Landamærin enn til trafala fyrir Boris Þórgnýr Einar Albertsson og Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 08:45 Boris Johnson, brosandi þrátt fyrir afar erfiða stöðu. Nordicphotos/AFP Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur ekki nema 68 daga þar til Bretar ganga út úr Evrópusambandinu. Tíminn sem hann hefur til þess að annaðhvort breyta samningnum sem ríkisstjórn Theresu May gerði við ESB um útgöngu eða einfaldlega að gera nýjan samning er væntanlega öllu styttri, eigi plaggið að komast í gegnum þingið. Johnson hefur ítrekað lýst því yfir að Bretar muni ganga út þann 31. október þótt það þýði samningslausa útgöngu. Það vill þingið reyndar ekki og yrði erfitt að koma samningslausri útgöngu þar í gegn. Það kemur því ekki á óvart að vikan sem leið fór í viðræður hjá forsætisráðherranum. Hitti hann bæði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, til þess að ræða stöðuna. Um helgina verður Johnson svo staddur á fundi G7-ríkjanna þar sem hann mun væntanlega ræða útgönguna. Enn sem áður virðist það ákvæði fyrirliggjandi samnings sem vefst helst fyrir Bretum vera varúðarráðstöfun sem gerð er um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Þar vill enginn hafa sýnilega landamæragæslu. Því var upphaflega sammælst um að ef frekara samkomulag næðist ekki myndi Norður-Írland þurfa áfram að hlýða stærri hluta regluverks ESB en aðrir Bretar. Þetta þótti breska þinginu óásættanlegt og varúðarráðstöfunin er ein stærsta ástæðan fyrir því að þingið felldi May-samninginn með sögulegum mun. Lesa má úr orðum Merkel í vikunni að ábyrgðin á því að leysa úr stöðunni hvíli öll á herðum Breta. Hún skoraði á Johnson að finna lausn á næstu 30 dögum. Varúðarráðstöfunin væri ekki lengur nauðsynleg ef varanleg lausn fyndist. En þótt Merkel hafi ef til vill virkað nokkuð jákvæð og opin fyrir nýjum hugmyndum talar hún ekki fyrir ESB í heild. Skilaboðin frá Macron, sem reyndar neitaði því að hann væri harðari í afstöðu sinni gegn Bretum en Þjóðverjinn, voru öllu meira áhyggjuefni fyrir Breta. Sagði hann að varúðarráðstöfunin væri hreinlega ómissandi til að tryggja pólitískan stöðugleika og öryggi á innri markaði ESB. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40 Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur ekki nema 68 daga þar til Bretar ganga út úr Evrópusambandinu. Tíminn sem hann hefur til þess að annaðhvort breyta samningnum sem ríkisstjórn Theresu May gerði við ESB um útgöngu eða einfaldlega að gera nýjan samning er væntanlega öllu styttri, eigi plaggið að komast í gegnum þingið. Johnson hefur ítrekað lýst því yfir að Bretar muni ganga út þann 31. október þótt það þýði samningslausa útgöngu. Það vill þingið reyndar ekki og yrði erfitt að koma samningslausri útgöngu þar í gegn. Það kemur því ekki á óvart að vikan sem leið fór í viðræður hjá forsætisráðherranum. Hitti hann bæði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, til þess að ræða stöðuna. Um helgina verður Johnson svo staddur á fundi G7-ríkjanna þar sem hann mun væntanlega ræða útgönguna. Enn sem áður virðist það ákvæði fyrirliggjandi samnings sem vefst helst fyrir Bretum vera varúðarráðstöfun sem gerð er um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Þar vill enginn hafa sýnilega landamæragæslu. Því var upphaflega sammælst um að ef frekara samkomulag næðist ekki myndi Norður-Írland þurfa áfram að hlýða stærri hluta regluverks ESB en aðrir Bretar. Þetta þótti breska þinginu óásættanlegt og varúðarráðstöfunin er ein stærsta ástæðan fyrir því að þingið felldi May-samninginn með sögulegum mun. Lesa má úr orðum Merkel í vikunni að ábyrgðin á því að leysa úr stöðunni hvíli öll á herðum Breta. Hún skoraði á Johnson að finna lausn á næstu 30 dögum. Varúðarráðstöfunin væri ekki lengur nauðsynleg ef varanleg lausn fyndist. En þótt Merkel hafi ef til vill virkað nokkuð jákvæð og opin fyrir nýjum hugmyndum talar hún ekki fyrir ESB í heild. Skilaboðin frá Macron, sem reyndar neitaði því að hann væri harðari í afstöðu sinni gegn Bretum en Þjóðverjinn, voru öllu meira áhyggjuefni fyrir Breta. Sagði hann að varúðarráðstöfunin væri hreinlega ómissandi til að tryggja pólitískan stöðugleika og öryggi á innri markaði ESB.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40 Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15
Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53
Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40
Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18