Landamærin enn til trafala fyrir Boris Þórgnýr Einar Albertsson og Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 08:45 Boris Johnson, brosandi þrátt fyrir afar erfiða stöðu. Nordicphotos/AFP Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur ekki nema 68 daga þar til Bretar ganga út úr Evrópusambandinu. Tíminn sem hann hefur til þess að annaðhvort breyta samningnum sem ríkisstjórn Theresu May gerði við ESB um útgöngu eða einfaldlega að gera nýjan samning er væntanlega öllu styttri, eigi plaggið að komast í gegnum þingið. Johnson hefur ítrekað lýst því yfir að Bretar muni ganga út þann 31. október þótt það þýði samningslausa útgöngu. Það vill þingið reyndar ekki og yrði erfitt að koma samningslausri útgöngu þar í gegn. Það kemur því ekki á óvart að vikan sem leið fór í viðræður hjá forsætisráðherranum. Hitti hann bæði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, til þess að ræða stöðuna. Um helgina verður Johnson svo staddur á fundi G7-ríkjanna þar sem hann mun væntanlega ræða útgönguna. Enn sem áður virðist það ákvæði fyrirliggjandi samnings sem vefst helst fyrir Bretum vera varúðarráðstöfun sem gerð er um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Þar vill enginn hafa sýnilega landamæragæslu. Því var upphaflega sammælst um að ef frekara samkomulag næðist ekki myndi Norður-Írland þurfa áfram að hlýða stærri hluta regluverks ESB en aðrir Bretar. Þetta þótti breska þinginu óásættanlegt og varúðarráðstöfunin er ein stærsta ástæðan fyrir því að þingið felldi May-samninginn með sögulegum mun. Lesa má úr orðum Merkel í vikunni að ábyrgðin á því að leysa úr stöðunni hvíli öll á herðum Breta. Hún skoraði á Johnson að finna lausn á næstu 30 dögum. Varúðarráðstöfunin væri ekki lengur nauðsynleg ef varanleg lausn fyndist. En þótt Merkel hafi ef til vill virkað nokkuð jákvæð og opin fyrir nýjum hugmyndum talar hún ekki fyrir ESB í heild. Skilaboðin frá Macron, sem reyndar neitaði því að hann væri harðari í afstöðu sinni gegn Bretum en Þjóðverjinn, voru öllu meira áhyggjuefni fyrir Breta. Sagði hann að varúðarráðstöfunin væri hreinlega ómissandi til að tryggja pólitískan stöðugleika og öryggi á innri markaði ESB. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40 Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur ekki nema 68 daga þar til Bretar ganga út úr Evrópusambandinu. Tíminn sem hann hefur til þess að annaðhvort breyta samningnum sem ríkisstjórn Theresu May gerði við ESB um útgöngu eða einfaldlega að gera nýjan samning er væntanlega öllu styttri, eigi plaggið að komast í gegnum þingið. Johnson hefur ítrekað lýst því yfir að Bretar muni ganga út þann 31. október þótt það þýði samningslausa útgöngu. Það vill þingið reyndar ekki og yrði erfitt að koma samningslausri útgöngu þar í gegn. Það kemur því ekki á óvart að vikan sem leið fór í viðræður hjá forsætisráðherranum. Hitti hann bæði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, til þess að ræða stöðuna. Um helgina verður Johnson svo staddur á fundi G7-ríkjanna þar sem hann mun væntanlega ræða útgönguna. Enn sem áður virðist það ákvæði fyrirliggjandi samnings sem vefst helst fyrir Bretum vera varúðarráðstöfun sem gerð er um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Þar vill enginn hafa sýnilega landamæragæslu. Því var upphaflega sammælst um að ef frekara samkomulag næðist ekki myndi Norður-Írland þurfa áfram að hlýða stærri hluta regluverks ESB en aðrir Bretar. Þetta þótti breska þinginu óásættanlegt og varúðarráðstöfunin er ein stærsta ástæðan fyrir því að þingið felldi May-samninginn með sögulegum mun. Lesa má úr orðum Merkel í vikunni að ábyrgðin á því að leysa úr stöðunni hvíli öll á herðum Breta. Hún skoraði á Johnson að finna lausn á næstu 30 dögum. Varúðarráðstöfunin væri ekki lengur nauðsynleg ef varanleg lausn fyndist. En þótt Merkel hafi ef til vill virkað nokkuð jákvæð og opin fyrir nýjum hugmyndum talar hún ekki fyrir ESB í heild. Skilaboðin frá Macron, sem reyndar neitaði því að hann væri harðari í afstöðu sinni gegn Bretum en Þjóðverjinn, voru öllu meira áhyggjuefni fyrir Breta. Sagði hann að varúðarráðstöfunin væri hreinlega ómissandi til að tryggja pólitískan stöðugleika og öryggi á innri markaði ESB.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40 Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15
Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53
Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40
Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent