Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Andri Eysteinsson skrifar 24. ágúst 2019 15:45 Hatari átti að spila í Gdansk en hætti við, deilur spruttu upp í kjölfarið. Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. Fréttablaðið greindi fyrst frá.Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Á Facebook síðu tónlistarhátíðarinnar segir að ástæðan fyrir því að aflýsa þurfi tónleiknum í hafnarborginni Gdansk sé sú að skipulagsvandamál sem ekki er unnt að leysa hafi komið upp. Aðstandendur hátíðarinnar biðja þá sem hugðust hlusta á ljúfa íslenska tóna í Gdansk afsökunar og bjóðast til þess að endurgreiða alla selda miða.Í yfirlýsingunni þakka aðstandendur öllum þeim sem sóttu tónleikana undanfarna daga í borgunum Kraká, Poznan og Varsjá. Um miðjan mánuðinn stefndi aðalskipuleggjandi hátíðarinnar Svikamyllu ehf. móðurfyrirtæki Hatara fyrir samningsbrot. Skipuleggjandinn Wiktoria Ginter kveðst hafa bókað Hatara fyrir áramót en sveitin hafi síðar krafist um sex sinnum hærri þóknunar en í fyrstu var um rætt. Hatari birti í kjölfarið yfirlýsingu á Facebook þar sem tilkynnt var að sveitin kæmi ekki til með að taka þátt í hátíðinni og að ástæða þess væri að skipuleggjendur Iceland to Poland hafi ekki haft í heiðri grundvallarsamningsatriði. Hatari átti að spila á lokakvöldi hátíðarinnar í Gdansk Pólland Tónlist Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. Fréttablaðið greindi fyrst frá.Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Á Facebook síðu tónlistarhátíðarinnar segir að ástæðan fyrir því að aflýsa þurfi tónleiknum í hafnarborginni Gdansk sé sú að skipulagsvandamál sem ekki er unnt að leysa hafi komið upp. Aðstandendur hátíðarinnar biðja þá sem hugðust hlusta á ljúfa íslenska tóna í Gdansk afsökunar og bjóðast til þess að endurgreiða alla selda miða.Í yfirlýsingunni þakka aðstandendur öllum þeim sem sóttu tónleikana undanfarna daga í borgunum Kraká, Poznan og Varsjá. Um miðjan mánuðinn stefndi aðalskipuleggjandi hátíðarinnar Svikamyllu ehf. móðurfyrirtæki Hatara fyrir samningsbrot. Skipuleggjandinn Wiktoria Ginter kveðst hafa bókað Hatara fyrir áramót en sveitin hafi síðar krafist um sex sinnum hærri þóknunar en í fyrstu var um rætt. Hatari birti í kjölfarið yfirlýsingu á Facebook þar sem tilkynnt var að sveitin kæmi ekki til með að taka þátt í hátíðinni og að ástæða þess væri að skipuleggjendur Iceland to Poland hafi ekki haft í heiðri grundvallarsamningsatriði. Hatari átti að spila á lokakvöldi hátíðarinnar í Gdansk
Pólland Tónlist Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira