Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. september 2019 18:58 Varaforseti Bandaríkjanna segir Ísland aldrei mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi en nú. Í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum sé mikilvæg fyrir Bandaríkjamenn að treysta böndin við þjóðir á þessum slóðum. Ekki hefur komið opinberlega fram hjá íslenskum yfirvöldum að Ísland sé búið að hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. Eftir að dagskrá var formlega lokið í Höfða í dag steig varaforsetinn út á tröppur hússins og bjó sig til brottfara til Keflavíkur, á að hans sögn mikilvægan fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. A leið sinni ávarpaði Pence óvænt fjölmiðlamenn.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans við komuna í Keflavík í dag.Vísir/Jóhann K.Styrkja böndin við þjóðir á NorðurslóðumTelur þú að það hafi verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík 2006 og hverjar fyrirætlanir Bandaríkjamanna eru varðandi hernaðarmál á Íslandi? „Bandaríkin eru algerlega staðráðin í að eiga samstarf við Ísland og tryggja að við höfum næg hergögn og mannafla í sambandi við Ísland, sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. „Bandaríkjamenn eru þakklátir fyrir afstöðu Íslendinga þegar þeir höfnuðu fjárfestingum Kínverja til innviðauppbyggingar á Íslandi. Við trúum því sannarlega að það sé nauðsynlegt að við styrkjum tengsl þjóðanna í þessum heimshluta og að Ísland skyldi taka þessa afstöðu var mikilvægt skref sem við fögnum mjög,“ sagði Pence. Hann sagði það enga spurningu að Kínverjar séu í dag mun virkari í efnahags- og viðskiptalega á Norðurslóðum og að Rússar séu einnig að auka hernaðarmátt sinn á þessum slóðum. Því segir hann áríðandi að Bandaríkamenn treysti böndin við þjóðir á þessum slóðum. „Og við segjum við Rússa að við munum verja öryggi okkar og hagsmuni á norðurslóðum. Við munum byggja upp samstarf við þjóðir eins og Íslendinga og öll bandalagsríki okkar á þessu svæði,“ sagði Pence.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans heilsa íslensku sendinefndinni.Vísir/Jóhann K.Hvatti untanríkisráðherra til þess að sniðganga Huawei Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. „Raunveruleikinn er sá að við teljum ekki að það samræmist öryggi frjálsra þjóða, við teljum ekki að það samræmist einkalífi fólks sem nýtur frelsis í löndum eins og Bandaríkjunum og Íslandi. Svo ég hvatti utanríkisráðherrann í dag, eins og ég mun hvetja forsætisráðherrann, til að taka undir með okkur þegar við hvetjum þjóðir þessa bandalags,“ sagði Pence. Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna segir Ísland aldrei mikilvægara í varnar- og hernaðarlegum skilningi en nú. Í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum sé mikilvæg fyrir Bandaríkjamenn að treysta böndin við þjóðir á þessum slóðum. Ekki hefur komið opinberlega fram hjá íslenskum yfirvöldum að Ísland sé búið að hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. Eftir að dagskrá var formlega lokið í Höfða í dag steig varaforsetinn út á tröppur hússins og bjó sig til brottfara til Keflavíkur, á að hans sögn mikilvægan fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. A leið sinni ávarpaði Pence óvænt fjölmiðlamenn.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans við komuna í Keflavík í dag.Vísir/Jóhann K.Styrkja böndin við þjóðir á NorðurslóðumTelur þú að það hafi verið mistök að loka herstöðinni í Keflavík 2006 og hverjar fyrirætlanir Bandaríkjamanna eru varðandi hernaðarmál á Íslandi? „Bandaríkin eru algerlega staðráðin í að eiga samstarf við Ísland og tryggja að við höfum næg hergögn og mannafla í sambandi við Ísland, sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. „Bandaríkjamenn eru þakklátir fyrir afstöðu Íslendinga þegar þeir höfnuðu fjárfestingum Kínverja til innviðauppbyggingar á Íslandi. Við trúum því sannarlega að það sé nauðsynlegt að við styrkjum tengsl þjóðanna í þessum heimshluta og að Ísland skyldi taka þessa afstöðu var mikilvægt skref sem við fögnum mjög,“ sagði Pence. Hann sagði það enga spurningu að Kínverjar séu í dag mun virkari í efnahags- og viðskiptalega á Norðurslóðum og að Rússar séu einnig að auka hernaðarmátt sinn á þessum slóðum. Því segir hann áríðandi að Bandaríkamenn treysti böndin við þjóðir á þessum slóðum. „Og við segjum við Rússa að við munum verja öryggi okkar og hagsmuni á norðurslóðum. Við munum byggja upp samstarf við þjóðir eins og Íslendinga og öll bandalagsríki okkar á þessu svæði,“ sagði Pence.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna og eiginkona hans heilsa íslensku sendinefndinni.Vísir/Jóhann K.Hvatti untanríkisráðherra til þess að sniðganga Huawei Pence hvatti Íslendinga jafnframt til að forðast kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei, sem hann sagði þurfa að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur sína. „Raunveruleikinn er sá að við teljum ekki að það samræmist öryggi frjálsra þjóða, við teljum ekki að það samræmist einkalífi fólks sem nýtur frelsis í löndum eins og Bandaríkjunum og Íslandi. Svo ég hvatti utanríkisráðherrann í dag, eins og ég mun hvetja forsætisráðherrann, til að taka undir með okkur þegar við hvetjum þjóðir þessa bandalags,“ sagði Pence.
Heimsókn Mike Pence Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Umstangið í kringum komu Pence í myndum Það er óhætt að segja að koma varaforsetahjónanna Mike og Karen Pence fari varla framhjá nokkrum íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 4. september 2019 14:20