Væringar hjá miðaldaskylmingafélagi vegna nýnasisma Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2019 09:00 Félagið kennir svokallaðar sögulegar evrópskar skylmingar, aðallega með langsverði. Vísir/getty Tveir þjálfarar skylmingafélagsins Væringja sem kennir svonefndar sögulegar evrópskar skylmingar hafa sagt skilið við félagið eftir að formaður þess afhjúpaði sig sem forsprakka hóps nýnasista. Í yfirlýsingu mótmæla þjálfararnir því að öfgahægriöfl slái eign sinni á íþróttina. Annar þeirra segir hugmyndafræði formannsins sverta starfið. Hópur íslenskra og norrænna nýnasista sem kenna sig við Norrænu mótspyrnuhreyfinguna hafa staðið fyrir aðgerðum á Íslandi í vikunni. Um skeið hafa íslenskir nýnasistar haldið úti vefsíðunni Norðurvígi í skjóli nafnleyndar og hafa þeir meðal annars keypt auglýsingar á Facebook.Stundin greindi frá því í gær að Ríkharður Leó Magnússon, formaður og einn stofnenda Væringja, hefði upplýst í hlaðvarpi með norrænum skoðanabræðrum sínum að hann væri leiðtogi íslenska hópsins. Það mæltist illa fyrir hjá Væringjum. Í færslu á Facebook-síðu félagsins, sem nú virðist hafa verið lokað eða eytt, er deginum lýst sem dökkum í sögu félagsins, félagsmanna og evrópskra miðaldabardagaíþrótta (HEMA) almennt. Þar er vísað til þess að Ríkharður Leó hafi sérstaklega talað um miðaldabardagaíþróttir sem góða íþrótt fyrir fólk sem deilir hugmyndafræði hans. „Vegna þessara nýlegu atburða ætla þjálfararnir Atli Freyr og Rúnar Páll að yfirgefa hópinn (ásamt öðrum félögum) til að stofna nýjan hóp sem verður á engan hátt tengdur Væringjum og/eða þessum stjórnmálaflokki – Reykjavík HEMA Club,“ segir í færslunni á ensku.Ekki tilbúin að starfa undir formerkjum nýnasisma Í samtali við Vísi segir Atli Freyr Guðmundsson, annar þjálfaranna sem sagði skilið við Væringja í gærkvöldi, að uppljóstrun Ríkharðs Leós hafi komið flatt upp á hann og fleiri. Engin tengsl hafi verið á milli Væringja og þeirrar hugmyndafræði sem formaðurinn aðhyllist og aldrei hafi verið rætt um stjórnmál á æfingum. „Við vorum nokkrir meðlimir sem fannst þetta sverta það starf sem við teljum okkur vera að vinna. Við vorum ekki tilbúin að starfa undir einhverjum formerkjum þar sem formaðurinn væri talsmaður fyrir nýnasista,“ segir Atli Freyr.Rúnar Páll Benediktsson, annar þjálfaranna, sem hefur sagt skilið við Væringja vegna öfgahyggju formannsins.AðsendHann og fleiri vilji ekki láta bendla sig við nýnasisma og því hafi þau ákveðið að stofna nýjan hóp. Fimm félagar hafi sagt skilið við Væringja nú þegar en Atli Freyr býst við því að flestir fylgi í fótspor þeirra. Enginn þeirra sem nú hafa yfirgefið félagið hafi setið í stjórn þess. Ekki náðist í Ríkharð Leó við vinnslu fréttarinnar en símanúmer sem skráð eru á hann virðast ótengd. Á vefsíðu Væringja kemur fram að félagið sé fyrsti og eini HEMA-skólinn á landinu, formlega stofnaður árið 2016. Þar séu æfðar miðaldaskylmingar, aðallega með langsverði. Væringjar voru norrænir víkingar sem gerðust málaliðar Miklagarðskeisara. Skylmingar Tengdar fréttir Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Tveir þjálfarar skylmingafélagsins Væringja sem kennir svonefndar sögulegar evrópskar skylmingar hafa sagt skilið við félagið eftir að formaður þess afhjúpaði sig sem forsprakka hóps nýnasista. Í yfirlýsingu mótmæla þjálfararnir því að öfgahægriöfl slái eign sinni á íþróttina. Annar þeirra segir hugmyndafræði formannsins sverta starfið. Hópur íslenskra og norrænna nýnasista sem kenna sig við Norrænu mótspyrnuhreyfinguna hafa staðið fyrir aðgerðum á Íslandi í vikunni. Um skeið hafa íslenskir nýnasistar haldið úti vefsíðunni Norðurvígi í skjóli nafnleyndar og hafa þeir meðal annars keypt auglýsingar á Facebook.Stundin greindi frá því í gær að Ríkharður Leó Magnússon, formaður og einn stofnenda Væringja, hefði upplýst í hlaðvarpi með norrænum skoðanabræðrum sínum að hann væri leiðtogi íslenska hópsins. Það mæltist illa fyrir hjá Væringjum. Í færslu á Facebook-síðu félagsins, sem nú virðist hafa verið lokað eða eytt, er deginum lýst sem dökkum í sögu félagsins, félagsmanna og evrópskra miðaldabardagaíþrótta (HEMA) almennt. Þar er vísað til þess að Ríkharður Leó hafi sérstaklega talað um miðaldabardagaíþróttir sem góða íþrótt fyrir fólk sem deilir hugmyndafræði hans. „Vegna þessara nýlegu atburða ætla þjálfararnir Atli Freyr og Rúnar Páll að yfirgefa hópinn (ásamt öðrum félögum) til að stofna nýjan hóp sem verður á engan hátt tengdur Væringjum og/eða þessum stjórnmálaflokki – Reykjavík HEMA Club,“ segir í færslunni á ensku.Ekki tilbúin að starfa undir formerkjum nýnasisma Í samtali við Vísi segir Atli Freyr Guðmundsson, annar þjálfaranna sem sagði skilið við Væringja í gærkvöldi, að uppljóstrun Ríkharðs Leós hafi komið flatt upp á hann og fleiri. Engin tengsl hafi verið á milli Væringja og þeirrar hugmyndafræði sem formaðurinn aðhyllist og aldrei hafi verið rætt um stjórnmál á æfingum. „Við vorum nokkrir meðlimir sem fannst þetta sverta það starf sem við teljum okkur vera að vinna. Við vorum ekki tilbúin að starfa undir einhverjum formerkjum þar sem formaðurinn væri talsmaður fyrir nýnasista,“ segir Atli Freyr.Rúnar Páll Benediktsson, annar þjálfaranna, sem hefur sagt skilið við Væringja vegna öfgahyggju formannsins.AðsendHann og fleiri vilji ekki láta bendla sig við nýnasisma og því hafi þau ákveðið að stofna nýjan hóp. Fimm félagar hafi sagt skilið við Væringja nú þegar en Atli Freyr býst við því að flestir fylgi í fótspor þeirra. Enginn þeirra sem nú hafa yfirgefið félagið hafi setið í stjórn þess. Ekki náðist í Ríkharð Leó við vinnslu fréttarinnar en símanúmer sem skráð eru á hann virðast ótengd. Á vefsíðu Væringja kemur fram að félagið sé fyrsti og eini HEMA-skólinn á landinu, formlega stofnaður árið 2016. Þar séu æfðar miðaldaskylmingar, aðallega með langsverði. Væringjar voru norrænir víkingar sem gerðust málaliðar Miklagarðskeisara.
Skylmingar Tengdar fréttir Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30