Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2019 08:56 Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en áður hafði verið áætlað. Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nú í morgun og kom þar fram í máli hans að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Það samsvarar um tíu prósentum af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga og í kynningu fjármálaráðuneytisins segir að um þessum breytingum sé ætlað að styðja við heimilin þegar hægir á atvinnulífinu.Klippa: Breytingar tekjuskatts útskýrðar - Fjárlög 2020 Í fjárlagafrumvarpinu segir að meginatriði skattkerfisbreytinganna séu:-Þriggja þrepa tekjuskattskerfi tekið upp.-Nýtt grunnþrep verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep.-Skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls.-Þróun skattleysis- og þrepamarka mun fylgja sömu viðmiðum sem tryggir að sjálfvirk sveiflujöfnun kerfisins dreifist jafnar á alla tekjuhópa.-Dregið úr umfangi samnýtingar skattþrepa með innleiðingu nýs grunnþreps og hækkun skattprósentu miðþreps.Í frumvarpinu segir einnig að þegar skattsbreytingarnar verði komnar að fullu til framkvæmda árið 2021 verði grunnþrepið 5,5 prósentustigum lægra en núverandi grunnþrep og miðþrepið verði einu prósentustigi hærra en núverandi grunnþrep. Þannig verði jöfnunarhlutverki kerfisins viðhaldið í ríkara mæli en verið hefur í gegnum þrepamörk skattkerfisins. Fyrsta skattþrepið nær til 0-354.379 króna tekna. Annað nær til 989.283 króna tekna og það þriðja nær til allra tekna sem eru hærri. Viðmiðunarfjárhæðir tekjuskattkerfisins, eða þrepin sjálf, munu hækka meira um hver áramót en nú tíðkast og munu taka mið af bæði verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Einnig stendur til að lækka tryggingagjaldið um 0,25 prósentustig en hefur þegar verið lækkað um 0,25 prósentustig og var það gert í byrjun þessa árs. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69 prósent í 6,35 prósent og er lækkunum þessum ætlað að styðja við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja.Nýir grænir skattar Ríkisstjórnin ætlar einnig að leggja á nýja græna skatta og eru það sögð mikilvæg skref í þágu loftlagsmála. Urðun úrgangs og flúoraðar gróðurhúsalofttegundir verða skattlagðar en sambærilegir skattar eru sagðir hafa verið í gildi um árabil í nágrannaríkjum Íslands og þar hafi þeir skilað góðum árangri. Áætlað er að skatturinn á urðun úrgangs muni nema um sex þúsund krónum fyrir fjögurra manna heimili á næsta ári. Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Ríkisstjórnin ætlar að lækka tekjuskatt einstaklinga hraðar en áður hafði verið áætlað. Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nú í morgun og kom þar fram í máli hans að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Alls muni lækkanirnar auka ráðstöfunartekjur heimila Íslands um 21 milljarð króna. Það samsvarar um tíu prósentum af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga og í kynningu fjármálaráðuneytisins segir að um þessum breytingum sé ætlað að styðja við heimilin þegar hægir á atvinnulífinu.Klippa: Breytingar tekjuskatts útskýrðar - Fjárlög 2020 Í fjárlagafrumvarpinu segir að meginatriði skattkerfisbreytinganna séu:-Þriggja þrepa tekjuskattskerfi tekið upp.-Nýtt grunnþrep verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep.-Skattleysismörkum haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls.-Þróun skattleysis- og þrepamarka mun fylgja sömu viðmiðum sem tryggir að sjálfvirk sveiflujöfnun kerfisins dreifist jafnar á alla tekjuhópa.-Dregið úr umfangi samnýtingar skattþrepa með innleiðingu nýs grunnþreps og hækkun skattprósentu miðþreps.Í frumvarpinu segir einnig að þegar skattsbreytingarnar verði komnar að fullu til framkvæmda árið 2021 verði grunnþrepið 5,5 prósentustigum lægra en núverandi grunnþrep og miðþrepið verði einu prósentustigi hærra en núverandi grunnþrep. Þannig verði jöfnunarhlutverki kerfisins viðhaldið í ríkara mæli en verið hefur í gegnum þrepamörk skattkerfisins. Fyrsta skattþrepið nær til 0-354.379 króna tekna. Annað nær til 989.283 króna tekna og það þriðja nær til allra tekna sem eru hærri. Viðmiðunarfjárhæðir tekjuskattkerfisins, eða þrepin sjálf, munu hækka meira um hver áramót en nú tíðkast og munu taka mið af bæði verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Einnig stendur til að lækka tryggingagjaldið um 0,25 prósentustig en hefur þegar verið lækkað um 0,25 prósentustig og var það gert í byrjun þessa árs. Um áramót hefur tryggingagjald því verið lækkað frá árinu 2013, úr 7,69 prósent í 6,35 prósent og er lækkunum þessum ætlað að styðja við atvinnusköpun og rekstrargrundvöll fyrirtækja.Nýir grænir skattar Ríkisstjórnin ætlar einnig að leggja á nýja græna skatta og eru það sögð mikilvæg skref í þágu loftlagsmála. Urðun úrgangs og flúoraðar gróðurhúsalofttegundir verða skattlagðar en sambærilegir skattar eru sagðir hafa verið í gildi um árabil í nágrannaríkjum Íslands og þar hafi þeir skilað góðum árangri. Áætlað er að skatturinn á urðun úrgangs muni nema um sex þúsund krónum fyrir fjögurra manna heimili á næsta ári. Nánar um fjárlagafrumvarpið í vaktinni hér að neðan.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Skattar og tollar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira