Landamærin enn til trafala fyrir Boris Þórgnýr Einar Albertsson og Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 08:45 Boris Johnson, brosandi þrátt fyrir afar erfiða stöðu. Nordicphotos/AFP Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur ekki nema 68 daga þar til Bretar ganga út úr Evrópusambandinu. Tíminn sem hann hefur til þess að annaðhvort breyta samningnum sem ríkisstjórn Theresu May gerði við ESB um útgöngu eða einfaldlega að gera nýjan samning er væntanlega öllu styttri, eigi plaggið að komast í gegnum þingið. Johnson hefur ítrekað lýst því yfir að Bretar muni ganga út þann 31. október þótt það þýði samningslausa útgöngu. Það vill þingið reyndar ekki og yrði erfitt að koma samningslausri útgöngu þar í gegn. Það kemur því ekki á óvart að vikan sem leið fór í viðræður hjá forsætisráðherranum. Hitti hann bæði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, til þess að ræða stöðuna. Um helgina verður Johnson svo staddur á fundi G7-ríkjanna þar sem hann mun væntanlega ræða útgönguna. Enn sem áður virðist það ákvæði fyrirliggjandi samnings sem vefst helst fyrir Bretum vera varúðarráðstöfun sem gerð er um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Þar vill enginn hafa sýnilega landamæragæslu. Því var upphaflega sammælst um að ef frekara samkomulag næðist ekki myndi Norður-Írland þurfa áfram að hlýða stærri hluta regluverks ESB en aðrir Bretar. Þetta þótti breska þinginu óásættanlegt og varúðarráðstöfunin er ein stærsta ástæðan fyrir því að þingið felldi May-samninginn með sögulegum mun. Lesa má úr orðum Merkel í vikunni að ábyrgðin á því að leysa úr stöðunni hvíli öll á herðum Breta. Hún skoraði á Johnson að finna lausn á næstu 30 dögum. Varúðarráðstöfunin væri ekki lengur nauðsynleg ef varanleg lausn fyndist. En þótt Merkel hafi ef til vill virkað nokkuð jákvæð og opin fyrir nýjum hugmyndum talar hún ekki fyrir ESB í heild. Skilaboðin frá Macron, sem reyndar neitaði því að hann væri harðari í afstöðu sinni gegn Bretum en Þjóðverjinn, voru öllu meira áhyggjuefni fyrir Breta. Sagði hann að varúðarráðstöfunin væri hreinlega ómissandi til að tryggja pólitískan stöðugleika og öryggi á innri markaði ESB. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40 Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur ekki nema 68 daga þar til Bretar ganga út úr Evrópusambandinu. Tíminn sem hann hefur til þess að annaðhvort breyta samningnum sem ríkisstjórn Theresu May gerði við ESB um útgöngu eða einfaldlega að gera nýjan samning er væntanlega öllu styttri, eigi plaggið að komast í gegnum þingið. Johnson hefur ítrekað lýst því yfir að Bretar muni ganga út þann 31. október þótt það þýði samningslausa útgöngu. Það vill þingið reyndar ekki og yrði erfitt að koma samningslausri útgöngu þar í gegn. Það kemur því ekki á óvart að vikan sem leið fór í viðræður hjá forsætisráðherranum. Hitti hann bæði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, til þess að ræða stöðuna. Um helgina verður Johnson svo staddur á fundi G7-ríkjanna þar sem hann mun væntanlega ræða útgönguna. Enn sem áður virðist það ákvæði fyrirliggjandi samnings sem vefst helst fyrir Bretum vera varúðarráðstöfun sem gerð er um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Þar vill enginn hafa sýnilega landamæragæslu. Því var upphaflega sammælst um að ef frekara samkomulag næðist ekki myndi Norður-Írland þurfa áfram að hlýða stærri hluta regluverks ESB en aðrir Bretar. Þetta þótti breska þinginu óásættanlegt og varúðarráðstöfunin er ein stærsta ástæðan fyrir því að þingið felldi May-samninginn með sögulegum mun. Lesa má úr orðum Merkel í vikunni að ábyrgðin á því að leysa úr stöðunni hvíli öll á herðum Breta. Hún skoraði á Johnson að finna lausn á næstu 30 dögum. Varúðarráðstöfunin væri ekki lengur nauðsynleg ef varanleg lausn fyndist. En þótt Merkel hafi ef til vill virkað nokkuð jákvæð og opin fyrir nýjum hugmyndum talar hún ekki fyrir ESB í heild. Skilaboðin frá Macron, sem reyndar neitaði því að hann væri harðari í afstöðu sinni gegn Bretum en Þjóðverjinn, voru öllu meira áhyggjuefni fyrir Breta. Sagði hann að varúðarráðstöfunin væri hreinlega ómissandi til að tryggja pólitískan stöðugleika og öryggi á innri markaði ESB.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40 Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15
Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53
Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40
Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18