Hard Knocks var fluga á vegg á undirbúningstímabili Oakland Raiders liðsins í haust og flestir héldu að þátturinn fær nú í ársfrí eins og síðustu ár. Það er hins vegar ekki svo.
HBO hefur ákveðið að Hard Knocks þættirnir heimsæki fjögur háskólafótboltalið í næsta mánuði. Vinsældir NFL-þáttanna hafa aukist hægt og rólega í fjórtán ára sögu Hard Knocks og nú ætla menn að færa út kvíarnar.
'Hard Knocks' is going to college https://t.co/qcm6DRCTDH
— Sports Illustrated (@SInow) September 18, 2019
Háskólaliðin sem fá að vera í Hard Knocks að þessu sinni eru Florida, Penn State, Washington State og Arizona State. Þátturinn mun heita fullu nafni „Hard Knocks Style Program 24/7 College Football“
Hvert félag fær einn þátt og verður fyrsti þátturinn um Florida en svo taka við þættir um Penn State, Washington State og Arizona State. Þetta verða því fjórir þættir.
HBO er þó ekki fyrsta sjónvarpsstöðin sem fær að fara á bak við tjöldin í háskólafótboltanum því Showtime hefur verið með þætti um Notre Dame, Florida State og Navy í þáttunum sínum „A Season With“ á síðustu árum. Sá þáttur fer aftur á móti ekki í loftið í ár.