Starfslið Pence leigir sextíu leigubíla Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2019 18:42 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundar með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, á morgun. stöð 2 Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. Utanríkisráðherra segir fund hans með varaforsetanum fyrst og fremst snúast um viðskiptamál en öryggis- og varnarmál verði einnig rædd gefist tóm til þess. Flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lendir á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil á morgun og fljótlega upp úr því heldur hann til fundar við utanríkisráðherra. Hundruð starfsmanna varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga ásamt leyniþjónustumönnum til undirbúa heimsóknina en mikil fyrirferð fylgir jafnan varaforsetanum og forsetanum á ferðum þeirra. Það er til marks um öryggisráðstafanirnar að nú þegar er búið að loka aðganginum að Höfða, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu funda á morgun. Það er auðvitað engin tilviljun að þeir funda í þessu sögufræga húsi þar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhael Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna áttu frægan leiðtogafund í október 1986.Öryggis- og varnarmál verða rædd á fundi Pence og Guðlaugar Þórs en fyrr í vikunni lentu hér á landi flokkur herflugvéla vegna komu varaforsetans til landsins.stöð 2„Þú nefndir réttilega að varaforseti Bandaríkjanna kemur ekki hingað á hverjum degi. Bara hlutir eins og öryggismálin eru svo miklu víðfeðmari en hjá öðrum þjóðarleiðtogum sem við höfum tekið á móti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Reikna má með að hundruð starfsmanna varaforsetans og leyniþjónustufólks sem sér um öryggi hans sé hér á landi. En samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fylgdarliðið meðal annars leigt um sextíu bifreiðar af Hreyfli sem standa í röðum ásamt vænum bílaflota frá Bandaríkjunum fyrir utan Grand hótel þar sem liðið býr. Æðsti maður undanfaranna fundaði með embættismönnum í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem væntanlega var verið að leggja lokahönd á undirbúning komu varaforsetans. „Það sem við erum að taka þátt í er viðskiptaþing sem snýr að tvíhliða viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Guðlaugur. Þar sem íslenskir og bandarískir kaupsýslumenn ræða viðskipti landanna en undirbúningur hófst eftir fund utanríkisráðherra með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Guðlaugur Þór segir öryggis- og varnarmál örugglega einnig verða rædd eftir því sem tíminn leyfi. En Bandaríkjamenn hefja bráðlega milljarða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem er þyrnir í augum margra. „Ef menn eru að vísa til þess að þetta sé svipað og þegar hér var herstöð þá er auðvitað langur vegur frá. Hér er fyrst og fremst um að ræða viðhald og endurnýjun á varnarmannvirkjum. Bæði tæknin breytist og flugvélar og annað slíkt. Og því miður hefur þurft að vera meiri viðvera heldur áður. Sú þróun hófst eftir innlimun Krímskaga eins og við þekkjum,“ segir Guðlaugur Þór. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. Utanríkisráðherra segir fund hans með varaforsetanum fyrst og fremst snúast um viðskiptamál en öryggis- og varnarmál verði einnig rædd gefist tóm til þess. Flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lendir á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil á morgun og fljótlega upp úr því heldur hann til fundar við utanríkisráðherra. Hundruð starfsmanna varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga ásamt leyniþjónustumönnum til undirbúa heimsóknina en mikil fyrirferð fylgir jafnan varaforsetanum og forsetanum á ferðum þeirra. Það er til marks um öryggisráðstafanirnar að nú þegar er búið að loka aðganginum að Höfða, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu funda á morgun. Það er auðvitað engin tilviljun að þeir funda í þessu sögufræga húsi þar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhael Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna áttu frægan leiðtogafund í október 1986.Öryggis- og varnarmál verða rædd á fundi Pence og Guðlaugar Þórs en fyrr í vikunni lentu hér á landi flokkur herflugvéla vegna komu varaforsetans til landsins.stöð 2„Þú nefndir réttilega að varaforseti Bandaríkjanna kemur ekki hingað á hverjum degi. Bara hlutir eins og öryggismálin eru svo miklu víðfeðmari en hjá öðrum þjóðarleiðtogum sem við höfum tekið á móti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Reikna má með að hundruð starfsmanna varaforsetans og leyniþjónustufólks sem sér um öryggi hans sé hér á landi. En samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fylgdarliðið meðal annars leigt um sextíu bifreiðar af Hreyfli sem standa í röðum ásamt vænum bílaflota frá Bandaríkjunum fyrir utan Grand hótel þar sem liðið býr. Æðsti maður undanfaranna fundaði með embættismönnum í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem væntanlega var verið að leggja lokahönd á undirbúning komu varaforsetans. „Það sem við erum að taka þátt í er viðskiptaþing sem snýr að tvíhliða viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Guðlaugur. Þar sem íslenskir og bandarískir kaupsýslumenn ræða viðskipti landanna en undirbúningur hófst eftir fund utanríkisráðherra með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Guðlaugur Þór segir öryggis- og varnarmál örugglega einnig verða rædd eftir því sem tíminn leyfi. En Bandaríkjamenn hefja bráðlega milljarða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem er þyrnir í augum margra. „Ef menn eru að vísa til þess að þetta sé svipað og þegar hér var herstöð þá er auðvitað langur vegur frá. Hér er fyrst og fremst um að ræða viðhald og endurnýjun á varnarmannvirkjum. Bæði tæknin breytist og flugvélar og annað slíkt. Og því miður hefur þurft að vera meiri viðvera heldur áður. Sú þróun hófst eftir innlimun Krímskaga eins og við þekkjum,“ segir Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira