Meira að segja O.J. Simpson er búinn að fá nóg af látalátunum í Antonio Brown Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 13:00 Antonio Brown. Getty/Christian Petersen Þetta er orðið svo slæmt ástand hjá stjörnuútherja ameríska fótboltans að sjálfur O.J. Simpson sá sig tilneyddan til að koma á Twitter og reyna að tala hann til. NFL-tímabilið hefst hjá Oakland Raiders á mánudaginn en liðið verður væntanlega þar líkt og allt undirbúningstímabilið, án stærstu stjörnu sinnar. Antonio Brown er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár en hann hefur hoppað úr einum vandræðum yfir í önnur á þessu undirbúningstímabili og byrjar væntanlega tímabilið í skammakróknum. Antonio Brown kom til Oakland Raiders liðsins í sumar en hefur lítið látið sjá sig á æfingum. Hann byrjaði á því að fá kalskemmdir á fæturna eftir að hafa heimsótt kæliklefa í blautum sokkum, var síðan í stríði við NFL-deildina vegna þessa hvernig hjálmi honum er skipað að nota á tímabilinu og nú síðast hótaði hann framkvæmdastjóra félagsins barsmíðum eftir að hafa fengið stóra sekt fyrir látalæti sín.From NFL Now: So, what happened at the #Raiders practice yesterday?? pic.twitter.com/2S0vWs426h — Ian Rapoport (@RapSheet) September 5, 2019Antonio Brown trompaðist þegar Mike Mayock afhenti honum bréf þar sem fram kom að Oakland Raiders væri búið að sekta hann um 54 þúsund Bandaríkjadala, tæpar sjö milljónir, fyrir öll skrópin og allt vesenið á undirbúningstímabilinu. Brown varð alveg brjálaður við þessar fréttir og bæði öskraði á og hótaði Mike Mayock barsmíðum. Mike Mayock brást við þessu með því að tilkynna fjölmiðlum að Oakland Raiders væri búið að setja Antonio Brown í agabann. Það er allt eins líklegt að hann spili aldrei fyrir félagið. Málið hefur verið stanslaust í fjölmiðlum enda virðist Antonio Brown alltaf bjóða upp á eitthvað nýtt fjaðrafok þegar rykið er að setjast. Þetta varð til þess að sjálfur O.J. Simpson kom á Twitter og reyndi að gefa honum ráð. O.J. Simpson er frægur NFL-hetja sjálfur en kannski mun frægari fyrir morðið á fyrrum eiginkonu sinni sem hann var þó sýknaður af í frægum réttarhöldum. Það má heyra O.J. Simpson tala til Antonio Brown hér fyrir neðan.Antonio, Please!!! @AB84@Raiders#RaidersNation#antoniobrownpic.twitter.com/vQNMLoZRvk — O.J. Simpson (@TheRealOJ32) September 5, 2019 NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira
Þetta er orðið svo slæmt ástand hjá stjörnuútherja ameríska fótboltans að sjálfur O.J. Simpson sá sig tilneyddan til að koma á Twitter og reyna að tala hann til. NFL-tímabilið hefst hjá Oakland Raiders á mánudaginn en liðið verður væntanlega þar líkt og allt undirbúningstímabilið, án stærstu stjörnu sinnar. Antonio Brown er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár en hann hefur hoppað úr einum vandræðum yfir í önnur á þessu undirbúningstímabili og byrjar væntanlega tímabilið í skammakróknum. Antonio Brown kom til Oakland Raiders liðsins í sumar en hefur lítið látið sjá sig á æfingum. Hann byrjaði á því að fá kalskemmdir á fæturna eftir að hafa heimsótt kæliklefa í blautum sokkum, var síðan í stríði við NFL-deildina vegna þessa hvernig hjálmi honum er skipað að nota á tímabilinu og nú síðast hótaði hann framkvæmdastjóra félagsins barsmíðum eftir að hafa fengið stóra sekt fyrir látalæti sín.From NFL Now: So, what happened at the #Raiders practice yesterday?? pic.twitter.com/2S0vWs426h — Ian Rapoport (@RapSheet) September 5, 2019Antonio Brown trompaðist þegar Mike Mayock afhenti honum bréf þar sem fram kom að Oakland Raiders væri búið að sekta hann um 54 þúsund Bandaríkjadala, tæpar sjö milljónir, fyrir öll skrópin og allt vesenið á undirbúningstímabilinu. Brown varð alveg brjálaður við þessar fréttir og bæði öskraði á og hótaði Mike Mayock barsmíðum. Mike Mayock brást við þessu með því að tilkynna fjölmiðlum að Oakland Raiders væri búið að setja Antonio Brown í agabann. Það er allt eins líklegt að hann spili aldrei fyrir félagið. Málið hefur verið stanslaust í fjölmiðlum enda virðist Antonio Brown alltaf bjóða upp á eitthvað nýtt fjaðrafok þegar rykið er að setjast. Þetta varð til þess að sjálfur O.J. Simpson kom á Twitter og reyndi að gefa honum ráð. O.J. Simpson er frægur NFL-hetja sjálfur en kannski mun frægari fyrir morðið á fyrrum eiginkonu sinni sem hann var þó sýknaður af í frægum réttarhöldum. Það má heyra O.J. Simpson tala til Antonio Brown hér fyrir neðan.Antonio, Please!!! @AB84@Raiders#RaidersNation#antoniobrownpic.twitter.com/vQNMLoZRvk — O.J. Simpson (@TheRealOJ32) September 5, 2019
NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Sjá meira