Meira að segja O.J. Simpson er búinn að fá nóg af látalátunum í Antonio Brown Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 13:00 Antonio Brown. Getty/Christian Petersen Þetta er orðið svo slæmt ástand hjá stjörnuútherja ameríska fótboltans að sjálfur O.J. Simpson sá sig tilneyddan til að koma á Twitter og reyna að tala hann til. NFL-tímabilið hefst hjá Oakland Raiders á mánudaginn en liðið verður væntanlega þar líkt og allt undirbúningstímabilið, án stærstu stjörnu sinnar. Antonio Brown er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár en hann hefur hoppað úr einum vandræðum yfir í önnur á þessu undirbúningstímabili og byrjar væntanlega tímabilið í skammakróknum. Antonio Brown kom til Oakland Raiders liðsins í sumar en hefur lítið látið sjá sig á æfingum. Hann byrjaði á því að fá kalskemmdir á fæturna eftir að hafa heimsótt kæliklefa í blautum sokkum, var síðan í stríði við NFL-deildina vegna þessa hvernig hjálmi honum er skipað að nota á tímabilinu og nú síðast hótaði hann framkvæmdastjóra félagsins barsmíðum eftir að hafa fengið stóra sekt fyrir látalæti sín.From NFL Now: So, what happened at the #Raiders practice yesterday?? pic.twitter.com/2S0vWs426h — Ian Rapoport (@RapSheet) September 5, 2019Antonio Brown trompaðist þegar Mike Mayock afhenti honum bréf þar sem fram kom að Oakland Raiders væri búið að sekta hann um 54 þúsund Bandaríkjadala, tæpar sjö milljónir, fyrir öll skrópin og allt vesenið á undirbúningstímabilinu. Brown varð alveg brjálaður við þessar fréttir og bæði öskraði á og hótaði Mike Mayock barsmíðum. Mike Mayock brást við þessu með því að tilkynna fjölmiðlum að Oakland Raiders væri búið að setja Antonio Brown í agabann. Það er allt eins líklegt að hann spili aldrei fyrir félagið. Málið hefur verið stanslaust í fjölmiðlum enda virðist Antonio Brown alltaf bjóða upp á eitthvað nýtt fjaðrafok þegar rykið er að setjast. Þetta varð til þess að sjálfur O.J. Simpson kom á Twitter og reyndi að gefa honum ráð. O.J. Simpson er frægur NFL-hetja sjálfur en kannski mun frægari fyrir morðið á fyrrum eiginkonu sinni sem hann var þó sýknaður af í frægum réttarhöldum. Það má heyra O.J. Simpson tala til Antonio Brown hér fyrir neðan.Antonio, Please!!! @AB84@Raiders#RaidersNation#antoniobrownpic.twitter.com/vQNMLoZRvk — O.J. Simpson (@TheRealOJ32) September 5, 2019 NFL Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sjá meira
Þetta er orðið svo slæmt ástand hjá stjörnuútherja ameríska fótboltans að sjálfur O.J. Simpson sá sig tilneyddan til að koma á Twitter og reyna að tala hann til. NFL-tímabilið hefst hjá Oakland Raiders á mánudaginn en liðið verður væntanlega þar líkt og allt undirbúningstímabilið, án stærstu stjörnu sinnar. Antonio Brown er einn allra besti útherji NFL-deildarinnar síðustu ár en hann hefur hoppað úr einum vandræðum yfir í önnur á þessu undirbúningstímabili og byrjar væntanlega tímabilið í skammakróknum. Antonio Brown kom til Oakland Raiders liðsins í sumar en hefur lítið látið sjá sig á æfingum. Hann byrjaði á því að fá kalskemmdir á fæturna eftir að hafa heimsótt kæliklefa í blautum sokkum, var síðan í stríði við NFL-deildina vegna þessa hvernig hjálmi honum er skipað að nota á tímabilinu og nú síðast hótaði hann framkvæmdastjóra félagsins barsmíðum eftir að hafa fengið stóra sekt fyrir látalæti sín.From NFL Now: So, what happened at the #Raiders practice yesterday?? pic.twitter.com/2S0vWs426h — Ian Rapoport (@RapSheet) September 5, 2019Antonio Brown trompaðist þegar Mike Mayock afhenti honum bréf þar sem fram kom að Oakland Raiders væri búið að sekta hann um 54 þúsund Bandaríkjadala, tæpar sjö milljónir, fyrir öll skrópin og allt vesenið á undirbúningstímabilinu. Brown varð alveg brjálaður við þessar fréttir og bæði öskraði á og hótaði Mike Mayock barsmíðum. Mike Mayock brást við þessu með því að tilkynna fjölmiðlum að Oakland Raiders væri búið að setja Antonio Brown í agabann. Það er allt eins líklegt að hann spili aldrei fyrir félagið. Málið hefur verið stanslaust í fjölmiðlum enda virðist Antonio Brown alltaf bjóða upp á eitthvað nýtt fjaðrafok þegar rykið er að setjast. Þetta varð til þess að sjálfur O.J. Simpson kom á Twitter og reyndi að gefa honum ráð. O.J. Simpson er frægur NFL-hetja sjálfur en kannski mun frægari fyrir morðið á fyrrum eiginkonu sinni sem hann var þó sýknaður af í frægum réttarhöldum. Það má heyra O.J. Simpson tala til Antonio Brown hér fyrir neðan.Antonio, Please!!! @AB84@Raiders#RaidersNation#antoniobrownpic.twitter.com/vQNMLoZRvk — O.J. Simpson (@TheRealOJ32) September 5, 2019
NFL Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sjá meira