Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Birgir Olgeirsson skrifar 1. september 2019 22:00 Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian. Vísir/Sigurjón Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 120 lönd hafa skrifað undir samkomulag um þátttöku Kínverja í innviðaframkvæmdum og telur sendiherra Kína, Ísland passa fullkomlega í innviðaverkefnið Belti og braut. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Er það byggt á hinni fornu Silkileið en Belti stendur fyrir landleiðir en braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, segir verkefnið snúast í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. „Á undanförnum rúmum sex árum höfum við séð mikla framþróun. Við höfum undirritað tvíhliða samninga við rúmlega 120 ríki, við næstum 30 alþjóðasamtök, og þarna eru 17 Evrópuríki,“ segir Zhijian.Hér má sjá Vladimir Putin, forseta Rússlands, og Xi Jiping, forseta Kína, á Belti og braut-ráðstefnunni sem haldin var í Kína í apríl síðastliðnum. Bandaríkjastjórn hefur miklar áhyggjur af innreið Rússa og Kínverja á Norðurslóðir.Vísir/GettyÁvinningurinn sé mikill fyrir þátttökuþjóðir. Zhijian segir Ísland passa vel inn í Belti og braut vegna staðsetningar landsins og komi til greina sem miðstöð flutninga ef Kínverjar ná að þróa nýja Silkileið um Norðurskautið. Þannig yrði hægt að stytta sjóleiðina frá Asíu til Evrópu úr 40 í 20 daga. Kæmi sú leið í stað þess að þurfa að sigla í gegnum Súes- og Panamaskurðina. „Samkvæmt opinberum upplýsingum er íslenska ríkisstjórnin opin fyrir þeirri hugmynd að undirrita þessa viljayfirlýsingu á viðeigandi tíma í framtíðinni. Við vonumst til að Ísland taki þátt í þessu framtaksverkefni,“ segir Zhijian. Á þessari stundu sé of snemmt að segja til um hvaða framkvæmdir það yrðu en helst yrði horft til hafna og flugvalla. Ekki sé skilyrði að undirgangast alla skilmála verkefnisins, Ísland geti gert samninga um einstök verkefni líkt og Finnar. Er Finnar með í bígerð að bora neðansjávargöng frá Helsinki til Tallin og að leggja járnbraut frá finnsku borginni Rovaniemi til norska bæjarins Kirkens. Bæði Kínverjar og Evrópusambandið koma að þeim verkefnum.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins.Vísir/GettyMike Pence varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins. Greindi Reuters frá því að Pence ætli að ræða innrásir Rússa og Kínverjar inn á norðurslóðir í heimsókn sinni. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir áhyggjum af auknum hernaðarumsvifum Rússa á norðurslóðum og telur jafnframt að fylgjast verði náið með ásókn Kínverja á svæðið. Hefur Bandaríkjaher áformað sjö milljarða króna í mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Í maí síðastliðnum tók Ísland við formennsku í Norðurskautsráði en á flokksráðsfundi Vinstri grænna, flokki Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, sem var haldinn um helgina, var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á Norðurslóðum mótmælt einróma. Zhijian segir Kína vilja stuðla að heimsfriði og enginn hafi hag af vígbúnaðarkapphlaupi á Norðurslóðum. „Við höfum ekkert á móti þróun tvíhliðatengsla á milli Íslands og Bandaríkjanna en við vonum að hver meðlimur alþjóðanefndarinnar leggi sitt af mörgum til friðar og þróunar mannkynsins en ekki einstakra landa.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 120 lönd hafa skrifað undir samkomulag um þátttöku Kínverja í innviðaframkvæmdum og telur sendiherra Kína, Ísland passa fullkomlega í innviðaverkefnið Belti og braut. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Er það byggt á hinni fornu Silkileið en Belti stendur fyrir landleiðir en braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, segir verkefnið snúast í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. „Á undanförnum rúmum sex árum höfum við séð mikla framþróun. Við höfum undirritað tvíhliða samninga við rúmlega 120 ríki, við næstum 30 alþjóðasamtök, og þarna eru 17 Evrópuríki,“ segir Zhijian.Hér má sjá Vladimir Putin, forseta Rússlands, og Xi Jiping, forseta Kína, á Belti og braut-ráðstefnunni sem haldin var í Kína í apríl síðastliðnum. Bandaríkjastjórn hefur miklar áhyggjur af innreið Rússa og Kínverja á Norðurslóðir.Vísir/GettyÁvinningurinn sé mikill fyrir þátttökuþjóðir. Zhijian segir Ísland passa vel inn í Belti og braut vegna staðsetningar landsins og komi til greina sem miðstöð flutninga ef Kínverjar ná að þróa nýja Silkileið um Norðurskautið. Þannig yrði hægt að stytta sjóleiðina frá Asíu til Evrópu úr 40 í 20 daga. Kæmi sú leið í stað þess að þurfa að sigla í gegnum Súes- og Panamaskurðina. „Samkvæmt opinberum upplýsingum er íslenska ríkisstjórnin opin fyrir þeirri hugmynd að undirrita þessa viljayfirlýsingu á viðeigandi tíma í framtíðinni. Við vonumst til að Ísland taki þátt í þessu framtaksverkefni,“ segir Zhijian. Á þessari stundu sé of snemmt að segja til um hvaða framkvæmdir það yrðu en helst yrði horft til hafna og flugvalla. Ekki sé skilyrði að undirgangast alla skilmála verkefnisins, Ísland geti gert samninga um einstök verkefni líkt og Finnar. Er Finnar með í bígerð að bora neðansjávargöng frá Helsinki til Tallin og að leggja járnbraut frá finnsku borginni Rovaniemi til norska bæjarins Kirkens. Bæði Kínverjar og Evrópusambandið koma að þeim verkefnum.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins.Vísir/GettyMike Pence varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins. Greindi Reuters frá því að Pence ætli að ræða innrásir Rússa og Kínverjar inn á norðurslóðir í heimsókn sinni. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir áhyggjum af auknum hernaðarumsvifum Rússa á norðurslóðum og telur jafnframt að fylgjast verði náið með ásókn Kínverja á svæðið. Hefur Bandaríkjaher áformað sjö milljarða króna í mannvirkjauppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Í maí síðastliðnum tók Ísland við formennsku í Norðurskautsráði en á flokksráðsfundi Vinstri grænna, flokki Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, sem var haldinn um helgina, var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á Norðurslóðum mótmælt einróma. Zhijian segir Kína vilja stuðla að heimsfriði og enginn hafi hag af vígbúnaðarkapphlaupi á Norðurslóðum. „Við höfum ekkert á móti þróun tvíhliðatengsla á milli Íslands og Bandaríkjanna en við vonum að hver meðlimur alþjóðanefndarinnar leggi sitt af mörgum til friðar og þróunar mannkynsins en ekki einstakra landa.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent