemann var valið nú á dögunum til að taka þátti í samsýningu í Victoria and Albert Museum í London, en það er stærsta hönnunarsafn í heimi. Í verkefninu rekja þau sögu sem sögð er frá sjónarhóli banana sem fluttur er frá Ekvador til Íslands. „Verkefnið er sjálfstætt framhald lokaverkefnis míns og Johönnu í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands, en við útskrifuðumst árið 2016. Í framhaldinu héldum við áfram með svipaðar vangaveltur og upp úr því spratt Banana Story,“ segir Björn Steinar um tilurð verkefnisins. Hann segir að í fyrra verkefninu hafi þau einbeitt sér að því að komast að því hvert við gætum rakið öll helstu vandamálin sem steðja að heiminum í dag. „Þá fórum við að skoða kapítalisma og matarsóun. Við vorum ansi fljót að þrengja þetta niður í áhrif farmflutninga á alþjóðavísu. Við áttuðum okkur á því hvað efni ferðast ótrúlega greiðlega um heiminn. Við skoðuðum áhrif farmflutninga á það hvernig ástandið er orðið og hvað við ofnýtum þannig auðlindir okkar.“ Hann segir verkefnið vera sögu um það hvað neysluhættir okkar séu í raun mun flóknari en við gerum okkur grein fyrir. „Við nýtum krafta okkar sem hönnuðir til að miðla þekkingu um ákveðna hluti, en það er að mínu mati einn helsti styrkleiki hönnuða. Þannig að við Johanna reyndum bara að miðla þessum hugmyndum og vangaveltum sem við erum með um heimsástandið.“Þau tóku viðtöl við fjölda matvælainnflytjenda og helstu aðila sem koma að farmflutningum.Hann segir að þau hafi valið að miðla þessu á frekar einfaldan og aðgengilegan hátt. „Við gerðum flóknari útgáfu af svo kölluðum „made in“ miða sem prýðir margar vörur. Þar fórum við ítarlegar í það hvernig hlutir eru raunverulega búnir til. Í flestum tilvikum stendur bara upprunaland vörunnar á slíkum miðum. Á miðunum sem við gerðum fjöllum við um allt ferlið frá því að efnið er grafið upp, hvernig það er unnið, hvernig það er ferjað og hvað gerist þangað til að framleiddar eru úr því vörur.“ Þau völdu að taka fyrir banana og fjalla ítarlega um uppruna þeirra banana sem hingað koma og hvað þarf til að koma þeim hingað til lands. „Sumum vörum tökum við sem svo sjálfsögðum hlut og áttum okkur ekki á því flókna ferli sem liggur að baki vörunni. Við tókum viðtöl við fjölda matvælainnflytjenda og helstu aðila sem koma að farmflutningum. Skipafélög, hafnirnar, tollafgreiðslufólk og framleiðendurna sjálfa í Ekvador. Hægt og rólega tókst okkur að púsla saman þessari sögu, ferð bananans frá Ekvador til Íslands,“ Ferðin tekur bananann 30 daga og hann ferðast 12.534 kílómetra til að komast hingað til lands að sögn Björns. „Síðan lendir hann í Bónus á Laugavegi kannski og við spáum mörg ekki einu sinn í því hvað þurfti til að koma honum hingað. Við gerðum vegabréf fyrir bananann og „made in“ miðinn var svo eins og hálfs metra langur, en þar útskýrum við allt ferlið, allt frá því að hann er gróðursettur, skordýraeitri er sprautað á hann og svo þetta langa ferðalag, alla þessa daga og vikur. Þannig reynum við að varpa ljósi á það að í hvert sinn sem við veifum kreditkortinu eigum við í samskiptum við mjög flókið kerfi sem spannar allan heiminn.“ Sýningin stendur yfir í London til 20. október og fer í kjölfarið á flakk um heiminn.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira