300 lögreglumenn og 300 öryggisverðir á vakt á fyrsta heimaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 23:30 Stuðningsmenn Buffalo Bills liðsins eru líflegir. Getty/ Brett Carlsen Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur. Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins. Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Áhuginn er því mikill á fyrsta heimaleiknum bæði hjá heimamönnum í Buffalo en einnig hjá hinum almenna áhugamanni sem vill sjá hvort að framhald verði á ævintýrinu hjá Bills. Sviðsljósið verður því á New Era Field í Buffalo á sunnudaginn og forráðamenn Buffalo Bills ætla ekki að taka neina áhættu heldur passa upp á það að halda öllum drykkjulátum og óspektum í skefjum.300 police officers + 300 private security guards https://t.co/Zam6rGAWDN — New York Post Sports (@nypostsports) September 18, 2019„Við erum ekki fullkomin og við vitum það vel,“ sagði Andy Major, varaforseti Bills, við Buffalo News. „Lítill hluti áhorfenda mun verða óábyrgur og drekka of mikið. Það eru alltaf nokkrir vitleysingar sem mun láta þetta líta illa út fyrir fjölskyldunar sem mæta á leikina,“ sagði Andy Major. Fyrsti leikurinn er á móti Cincinnati Bengals og það eru góðar líkur á sigri þar sem Cincinnati Bengals liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Forráðamenn Buffalo Bills ætla að kalla til 300 lögreglumenn og 300 öryggisverði á vakt á fyrsta heimaleiknum. Þeir munu auk þess hafa aðgengi að SkyWatch turni vallarins sem er átta metrar á hæð og útbúinn háskerpu myndavélum sem nema allt í hundrað metra radíus. Að auki verða öryggisverðir á ferðinni í kringum völlinn meðal annars til að fylgja eftir reglum um banni við opnun flöskum og dósum. Allt gert til þess að minnka drykkjuna. Það hefur oft verið fjör á leikjum Buffalo Bills og nóg að gera hjá öryggisvörðunum. „Það er ekki langt síðan að við vorum að handtaka 30 manns að meðaltali á leik og henda öðrum 140 út af vellinum. Á síðasta ári var þetta komið niður í þrjár handtökur og 46 útvísanir,“ sagði Andy Major og vonast til að tölurnar lækki enn frekar. „Við viljum að áhorfendur skemmti sér og verði öruggir. Ekki taka upp á einhverju rugli á vellinum því þá verður þú bara fjarlægður af svæðinu,“ sagði Major.Buffalo Bills to fans on game day: Behave or be gone https://t.co/JKW6mK2dMhpic.twitter.com/dhcQEiq7py — [BN] Blitz (@BNBlitzNow) September 18, 2019 Bandaríkin NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira
Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur. Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins. Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Áhuginn er því mikill á fyrsta heimaleiknum bæði hjá heimamönnum í Buffalo en einnig hjá hinum almenna áhugamanni sem vill sjá hvort að framhald verði á ævintýrinu hjá Bills. Sviðsljósið verður því á New Era Field í Buffalo á sunnudaginn og forráðamenn Buffalo Bills ætla ekki að taka neina áhættu heldur passa upp á það að halda öllum drykkjulátum og óspektum í skefjum.300 police officers + 300 private security guards https://t.co/Zam6rGAWDN — New York Post Sports (@nypostsports) September 18, 2019„Við erum ekki fullkomin og við vitum það vel,“ sagði Andy Major, varaforseti Bills, við Buffalo News. „Lítill hluti áhorfenda mun verða óábyrgur og drekka of mikið. Það eru alltaf nokkrir vitleysingar sem mun láta þetta líta illa út fyrir fjölskyldunar sem mæta á leikina,“ sagði Andy Major. Fyrsti leikurinn er á móti Cincinnati Bengals og það eru góðar líkur á sigri þar sem Cincinnati Bengals liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Forráðamenn Buffalo Bills ætla að kalla til 300 lögreglumenn og 300 öryggisverði á vakt á fyrsta heimaleiknum. Þeir munu auk þess hafa aðgengi að SkyWatch turni vallarins sem er átta metrar á hæð og útbúinn háskerpu myndavélum sem nema allt í hundrað metra radíus. Að auki verða öryggisverðir á ferðinni í kringum völlinn meðal annars til að fylgja eftir reglum um banni við opnun flöskum og dósum. Allt gert til þess að minnka drykkjuna. Það hefur oft verið fjör á leikjum Buffalo Bills og nóg að gera hjá öryggisvörðunum. „Það er ekki langt síðan að við vorum að handtaka 30 manns að meðaltali á leik og henda öðrum 140 út af vellinum. Á síðasta ári var þetta komið niður í þrjár handtökur og 46 útvísanir,“ sagði Andy Major og vonast til að tölurnar lækki enn frekar. „Við viljum að áhorfendur skemmti sér og verði öruggir. Ekki taka upp á einhverju rugli á vellinum því þá verður þú bara fjarlægður af svæðinu,“ sagði Major.Buffalo Bills to fans on game day: Behave or be gone https://t.co/JKW6mK2dMhpic.twitter.com/dhcQEiq7py — [BN] Blitz (@BNBlitzNow) September 18, 2019
Bandaríkin NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira