Fjórtán starfsmönnum sagt upp hjá ÍSAM Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2019 16:35 Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Fyrirtækið á Mylluna, Ora, Kexsmiðjuna og Frón. Mynd/Samsett Fjórtán starfsmönnum var sagt upp hjá fyrirtækinu ÍSAM um síðustu mánaðamót. Þetta staðfestir Hermann Stefánsson forstjóri ÍSAM í svari við fyrirspurn Vísis. Starfsmennirnir unnu í mörgum deildum fyrirtækisins, svo sem við framleiðslu, sölu, dreifingu og á skrifstofu. Hermann segir uppsagnirnar lið í því að snúa taprekstri undanfarinna ára við. Unnið sé að breyttu skipulagi fyrirtækisins með það að leiðarljósi að „draga úr kostnaði, skerpa á fókus í rekstrinum og gera ÍSAM betur í stakk búið að starfa á krefjandi samkeppnismarkaði.“Sjá einnig: Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ein hagræðingarleiðin felist til að mynda í því að flytja stóran hluta starfseminnar á einn stað á Korputorgi en höfuðstöðvar ÍSAM eru að Tunguhálsi 11. Alls starfa um 400 manns hjá ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexsmiðjuna og Frón. Í apríl síðastliðnum sætti ÍSAM mikilli gagnrýni af hálfu forkólfa innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að fyrirtækið boðaði verðhækkanir, yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið var hvatt til sniðgöngu á vörum fyrirtækisins. Hermann Stefánsson forstjóri tjáði Vísi á sínum tíma að tölvupósturinn hefði vissulega verið óheppilega tímasettur. Hann sagði þó að fyrirtækinu væri nauðugur kostur að hækka verð á vörum sínum í ljósi samkeppnisstöðu íslensks framleiðsluiðnaðar. Í júní síðastliðnum var svo greint frá því að hluthafar hefðu lagt ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tap fyrirtækisins jókst um 310 milljónir króna á milli ára. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir yrðu kjarasamningar samþykktir, hafa verið óheppilega tímasettan. 24. apríl 2019 13:56 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. 24. apríl 2019 20:00 Lögðu ÍSAM til 800 milljónir Hluthafar lögðu ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tapið jókst um 310 milljónir króna á milli ára. 5. júní 2019 08:30 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Fjórtán starfsmönnum var sagt upp hjá fyrirtækinu ÍSAM um síðustu mánaðamót. Þetta staðfestir Hermann Stefánsson forstjóri ÍSAM í svari við fyrirspurn Vísis. Starfsmennirnir unnu í mörgum deildum fyrirtækisins, svo sem við framleiðslu, sölu, dreifingu og á skrifstofu. Hermann segir uppsagnirnar lið í því að snúa taprekstri undanfarinna ára við. Unnið sé að breyttu skipulagi fyrirtækisins með það að leiðarljósi að „draga úr kostnaði, skerpa á fókus í rekstrinum og gera ÍSAM betur í stakk búið að starfa á krefjandi samkeppnismarkaði.“Sjá einnig: Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ein hagræðingarleiðin felist til að mynda í því að flytja stóran hluta starfseminnar á einn stað á Korputorgi en höfuðstöðvar ÍSAM eru að Tunguhálsi 11. Alls starfa um 400 manns hjá ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexsmiðjuna og Frón. Í apríl síðastliðnum sætti ÍSAM mikilli gagnrýni af hálfu forkólfa innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að fyrirtækið boðaði verðhækkanir, yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið var hvatt til sniðgöngu á vörum fyrirtækisins. Hermann Stefánsson forstjóri tjáði Vísi á sínum tíma að tölvupósturinn hefði vissulega verið óheppilega tímasettur. Hann sagði þó að fyrirtækinu væri nauðugur kostur að hækka verð á vörum sínum í ljósi samkeppnisstöðu íslensks framleiðsluiðnaðar. Í júní síðastliðnum var svo greint frá því að hluthafar hefðu lagt ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tap fyrirtækisins jókst um 310 milljónir króna á milli ára.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir yrðu kjarasamningar samþykktir, hafa verið óheppilega tímasettan. 24. apríl 2019 13:56 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. 24. apríl 2019 20:00 Lögðu ÍSAM til 800 milljónir Hluthafar lögðu ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tapið jókst um 310 milljónir króna á milli ára. 5. júní 2019 08:30 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Forstjóri ÍSAM telur hækkanirnar hóflegar og ekki tilefni til sniðgöngu Forstjóri ÍSAM segir tölvupóstinn, sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum sínum til að boða verðhækkanir yrðu kjarasamningar samþykktir, hafa verið óheppilega tímasettan. 24. apríl 2019 13:56
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06
Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. 24. apríl 2019 20:00
Lögðu ÍSAM til 800 milljónir Hluthafar lögðu ÍSAM til 800 milljónir króna í fyrra samhliða 662 milljóna króna tapi fyrir tekjuskatt. Tapið jókst um 310 milljónir króna á milli ára. 5. júní 2019 08:30