Varar við Rússum og Kínverjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. september 2019 07:30 Pence fundaði með forseta Íslands og utanríkisráðherra í Höfða í gær. Fréttablaðið/ERNIR Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, þakkaði Íslendingum sérstaklega fyrir að hafa ekki þegið aðstoð Kínverja í hinu svokallaða belta- og brautarverkefni sem þeir standa fyrir, á blaðamannafundi eftir heimsókn sína í Höfða í gær. Ljóst er að erindi heimsóknar hans má ekki síst rekja til aukins áhuga Rússa og Kínverja á svæðinu eins og varaforsetinn minntist sjálfur á. Katrín Jakobsdóttir lét þess getið á blaðamannafundi með Pence í gærkvöldi að þátttöku Íslands í umræddu verkefni hefði ekki beinlínis verið hafnað heldur hefði ekki verið opnað á samskipti við Kínverja um það. Þá sagði Katrín Íslendinga hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum á norðurslóðum en Rússum. Gríðarlegur viðbúnaður sérsveitar lögreglunnar var í Reykjavík og nágrenni í gær á vegum viðbragðsaðila og fundu margir fyrir töfum á umferð á meðan á sjö klukkustunda langri heimsókn varaforsetans stóð. Komu Pence, og þá sérstaklega íhaldssömum viðhorfum hans, var víða mótmælt í borginni í gær. Í nágrenni fundarstaðarins Höfða reið Advania á vaðið og dró regnbogafána að húni við höfuðstöðvar sínar. Önnur fyrirtæki og stofnanir fylgdu fordæminu og þegar fundarhöld hófust hafði skjaldborg regnbogafána verið mynduð um Höfða. Tveir voru handteknir vegna fánabrennu í nágrenni Höfða en mótmæli fóru að öðru leyti friðsamlega fram.Fyrirtæki og stofnanir í nágrenninu slógu fjölbreytileikaskjaldborg um Höfða meðan á heimsókn Pence stóð þar í gær. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ fundi sínum með varaforsetanum lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vonum sínum til þess að varaforsetinn fengi að kynnast Íslendingum og þeim gildum sem hér eru í hávegum höfð, eins og frelsi og fjölbreytileika. Pence lýsti áhyggjum Bandaríkjamanna af áhrifum bæði Kínverja og Rússa á norðurheimskautinu. „Það er ekki spurning að Kína er að verða öflugra á norðurheimskautinu, bæði efnahagslega og í hernaðarlegu tilliti,“ sagði Pence og sagði það sama gilda um Rússa. „Núna er tíminn til að styrkja bandalag okkar og okkar samstarf í öryggismálum.“ Þá varaði Pence Íslendinga sérstaklega við kínverska tæknirisanum Huawei. Bandarísk stjórnvöld hafa meðal annars sjálf meinað bandarískum fyrirtækjum og stofnunum að eiga í viðskiptum við tæknirisann. Fyrirtækið kemur meðal annars að uppbyggingu á 5G neti hérlendis og hefur forstjóri fyrirtækisins áður hafnað ásökunum um njósnir í samtali við Fréttablaðið. „Ég hvatti Íslendinga einnig til að taka tillit til vandamálanna sem því fylgja þegar sérhver frjáls þjóð notar tæki frá Huawei. Huawei er kínverskt fyrirtæki sem samkvæmt kínverskum lögum neyðist til að afhenda öll gögn sem það sækir til kínverskra yfirvalda og kommúnistaflokksins,“ sagði Pence. Hann sagðist hafa hvatt utanríkisráðherra Ísland til að taka afstöðu með Bandaríkjunum og hafna umræddri tækni. Inntur eftir því hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006 svaraði Pence því ekki beint. Hann sagðist hins vegar myndu spjalla við starfsfólk á herstöðinni og greina Donald Trump Bandaríkjaforseta frá gangi mála. Þá sagðist hann ætla að ræða herstöðina frekar við forsætisráðherra. Sjálf hafði Katrín Jakobsdóttir ekki síður áhuga á að ræða hinsegin- og jafnréttismál á fundi þeirra. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, þakkaði Íslendingum sérstaklega fyrir að hafa ekki þegið aðstoð Kínverja í hinu svokallaða belta- og brautarverkefni sem þeir standa fyrir, á blaðamannafundi eftir heimsókn sína í Höfða í gær. Ljóst er að erindi heimsóknar hans má ekki síst rekja til aukins áhuga Rússa og Kínverja á svæðinu eins og varaforsetinn minntist sjálfur á. Katrín Jakobsdóttir lét þess getið á blaðamannafundi með Pence í gærkvöldi að þátttöku Íslands í umræddu verkefni hefði ekki beinlínis verið hafnað heldur hefði ekki verið opnað á samskipti við Kínverja um það. Þá sagði Katrín Íslendinga hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum á norðurslóðum en Rússum. Gríðarlegur viðbúnaður sérsveitar lögreglunnar var í Reykjavík og nágrenni í gær á vegum viðbragðsaðila og fundu margir fyrir töfum á umferð á meðan á sjö klukkustunda langri heimsókn varaforsetans stóð. Komu Pence, og þá sérstaklega íhaldssömum viðhorfum hans, var víða mótmælt í borginni í gær. Í nágrenni fundarstaðarins Höfða reið Advania á vaðið og dró regnbogafána að húni við höfuðstöðvar sínar. Önnur fyrirtæki og stofnanir fylgdu fordæminu og þegar fundarhöld hófust hafði skjaldborg regnbogafána verið mynduð um Höfða. Tveir voru handteknir vegna fánabrennu í nágrenni Höfða en mótmæli fóru að öðru leyti friðsamlega fram.Fyrirtæki og stofnanir í nágrenninu slógu fjölbreytileikaskjaldborg um Höfða meðan á heimsókn Pence stóð þar í gær. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ fundi sínum með varaforsetanum lýsti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vonum sínum til þess að varaforsetinn fengi að kynnast Íslendingum og þeim gildum sem hér eru í hávegum höfð, eins og frelsi og fjölbreytileika. Pence lýsti áhyggjum Bandaríkjamanna af áhrifum bæði Kínverja og Rússa á norðurheimskautinu. „Það er ekki spurning að Kína er að verða öflugra á norðurheimskautinu, bæði efnahagslega og í hernaðarlegu tilliti,“ sagði Pence og sagði það sama gilda um Rússa. „Núna er tíminn til að styrkja bandalag okkar og okkar samstarf í öryggismálum.“ Þá varaði Pence Íslendinga sérstaklega við kínverska tæknirisanum Huawei. Bandarísk stjórnvöld hafa meðal annars sjálf meinað bandarískum fyrirtækjum og stofnunum að eiga í viðskiptum við tæknirisann. Fyrirtækið kemur meðal annars að uppbyggingu á 5G neti hérlendis og hefur forstjóri fyrirtækisins áður hafnað ásökunum um njósnir í samtali við Fréttablaðið. „Ég hvatti Íslendinga einnig til að taka tillit til vandamálanna sem því fylgja þegar sérhver frjáls þjóð notar tæki frá Huawei. Huawei er kínverskt fyrirtæki sem samkvæmt kínverskum lögum neyðist til að afhenda öll gögn sem það sækir til kínverskra yfirvalda og kommúnistaflokksins,“ sagði Pence. Hann sagðist hafa hvatt utanríkisráðherra Ísland til að taka afstöðu með Bandaríkjunum og hafna umræddri tækni. Inntur eftir því hvort það hefðu verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík árið 2006 svaraði Pence því ekki beint. Hann sagðist hins vegar myndu spjalla við starfsfólk á herstöðinni og greina Donald Trump Bandaríkjaforseta frá gangi mála. Þá sagðist hann ætla að ræða herstöðina frekar við forsætisráðherra. Sjálf hafði Katrín Jakobsdóttir ekki síður áhuga á að ræða hinsegin- og jafnréttismál á fundi þeirra.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Huawei Utanríkismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira