Ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2019 10:41 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA Greining embættis ríkislögreglustjóra hefur leitt í ljós að utanríkisráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna líflátshótana í garð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. Voru þessar hótanir tilkynntar til embættis ríkislögreglustjóra sem setti málið í skoðun. Embættið vildi ekki tjá sig um þessa skoðun þegar Vísir óskaði upplýsinga um framvindu hennar. Var óskað eftir upplýsingum um hvort einhver hefði verið handtekinn eða yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Í svari frá embættinu kom fram að ábendingin frá ráðuneytinu hefði farið í hefðbundinn farveg hjá löggæslusviði embættisins en aðrar upplýsingar voru ekki veittar því þær varða öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Vísir sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið þar sem spurt var hvort þessar öryggisráðstafanir væru enn við líði í ráðuneytinu. Svarið barst í morgun en þar segir að samkvæmt greiningu lögreglunnar þyki nú ljóst að ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þessi skrif á samfélagsmiðlum, sem túlkuð voru sem möguleg hótun, voru sett fram eftir að vefur Fréttatímans hafði velt því hvort Guðlaugur Þór og eiginkona hans muni hagnast um fleiri hundruð milljónir króna vegna þriðja orkupakkans. Guðlaugur Þór hefur margoft útskýrt málið og sagt slíkar fullyrðingar fjarstæðukenndar. Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Greining embættis ríkislögreglustjóra hefur leitt í ljós að utanríkisráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna líflátshótana í garð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Utanríkisráðuneytið greip til öryggisráðstafana í kjölfar þessara hótana sem Guðlaugi Þór barst á samfélagsmiðlum í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann. Voru þessar hótanir tilkynntar til embættis ríkislögreglustjóra sem setti málið í skoðun. Embættið vildi ekki tjá sig um þessa skoðun þegar Vísir óskaði upplýsinga um framvindu hennar. Var óskað eftir upplýsingum um hvort einhver hefði verið handtekinn eða yfirheyrður í tengslum við rannsóknina. Í svari frá embættinu kom fram að ábendingin frá ráðuneytinu hefði farið í hefðbundinn farveg hjá löggæslusviði embættisins en aðrar upplýsingar voru ekki veittar því þær varða öryggismál æðstu stjórnar ríkisins. Vísir sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið þar sem spurt var hvort þessar öryggisráðstafanir væru enn við líði í ráðuneytinu. Svarið barst í morgun en þar segir að samkvæmt greiningu lögreglunnar þyki nú ljóst að ráðherra stafi ekki sérstök hætta af hótun sem honum barst. Þessi skrif á samfélagsmiðlum, sem túlkuð voru sem möguleg hótun, voru sett fram eftir að vefur Fréttatímans hafði velt því hvort Guðlaugur Þór og eiginkona hans muni hagnast um fleiri hundruð milljónir króna vegna þriðja orkupakkans. Guðlaugur Þór hefur margoft útskýrt málið og sagt slíkar fullyrðingar fjarstæðukenndar.
Alþingi Lögreglumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15