Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 16:10 Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd/Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu hittast á fundi „í tengslum við heimsókn hans til Íslands“, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Sjá einnig: Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Á tímabili leit út fyrir að Katrín myndi ekki ná að funda með Pence, sem boðaði komu sína hingað til lands fyrir nokkru síðan. Ákvörðun forsætisráðherra um að sækja þing Norræna verkalýðssambandsins í Malmö í stað þess að taka á móti Pence vakti athygli heimsmiðlanna.Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Nú er ljóst að af fundinum verður.Umdeild heimsókn Ekki kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins hvað Katrín og Pence muni ræða á fundi sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði ráð fyrir því í samtali við fréttastofu í ágúst að haldið verði málþing hér á landi um tvíhliða viðskipti Bandaríkjanna og Íslands með komu Pence til landsins. Þá sagði hann að varaforsetinn myndi einnig kynna sér varnartengda starfsemi hér á landi, en ekki sé gert ráð fyrir neinum formlegum fundum um varnarmál milli Pence og íslenskra ráðamanna. Reuters-fréttastofan hafði eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar á dögunum að Pence hygðist í Íslandsheimsókn sinni ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Fyrirhuguð heimsókn Pence hingað til lands hefur verið umdeild. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur lýst yfir óánægju með „óljósan“ tilgang heimsóknar Pence. Þá sagðist hann óttast að samtal Pence og íslenskra ráðamanna muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78 lýsti jafnframt yfir áhyggjum af heimsókn Pence á grundvelli neikvæðra viðhorfa hans til hinseginfólks.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu hittast á fundi „í tengslum við heimsókn hans til Íslands“, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Sjá einnig: Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Á tímabili leit út fyrir að Katrín myndi ekki ná að funda með Pence, sem boðaði komu sína hingað til lands fyrir nokkru síðan. Ákvörðun forsætisráðherra um að sækja þing Norræna verkalýðssambandsins í Malmö í stað þess að taka á móti Pence vakti athygli heimsmiðlanna.Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Nú er ljóst að af fundinum verður.Umdeild heimsókn Ekki kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins hvað Katrín og Pence muni ræða á fundi sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði ráð fyrir því í samtali við fréttastofu í ágúst að haldið verði málþing hér á landi um tvíhliða viðskipti Bandaríkjanna og Íslands með komu Pence til landsins. Þá sagði hann að varaforsetinn myndi einnig kynna sér varnartengda starfsemi hér á landi, en ekki sé gert ráð fyrir neinum formlegum fundum um varnarmál milli Pence og íslenskra ráðamanna. Reuters-fréttastofan hafði eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar á dögunum að Pence hygðist í Íslandsheimsókn sinni ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Fyrirhuguð heimsókn Pence hingað til lands hefur verið umdeild. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur lýst yfir óánægju með „óljósan“ tilgang heimsóknar Pence. Þá sagðist hann óttast að samtal Pence og íslenskra ráðamanna muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78 lýsti jafnframt yfir áhyggjum af heimsókn Pence á grundvelli neikvæðra viðhorfa hans til hinseginfólks.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45