Hljóp heilt maraþon í Levi's 501 gallabuxum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. ágúst 2019 11:13 Gunnar Hrafn Hall hljóp til styrktar ADHD-samtökunum. Mynd/Anna Sigríður Björnsdóttir Þátttaka Gunnars Hrafns Hall í heilu maraþoni byggðist á misskilningi. Hann mætti í fyrra til að hvetja systur sína sem var að hlaupa 10 kílómetra. Svo sá hann frænda sinn koma í mark og hélt að hann hefði verið að hlaupa hálft maraþon. „Þannig að ég með minn athyglisbrest fer beint á Facebook og segi að úr því að hann hafi getað það, geti ég tekið heilt á næsta ári. Svo kom náttúrulega í ljós að hann hafði bara farið tíu kílómetra,“ segir Gunnar. Ekkert annað kom þó til greina en að standa við stóru orðin en Gunnar hafði þá aldrei stundað hlaup á ævinni. Hann ákvað að hlaupa til styrktar ADHD-samtökunum en sjálfur er hann greindur með athyglisbrest. „Þá var ég bara 95 kíló og langaði rosalega að komast í þriggja stafa tölu áður en ég færi að æfa fyrir maraþon, úr því að ég væri að fara út í svona vitleysu. Ég tók mér nokkra mánuði til að komast í 100 kílóin en það gekk erfiðlega til að byrja með.“ Það hafðist þó hjá Gunnari en það tók hann svo tvo mánuði að koma sér af stað eftir að 100 kílóunum var náð. „Ég leit bara á þetta sem eitt skipti og vildi ekki fara að eyða peningum í einhvern hlaupagalla. Þannig að ég fór bara í Levi’s buxurnar og ljósgráan bol. Æfingin var svo búin þegar bolurinn var orðinn svartur, þá hafði ég svitnað nóg.“ Gunnar ákvað þó að kaupa sér almennilega skó en hélt því til streitu að vera í gallabuxunum og skrifaði á Facebook að hann ætlaði að hlaupa í þeim. „Það voru allir að reyna að reka mig í spandex-gallann en ég með mína þrjósku ákvað bara að klára þetta í gallabuxunum.“ Þannig vildi til að Gunnar fékk úthlutað númerinu 501 í hlaupinu en hann hljóp einmitt í Levi’s 501 buxum. „Það var bara tilviljun og óheppilegt að hafa ekki keypt lottómiða þennan dag.“ Gunnar kláraði heilt maraþon á tæplega sex og hálfri klukkustund. „Ég setti mér það markmið að vera á sex tímum, eiginlega bara af því ég vissi að tímatakan er stoppuð eftir sjö og hálfan tíma. Þannig hefði ég einn og hálfan tíma upp á að skríða.“ Hann segir að heilsan hafi verið furðugóð eftir hlaupið og fólk staðið gapandi þegar hann var mættur á Arnarhól um kvöldið að hlusta á tónleika og horfa á flugeldana. Gunnar er hvergi nærri hættur í hlaupunum. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hlaupa og var eiginlega alveg ákveðinn í að þetta yrði bara í þetta eina skipti. En að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu er ógeðslega gaman. Ég er að fara aftur að ári, það er alveg pottþétt. Bara spurning hver vegalengdin verður.“ Ekki nóg með það heldur tekur Gunnar þátt í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ í dag. Hægt er að hlaupa einn, þrjá, fimm eða sjö tinda. „Ég finn núna fyrir örlítilli þreytu í löppunum þannig að ég ákvað að taka bara einn tind núna en það þarf að klára öll hlaupin til að verða Tindahöfðingi. Ég stefni á að verða sá fyrsti í Levi’s-buxum.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Þátttaka Gunnars Hrafns Hall í heilu maraþoni byggðist á misskilningi. Hann mætti í fyrra til að hvetja systur sína sem var að hlaupa 10 kílómetra. Svo sá hann frænda sinn koma í mark og hélt að hann hefði verið að hlaupa hálft maraþon. „Þannig að ég með minn athyglisbrest fer beint á Facebook og segi að úr því að hann hafi getað það, geti ég tekið heilt á næsta ári. Svo kom náttúrulega í ljós að hann hafði bara farið tíu kílómetra,“ segir Gunnar. Ekkert annað kom þó til greina en að standa við stóru orðin en Gunnar hafði þá aldrei stundað hlaup á ævinni. Hann ákvað að hlaupa til styrktar ADHD-samtökunum en sjálfur er hann greindur með athyglisbrest. „Þá var ég bara 95 kíló og langaði rosalega að komast í þriggja stafa tölu áður en ég færi að æfa fyrir maraþon, úr því að ég væri að fara út í svona vitleysu. Ég tók mér nokkra mánuði til að komast í 100 kílóin en það gekk erfiðlega til að byrja með.“ Það hafðist þó hjá Gunnari en það tók hann svo tvo mánuði að koma sér af stað eftir að 100 kílóunum var náð. „Ég leit bara á þetta sem eitt skipti og vildi ekki fara að eyða peningum í einhvern hlaupagalla. Þannig að ég fór bara í Levi’s buxurnar og ljósgráan bol. Æfingin var svo búin þegar bolurinn var orðinn svartur, þá hafði ég svitnað nóg.“ Gunnar ákvað þó að kaupa sér almennilega skó en hélt því til streitu að vera í gallabuxunum og skrifaði á Facebook að hann ætlaði að hlaupa í þeim. „Það voru allir að reyna að reka mig í spandex-gallann en ég með mína þrjósku ákvað bara að klára þetta í gallabuxunum.“ Þannig vildi til að Gunnar fékk úthlutað númerinu 501 í hlaupinu en hann hljóp einmitt í Levi’s 501 buxum. „Það var bara tilviljun og óheppilegt að hafa ekki keypt lottómiða þennan dag.“ Gunnar kláraði heilt maraþon á tæplega sex og hálfri klukkustund. „Ég setti mér það markmið að vera á sex tímum, eiginlega bara af því ég vissi að tímatakan er stoppuð eftir sjö og hálfan tíma. Þannig hefði ég einn og hálfan tíma upp á að skríða.“ Hann segir að heilsan hafi verið furðugóð eftir hlaupið og fólk staðið gapandi þegar hann var mættur á Arnarhól um kvöldið að hlusta á tónleika og horfa á flugeldana. Gunnar er hvergi nærri hættur í hlaupunum. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hlaupa og var eiginlega alveg ákveðinn í að þetta yrði bara í þetta eina skipti. En að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu er ógeðslega gaman. Ég er að fara aftur að ári, það er alveg pottþétt. Bara spurning hver vegalengdin verður.“ Ekki nóg með það heldur tekur Gunnar þátt í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ í dag. Hægt er að hlaupa einn, þrjá, fimm eða sjö tinda. „Ég finn núna fyrir örlítilli þreytu í löppunum þannig að ég ákvað að taka bara einn tind núna en það þarf að klára öll hlaupin til að verða Tindahöfðingi. Ég stefni á að verða sá fyrsti í Levi’s-buxum.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira