Blóðug handaför, horfin lyf og niðurbrotin fjölskylda eftir innbrot í bæjarferð á sjúkrahús Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2019 14:00 Svona eru ummerkin eftir innbrotið. Glugginn var teipaður saman fyrir heimförina. Mynd/Bjarni Þórarinn Birgisson. Ung fjölskylda í Bolungavík óskar nú eftir því að þeir sem búi í grennd við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kanni myndavélar eða láti lögreglu vita hafi þeir orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við tjaldsvæðið síðdegis í gær. Bíræfnir bófar stálu öllu steini léttara úr hjólhýsi fjölskyldunnar á meðan hún var í heimsókn hjá læknum á Landspítalanum. Það var heldur óskemmtileg aðkoman sem beið Bjarna Þórarins Birgissonar, Petreu Sigmundsdóttur og barna þeirra í gærkvöldi þegar heim í hjólhýsið var komið eftir langan dag í höfuðborginni. Búið var að brjóta upp glugga á hjólhýsi þeirra og brjótast inn. „Ferðataskan var tekin með öllum fötunum. Öll lyfin sem ég og börnin eigum, meðal annars sprautupenni sem dóttir okkar fær einu sinni viku og átti að fá í gær. Svo er ég með stóma og allar stómavörurnar voru horfnar. Allt sem við þurfum til að sinna dóttur okkar, hún er langveik,“ segir Petrea í samtali við Vísi.Virðist hafa skorið sig við það að brjóta upp gluggann Fjölskyldan var í bæjarferð til Reykjavíkur þar sem Petrea og dóttir hennar og Birgis áttu tíma í lyfjagjöf og blóðprufum á Landspítalanum. Ætlunin var að slá tvær flugur í einu höggi og nýta heimleiðina til Bolungarvíkur til þess að fara í útilegu. Því var hjólhýsið með í för. Brotist var inn á milli klukkan þrjú síðdegis og níu um kvöldið í gær þar sem Birgir sótti föt í hjólhýsið klukkan þrjú og læsti svo á eftir sér. Klukkan níu sneru þau svo aftur heim eftir kvöldmat. Petrea hringdi strax á lögreglu og á svæðið mættu tvær ungar lögreglukonur. „Þær voru mjög fljótar á staðinn. Þær tóku myndir og skönnuðu svæðið. Fundu meðal annars náttfötin mín út í runna,“ segir Petrea. Skýrsla var tekin af þeim og er málið til rannsóknar hjá lögreglu. Meðal þess sem gæti aðstoðað við rannsóknina er að sá sem braust inn virðist hafa meitt sig í innbrotinu, blóðslettur voru út um allt í hjólhýsinu. „Handafar, blóðdropar út um allt og kámug handaför. Sængin í hjónarúminu er öll í blóði,“ segir Petrea.Börnin í losti Bjarni og Petrea afréðu að halda strax heim á leið enda föt og annað til að sjá um börnin horfin. Framundan var því um átta tíma akstur til Bolungarvíkur og segir Petrea að sú bílferð hafi ekki verið skemmtileg.„Mér líður ótrúlega illa yfir þessu, sérstaklega yfir því hvað börnin eru sár. Þau eru gjörsamlega miður sín og í losti. Þau eru dauðhrædd. Þau héldu meira að segja fyrst að þetta væri þeim að kenna og að þau væru að fara í fangelsi. Ég útskýrði vel fyrir þeim að löggan væri að koma til þess að hjálpa okkur.Nú eru þau bara inni heima og vilja ekki vera úti, vilja hafa allt lokað og læst,“ segir Petra.Biðlar hún til þeirra sem búa í grennd við Víðistaðatún og kunni að vera með öryggismyndavélar eða önnur upptökutæki að athuga hvort vart hafi verið við einhverjar grunsamlegar mannaferðir á milli þrjú og níu í gær. Einnig biðlar hún til þeirra sem voru á svæðinu á þessum tíma að hafa samband við lögreglu ef þeir muni eftir einhverju grunsamlegu í grennd við svæðið á umræddum tíma.Ferðalagið heim tók á eftir þessa lífsreynslu.Mynd/AðsendSaknar helst skiptitöskunnar Petrea segir að það sé eitt og annað sem hún sakni en verst þyki henni þó að lyfin hafi verið tekin, sem og mikilvægar heilsufarsupplýsingar sem voru með í för vegna sjúkrahússheimsóknarinnar. „Mér er eiginlega sama um allt dótið nema það sem börnin eiga, fötin og lyfin. Ég er reyndar búinn að fara að kaupa lyf í staðinn. Þeir stálu lyfjum fyrir 61 þúsund krónur rúmlega. Það helsta sem mig langar að fá aftur er skiptitaskan. Þar eru heilsufarsskírteini og bólusetningarvottorð.“ Bolungarvík Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira
Ung fjölskylda í Bolungavík óskar nú eftir því að þeir sem búi í grennd við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kanni myndavélar eða láti lögreglu vita hafi þeir orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við tjaldsvæðið síðdegis í gær. Bíræfnir bófar stálu öllu steini léttara úr hjólhýsi fjölskyldunnar á meðan hún var í heimsókn hjá læknum á Landspítalanum. Það var heldur óskemmtileg aðkoman sem beið Bjarna Þórarins Birgissonar, Petreu Sigmundsdóttur og barna þeirra í gærkvöldi þegar heim í hjólhýsið var komið eftir langan dag í höfuðborginni. Búið var að brjóta upp glugga á hjólhýsi þeirra og brjótast inn. „Ferðataskan var tekin með öllum fötunum. Öll lyfin sem ég og börnin eigum, meðal annars sprautupenni sem dóttir okkar fær einu sinni viku og átti að fá í gær. Svo er ég með stóma og allar stómavörurnar voru horfnar. Allt sem við þurfum til að sinna dóttur okkar, hún er langveik,“ segir Petrea í samtali við Vísi.Virðist hafa skorið sig við það að brjóta upp gluggann Fjölskyldan var í bæjarferð til Reykjavíkur þar sem Petrea og dóttir hennar og Birgis áttu tíma í lyfjagjöf og blóðprufum á Landspítalanum. Ætlunin var að slá tvær flugur í einu höggi og nýta heimleiðina til Bolungarvíkur til þess að fara í útilegu. Því var hjólhýsið með í för. Brotist var inn á milli klukkan þrjú síðdegis og níu um kvöldið í gær þar sem Birgir sótti föt í hjólhýsið klukkan þrjú og læsti svo á eftir sér. Klukkan níu sneru þau svo aftur heim eftir kvöldmat. Petrea hringdi strax á lögreglu og á svæðið mættu tvær ungar lögreglukonur. „Þær voru mjög fljótar á staðinn. Þær tóku myndir og skönnuðu svæðið. Fundu meðal annars náttfötin mín út í runna,“ segir Petrea. Skýrsla var tekin af þeim og er málið til rannsóknar hjá lögreglu. Meðal þess sem gæti aðstoðað við rannsóknina er að sá sem braust inn virðist hafa meitt sig í innbrotinu, blóðslettur voru út um allt í hjólhýsinu. „Handafar, blóðdropar út um allt og kámug handaför. Sængin í hjónarúminu er öll í blóði,“ segir Petrea.Börnin í losti Bjarni og Petrea afréðu að halda strax heim á leið enda föt og annað til að sjá um börnin horfin. Framundan var því um átta tíma akstur til Bolungarvíkur og segir Petrea að sú bílferð hafi ekki verið skemmtileg.„Mér líður ótrúlega illa yfir þessu, sérstaklega yfir því hvað börnin eru sár. Þau eru gjörsamlega miður sín og í losti. Þau eru dauðhrædd. Þau héldu meira að segja fyrst að þetta væri þeim að kenna og að þau væru að fara í fangelsi. Ég útskýrði vel fyrir þeim að löggan væri að koma til þess að hjálpa okkur.Nú eru þau bara inni heima og vilja ekki vera úti, vilja hafa allt lokað og læst,“ segir Petra.Biðlar hún til þeirra sem búa í grennd við Víðistaðatún og kunni að vera með öryggismyndavélar eða önnur upptökutæki að athuga hvort vart hafi verið við einhverjar grunsamlegar mannaferðir á milli þrjú og níu í gær. Einnig biðlar hún til þeirra sem voru á svæðinu á þessum tíma að hafa samband við lögreglu ef þeir muni eftir einhverju grunsamlegu í grennd við svæðið á umræddum tíma.Ferðalagið heim tók á eftir þessa lífsreynslu.Mynd/AðsendSaknar helst skiptitöskunnar Petrea segir að það sé eitt og annað sem hún sakni en verst þyki henni þó að lyfin hafi verið tekin, sem og mikilvægar heilsufarsupplýsingar sem voru með í för vegna sjúkrahússheimsóknarinnar. „Mér er eiginlega sama um allt dótið nema það sem börnin eiga, fötin og lyfin. Ég er reyndar búinn að fara að kaupa lyf í staðinn. Þeir stálu lyfjum fyrir 61 þúsund krónur rúmlega. Það helsta sem mig langar að fá aftur er skiptitaskan. Þar eru heilsufarsskírteini og bólusetningarvottorð.“
Bolungarvík Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Sjá meira