Andrés prins sagður hafa þegið fótanudd frá ungri konu í íbúð Epstein Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 23:32 Tengsl Andrésar prins og Epstein hafa komist í sviðsljósið að undanförnu. Vísir/Getty Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Epstein lést fyrr í mánuðinum eftir að hann framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum þar sem hann sat inni fyrir grun um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri og barnamansal. Samskiptin voru birt í The New Republic tímaritinu og segir á vef The Guardian að þar hafi Brockman mælt með því að Morozov, sem var umbjóðandi hans, hitti Epstein. Hann sagði auðkýfinginn vera milljarðamæring og góðvin vísinda sem hefði verið „ótrúlega örlátur við að styrkja verkefni margra vina og umbjóðenda“. Umfjöllun The New Republic um Brockman og tengsl hans við Epstein varpar ljósi á áralangt samband þeirra. Morozov segist hafa verið við það að hætta samstarfi sínu við umboðsmanninn á þessum tíma vegna vafasams sambands hans við Epstein og vísar til tölvupóstsamskipta þeirra frá árinu 2013. Hann segist efa það að Brockman hafi ekki vitað af brotum Epstein. „Breskur náungi í jakkafötum“ Tölvupóstarnir sem vísa í heimsóknir Andrésar eru frá árinu 2013. Þar segir Brockman frá síðustu heimsókn sinni til Epstein þar sem hann segist hafa séð Epstein ásamt „breskum náunga í jakkafötum með axlabönd“. Þar hafi þeir verið að fá fótanudd frá tveimur ungum og vel klæddum rússneskum konum. „Eftir að hafa „grillað“ mig í smá tíma um netöryggi fór Bretinn, sem heitir Andy, að tala um sænsk yfirvöld og ákærurnar gegn Julian Assange. Við höldum að þau séu frjálslynd í Svíþjóð, en það er meira eins og Norður-England öfugt við Suður-Evrópu,“ segir Brockman í tölvupóstinum. Brockman lýsir því að Andrés hafi borið saman líf sitt og Alberts prins af Mónakó. Albert gæti gert það sem hann vildi og öllum væri sama, en ef hann gerði slíkt hið sama væri hann í verulegum vandræðum. Það hafi verið þá sem Brockman áttaði sig á því að hann væri að ræða við sjálfan Andrés prins. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið það út að ásakanirnar á hendur Andrési séu „andstyggilegar“ og fjarri sannleikanum. Myndir sem sýndu prinsinn á heimili Epstein árið 2010 voru birtar í Mail on Sunday og var prinsinn sagður vera hneykslaður á því að vera bendlaður við afbrot hans. Þá er hann einnig sagður hafa heimsótt eyju í eigu Epstein. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Epstein lést fyrr í mánuðinum eftir að hann framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum þar sem hann sat inni fyrir grun um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri og barnamansal. Samskiptin voru birt í The New Republic tímaritinu og segir á vef The Guardian að þar hafi Brockman mælt með því að Morozov, sem var umbjóðandi hans, hitti Epstein. Hann sagði auðkýfinginn vera milljarðamæring og góðvin vísinda sem hefði verið „ótrúlega örlátur við að styrkja verkefni margra vina og umbjóðenda“. Umfjöllun The New Republic um Brockman og tengsl hans við Epstein varpar ljósi á áralangt samband þeirra. Morozov segist hafa verið við það að hætta samstarfi sínu við umboðsmanninn á þessum tíma vegna vafasams sambands hans við Epstein og vísar til tölvupóstsamskipta þeirra frá árinu 2013. Hann segist efa það að Brockman hafi ekki vitað af brotum Epstein. „Breskur náungi í jakkafötum“ Tölvupóstarnir sem vísa í heimsóknir Andrésar eru frá árinu 2013. Þar segir Brockman frá síðustu heimsókn sinni til Epstein þar sem hann segist hafa séð Epstein ásamt „breskum náunga í jakkafötum með axlabönd“. Þar hafi þeir verið að fá fótanudd frá tveimur ungum og vel klæddum rússneskum konum. „Eftir að hafa „grillað“ mig í smá tíma um netöryggi fór Bretinn, sem heitir Andy, að tala um sænsk yfirvöld og ákærurnar gegn Julian Assange. Við höldum að þau séu frjálslynd í Svíþjóð, en það er meira eins og Norður-England öfugt við Suður-Evrópu,“ segir Brockman í tölvupóstinum. Brockman lýsir því að Andrés hafi borið saman líf sitt og Alberts prins af Mónakó. Albert gæti gert það sem hann vildi og öllum væri sama, en ef hann gerði slíkt hið sama væri hann í verulegum vandræðum. Það hafi verið þá sem Brockman áttaði sig á því að hann væri að ræða við sjálfan Andrés prins. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið það út að ásakanirnar á hendur Andrési séu „andstyggilegar“ og fjarri sannleikanum. Myndir sem sýndu prinsinn á heimili Epstein árið 2010 voru birtar í Mail on Sunday og var prinsinn sagður vera hneykslaður á því að vera bendlaður við afbrot hans. Þá er hann einnig sagður hafa heimsótt eyju í eigu Epstein.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Sjá meira
Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20