Þetta herma heimildir Entertainment Tonight.
Upphaflega var Derek þátttakandi í 12. þáttaröðinni af The Bachelorette þar sem hann ásamt öðrum karlmönnum kepptu um hylli Joelle Fletcher.
Í sumar var hann síðan fengin til að taka þátt í hliðarafurð þáttanna Bachelor in Paradise en tökur fóru fram fyrr í sumar í Mexíkó. Þættirnir veita fyrrverandi þátttakendum The Bachelor og The Bachelor annað tækifæri til að finna ástina.
Hrifningin virtist gagnkvæm en þegar líða tók á þættina kom í ljós að Demi hafði átt í ástarsambandi með konu að nafni Kristian Haggerty. Demi var heiðarleg strax í byrjun og greindi Derek frá sambandinu en það reyndist Demi erfitt að jafna sig á sambandsslitunum og hún stóð sig að því að hugsa öllum stundum um Kristian.
Sjá nánar: Gleðjast yfir því að fá loksins að sjá hinsegin ást í The Bachelor
Stjórnendur þáttanna brugðu á það ráð að bjóða Kristian að koma í þættina, sem hún þáði, en þegar Demi hitti Kristian í þáttunum varð henni það ljóst að hún væri ástfangin af henni. Þetta er í fyrsta sinn sem aðdáendur þáttanna fá að fylgjast með hinsegin ástarsögu og þykir mörgum aukinn fjölbreytileiki hafa verið löngu tímabær.

Áhorfendum þáttanna hefur þótt mikið til Dereks koma og hefur hann vaxið í áliti því hann þótti standa sig afar vel í erfiðum aðstæðum. Þrátt fyrir að vera í ástarsorg var hann hugulsamur gagnvart Demi og heilsaði jafnvel upp á Kristian.
Heimildir ET herma að Derek sé nú í góðu jafnvægi, hafi lært helling á veru sinni í Mexíkó og sé opinn fyrir því að verða næsti Bachelorinn.
Valið stendur nú á milli Mike Johnson, sem yrði fyrsti þeldökki Bachelorinn, og Peters Weber sem er flugmaður. Eftir að Derek þótti standa sig eins vel og raun bar vitni er einnig möguleiki á því að hann verði valinn. Sömu heimildir fjölmiðilsins ET herma að búið sé að útiloka hinn snoppufríði Tyler Cameron, sem var í öðru sæti í The Bachelorette, vegna þess að hann hefur undanfarið verið að slá sér upp með fyrirsætunni Gigi Hadid.