Indlandsforseti sækir Ísland heim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. ágúst 2019 06:15 Ram Nath Kovind var kjörinn forseti Indlands fyrir tveimur árum. Hann er á leið til Íslands. Nordicphotos/AFP Ram Nath Kovind, forseti Indlands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands þann 10. september næstkomandi. Hér mun hann meðal annars funda með forseta Íslands. Með fylgir sendinefnd forseta sem og sérstök sendinefnd Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA). Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Indlandsforseti sækir Íslendinga heim. Abdul Kalam kom hingað til lands þegar hann var forseti árið 2005. Þá er vert að taka fram að Ólafur Ragnar Grímsson fór í opinberar heimsóknir til Indlands í forsetatíð sinni. Það gerði hann árin 2000, 2010 og 2013. Prasoon Dewan, formaður viðskiptasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að hann verði með í för. Dewan hefur sjálfur verið viðriðinn skipulagningu ferðarinnar. Aðspurður segir hann aðdragandann ekki hafa verið svo langan. „Skipan sendinefndar forseta var ákveðin fyrir fáeinum mánuðum en viðskiptasendinefndarinnar fyrir viku eða svo. Við erum að leggja lokahönd á skipulagningu hennar núna.“ Þá segir Dewan að viðskipti séu efst á lista yfir fyrirhuguð umræðuefni, þótt einnig verði að sjálfsögðu rætt um aðra þætti í sambandi ríkjanna tveggja. Hann bætir því við að Kovind muni að sjálfsögðu funda með Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Í viðtali við Fréttablaðið fyrr í sumar, teknu í tilefni af fyrirtækjastefnumóti íslenskra og indverskra athafnamanna í Reykjavík, sagði Dewan að ríkin tvö ættu mikla samleið. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar dregið úr kostnaði framleiðslu og þjónustu með samvinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ sagði hann þá og einnig: „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin, sem Indverjar sendu til Íslands og IIBA skipulagði með stuðningi sendiráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Hver er maðurinn? Indverska þingið valdi Ram Nath Kovind í forsetaembættið árið 2017 í leynilegri atkvæðagreiðslu. Fékk hann nærri tvo þriðju hluta atkvæða . Fram að því hafði hann verið ríkisstjóri í Bihar og þingmaður. Hann er úr sama flokki og Narendra Modi forseti, BJP. Flokkurinn er íhaldssamur og aðhyllist hindúa-þjóðernishyggju. Fyrri ummæli Kovind ríma við þessa stefnu flokksins. Sem talsmaður BJP árið 2010 er hann sagður hafa látið þau orð falla að íslam og kristni pössuðu ekki inn í þessa stéttaþjóð. Stuðningsmenn BJP vilja hins vegar meina að fjölmiðlar hafi misskilið Kovind. Hann hafi sagt „alien to the notion“ en ekki „alien to the nation“. Það sem þykir einna áhugaverðast við kjör Kovind er að hann tilheyrir stétt dalíta, stundum kölluð hin stéttlausu og áður hin ósnertanlegu. Dalítar eru sum sé á neðsta þrepi hins forna indverska stéttakerfis og hafa í gegnum tíðina notið minni réttinda en efri stéttir. Með því að fá Kovind í forsetastólinn er Narendra Modi forsætisráðherra sagður reyna að auka fylgi BJP hjá stéttinni. Eftir miklu er að slægjast enda eru um 200 milljónir Indverja dalítar. Kovind er reyndar ekki fyrsti dalítinn til þess að gegna embætti forseta. Það gerði Kocheril Raman Narayanan einnig frá árinu 1997 fram til 2002 og tók því á móti Ólafi Ragnari árið 2000. Embætti Indlandsforseta er ekki svo ólíkt því sem viðgengst á Íslandi. Forsetinn fer ekki með framkvæmdavaldið heldur skrifar undir þau frumvörp sem þingið hefur samþykkt. Þannig felst vald hans einkum í hinu táknræna og svo vissulega í því að tefja undirskrift frumvarpa. Heimsóknin til Íslands verður sú fyrsta sem Kovind fer til Norðurlandanna sem forseti. Áður hefur hann heimsótt sjö Afríkuríki, þrjú ríki í Suður-Ameríku, fimm Evrópuríki, tvö Asíuríki auk Ástralíu og Kúbu. Birtist í Fréttablaðinu Indland Utanríkismál Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Ram Nath Kovind, forseti Indlands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands þann 10. september næstkomandi. Hér mun hann meðal annars funda með forseta Íslands. Með fylgir sendinefnd forseta sem og sérstök sendinefnd Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA). Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Indlandsforseti sækir Íslendinga heim. Abdul Kalam kom hingað til lands þegar hann var forseti árið 2005. Þá er vert að taka fram að Ólafur Ragnar Grímsson fór í opinberar heimsóknir til Indlands í forsetatíð sinni. Það gerði hann árin 2000, 2010 og 2013. Prasoon Dewan, formaður viðskiptasamtakanna, segir í samtali við Fréttablaðið að hann verði með í för. Dewan hefur sjálfur verið viðriðinn skipulagningu ferðarinnar. Aðspurður segir hann aðdragandann ekki hafa verið svo langan. „Skipan sendinefndar forseta var ákveðin fyrir fáeinum mánuðum en viðskiptasendinefndarinnar fyrir viku eða svo. Við erum að leggja lokahönd á skipulagningu hennar núna.“ Þá segir Dewan að viðskipti séu efst á lista yfir fyrirhuguð umræðuefni, þótt einnig verði að sjálfsögðu rætt um aðra þætti í sambandi ríkjanna tveggja. Hann bætir því við að Kovind muni að sjálfsögðu funda með Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Í viðtali við Fréttablaðið fyrr í sumar, teknu í tilefni af fyrirtækjastefnumóti íslenskra og indverskra athafnamanna í Reykjavík, sagði Dewan að ríkin tvö ættu mikla samleið. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar dregið úr kostnaði framleiðslu og þjónustu með samvinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ sagði hann þá og einnig: „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin, sem Indverjar sendu til Íslands og IIBA skipulagði með stuðningi sendiráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Hver er maðurinn? Indverska þingið valdi Ram Nath Kovind í forsetaembættið árið 2017 í leynilegri atkvæðagreiðslu. Fékk hann nærri tvo þriðju hluta atkvæða . Fram að því hafði hann verið ríkisstjóri í Bihar og þingmaður. Hann er úr sama flokki og Narendra Modi forseti, BJP. Flokkurinn er íhaldssamur og aðhyllist hindúa-þjóðernishyggju. Fyrri ummæli Kovind ríma við þessa stefnu flokksins. Sem talsmaður BJP árið 2010 er hann sagður hafa látið þau orð falla að íslam og kristni pössuðu ekki inn í þessa stéttaþjóð. Stuðningsmenn BJP vilja hins vegar meina að fjölmiðlar hafi misskilið Kovind. Hann hafi sagt „alien to the notion“ en ekki „alien to the nation“. Það sem þykir einna áhugaverðast við kjör Kovind er að hann tilheyrir stétt dalíta, stundum kölluð hin stéttlausu og áður hin ósnertanlegu. Dalítar eru sum sé á neðsta þrepi hins forna indverska stéttakerfis og hafa í gegnum tíðina notið minni réttinda en efri stéttir. Með því að fá Kovind í forsetastólinn er Narendra Modi forsætisráðherra sagður reyna að auka fylgi BJP hjá stéttinni. Eftir miklu er að slægjast enda eru um 200 milljónir Indverja dalítar. Kovind er reyndar ekki fyrsti dalítinn til þess að gegna embætti forseta. Það gerði Kocheril Raman Narayanan einnig frá árinu 1997 fram til 2002 og tók því á móti Ólafi Ragnari árið 2000. Embætti Indlandsforseta er ekki svo ólíkt því sem viðgengst á Íslandi. Forsetinn fer ekki með framkvæmdavaldið heldur skrifar undir þau frumvörp sem þingið hefur samþykkt. Þannig felst vald hans einkum í hinu táknræna og svo vissulega í því að tefja undirskrift frumvarpa. Heimsóknin til Íslands verður sú fyrsta sem Kovind fer til Norðurlandanna sem forseti. Áður hefur hann heimsótt sjö Afríkuríki, þrjú ríki í Suður-Ameríku, fimm Evrópuríki, tvö Asíuríki auk Ástralíu og Kúbu.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Utanríkismál Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira