Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2019 10:31 Von er á Mike Pence og eiginkonu hans Karen í Höfða klukkan 13:50 í dag. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður er á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Flaggað er við Höfða þar sem Pence mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á öðrum tímanum. Eins og sjá má á myndinni að ofan var níu fánum flaggað við Höfða í morgun. Fimm bandarískum og fjórum íslenskum. Sá lengst til vinstri frá áhorfanda séð var sá bandaríski sem er í andstöðu við leiðbeiningar á vefsíðu Stjórnarráðsins um notkun íslenska fána. Gunnar nokkur vakti athygli á þessu á Twitter í dag. Í framhaldi af því að vakin var athygli á rangri uppröðun fánanna var brugðist við og var hún löguð. Þetta líkar mér! pic.twitter.com/2BNUoNxDcg— gunnare (@gunnare) September 4, 2019 Hannes Heimisson, prótókóllstjóri utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að mistök hafi verið gerð í morgun. Þau hafi verið leiðrétt enda skipti smáatriðin máli. Umfjöllun um fánann og notkun hans á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum um fánann segir: Að jafnaði eru erlendir þjóðfánar einungis notaðir hér á landi af opinberum fulltrúum erlendra ríkja eða milliríkjastofnunum. Á milliríkjamótum eða öðrum fjölþjóðlegum samkomum má hafa uppi þjóðfána erlendra ríkja ásamt íslenska fánanum. Í röð þjóðfána skal íslenski fáninn vera lengst til vinstri séð frá áhorfanda (eða þegar komið er að fánastað), en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í stafrófsröð íslenskra heita hlutaðeigandi ríkja. Fánastöngina háu má sjá á milli lögreglumannanna á myndinni.Vísir/Vilhelm Annar fáni við Höfða hefur vakið nokkra athygli. Sá er austan við bygginguna og í hæstu hæðum á þar til gerðri fánastöng. Svo hátt er hann að hann rétt náðist inn á ljósmynd Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, sem myndaði lögreglumenn við Höfða í morgun. Í reglum um meðferð íslenska fánans segir að „þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlutfall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi.“ Æskilegt sé að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ljóst er að breidd fánans á háu fánastönginni er ekki 20 prósent af lengd fánastangar eins og lagt er til. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Íslenski fáninn Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Mikill viðbúnaður er á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Flaggað er við Höfða þar sem Pence mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á öðrum tímanum. Eins og sjá má á myndinni að ofan var níu fánum flaggað við Höfða í morgun. Fimm bandarískum og fjórum íslenskum. Sá lengst til vinstri frá áhorfanda séð var sá bandaríski sem er í andstöðu við leiðbeiningar á vefsíðu Stjórnarráðsins um notkun íslenska fána. Gunnar nokkur vakti athygli á þessu á Twitter í dag. Í framhaldi af því að vakin var athygli á rangri uppröðun fánanna var brugðist við og var hún löguð. Þetta líkar mér! pic.twitter.com/2BNUoNxDcg— gunnare (@gunnare) September 4, 2019 Hannes Heimisson, prótókóllstjóri utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að mistök hafi verið gerð í morgun. Þau hafi verið leiðrétt enda skipti smáatriðin máli. Umfjöllun um fánann og notkun hans á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum um fánann segir: Að jafnaði eru erlendir þjóðfánar einungis notaðir hér á landi af opinberum fulltrúum erlendra ríkja eða milliríkjastofnunum. Á milliríkjamótum eða öðrum fjölþjóðlegum samkomum má hafa uppi þjóðfána erlendra ríkja ásamt íslenska fánanum. Í röð þjóðfána skal íslenski fáninn vera lengst til vinstri séð frá áhorfanda (eða þegar komið er að fánastað), en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í stafrófsröð íslenskra heita hlutaðeigandi ríkja. Fánastöngina háu má sjá á milli lögreglumannanna á myndinni.Vísir/Vilhelm Annar fáni við Höfða hefur vakið nokkra athygli. Sá er austan við bygginguna og í hæstu hæðum á þar til gerðri fánastöng. Svo hátt er hann að hann rétt náðist inn á ljósmynd Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, sem myndaði lögreglumenn við Höfða í morgun. Í reglum um meðferð íslenska fánans segir að „þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlutfall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi.“ Æskilegt sé að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ljóst er að breidd fánans á háu fánastönginni er ekki 20 prósent af lengd fánastangar eins og lagt er til.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Íslenski fáninn Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira