Ekkert verður af hádegisverði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem átti að vera á Bessastöðum á morgun. Var hætt við þann hádegisverð vegna breytingar á ferðatilhögun Mike Pence samkvæmt heimildum Vísis.
Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins.
Búist er við að Mike Pence muni funda með Guðna Th. Jóhannessyni en hvar og hvenær það verður liggur ekki fyrir.
Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar

Tengdar fréttir

Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence
Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli.

Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence
Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna.