Eyjan græna verður enn þá grænni á komandi áratugum því að Írar ætla að gróðursetja 400 milljón tré fyrir árið 2040. Er þetta liður í því að berjast við loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Eþíópíumenn komust í heimsfréttirnar fyrir skemmstu þegar þeir gróðursettu 350 milljón tré á einum degi. En Írar, sem eru miklu minni þjóð, ætla að taka þetta í skrefum og planta 22 milljónum trjáa árlega.
Á miðöldum voru 80 prósent af Írlandi þakin skógum en þegar Írum fjölgaði voru skógar ruddir. Árið 1929 var hlutfallið komið niður í aðeins eitt prósent. Á 20. öldinni hækkaði það hægt og er nú rúmlega 10 prósent, langt undir 30 prósenta meðaltali meginlands Evrópu.
Írar ætla að planta 440 milljón trjám fyrir árið 2040
Kristinn Haukur Guðnason skrifar
