300 lögreglumenn og 300 öryggisverðir á vakt á fyrsta heimaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 23:30 Stuðningsmenn Buffalo Bills liðsins eru líflegir. Getty/ Brett Carlsen Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur. Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins. Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Áhuginn er því mikill á fyrsta heimaleiknum bæði hjá heimamönnum í Buffalo en einnig hjá hinum almenna áhugamanni sem vill sjá hvort að framhald verði á ævintýrinu hjá Bills. Sviðsljósið verður því á New Era Field í Buffalo á sunnudaginn og forráðamenn Buffalo Bills ætla ekki að taka neina áhættu heldur passa upp á það að halda öllum drykkjulátum og óspektum í skefjum.300 police officers + 300 private security guards https://t.co/Zam6rGAWDN — New York Post Sports (@nypostsports) September 18, 2019„Við erum ekki fullkomin og við vitum það vel,“ sagði Andy Major, varaforseti Bills, við Buffalo News. „Lítill hluti áhorfenda mun verða óábyrgur og drekka of mikið. Það eru alltaf nokkrir vitleysingar sem mun láta þetta líta illa út fyrir fjölskyldunar sem mæta á leikina,“ sagði Andy Major. Fyrsti leikurinn er á móti Cincinnati Bengals og það eru góðar líkur á sigri þar sem Cincinnati Bengals liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Forráðamenn Buffalo Bills ætla að kalla til 300 lögreglumenn og 300 öryggisverði á vakt á fyrsta heimaleiknum. Þeir munu auk þess hafa aðgengi að SkyWatch turni vallarins sem er átta metrar á hæð og útbúinn háskerpu myndavélum sem nema allt í hundrað metra radíus. Að auki verða öryggisverðir á ferðinni í kringum völlinn meðal annars til að fylgja eftir reglum um banni við opnun flöskum og dósum. Allt gert til þess að minnka drykkjuna. Það hefur oft verið fjör á leikjum Buffalo Bills og nóg að gera hjá öryggisvörðunum. „Það er ekki langt síðan að við vorum að handtaka 30 manns að meðaltali á leik og henda öðrum 140 út af vellinum. Á síðasta ári var þetta komið niður í þrjár handtökur og 46 útvísanir,“ sagði Andy Major og vonast til að tölurnar lækki enn frekar. „Við viljum að áhorfendur skemmti sér og verði öruggir. Ekki taka upp á einhverju rugli á vellinum því þá verður þú bara fjarlægður af svæðinu,“ sagði Major.Buffalo Bills to fans on game day: Behave or be gone https://t.co/JKW6mK2dMhpic.twitter.com/dhcQEiq7py — [BN] Blitz (@BNBlitzNow) September 18, 2019 Bandaríkin NFL Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Buffalo Bills hefur byrjað NFL-tímabilið vel með tveimur útisigrum á nágrönnum sínum í fyrstu tveimur umferðunum. Nú er aftur á móti komið að fyrsta heimaleiknum um helgina og forráðamenn félagsins hafa smá áhyggjur. Stuðningsmenn Buffalo Bills eru þekktir fyrir að drekka vel og lengi í kringum leiki liðsins og drykkjulætin stela oft senunni á heimaleikjum liðsins. Buffalo Bills vann nágranna sína úr New York fylki, New York Jets og New York Giants, í fyrstu tveimur leikjum sínum og er eitt af níu liðum í deildinni sem er með fullt hús. Áhuginn er því mikill á fyrsta heimaleiknum bæði hjá heimamönnum í Buffalo en einnig hjá hinum almenna áhugamanni sem vill sjá hvort að framhald verði á ævintýrinu hjá Bills. Sviðsljósið verður því á New Era Field í Buffalo á sunnudaginn og forráðamenn Buffalo Bills ætla ekki að taka neina áhættu heldur passa upp á það að halda öllum drykkjulátum og óspektum í skefjum.300 police officers + 300 private security guards https://t.co/Zam6rGAWDN — New York Post Sports (@nypostsports) September 18, 2019„Við erum ekki fullkomin og við vitum það vel,“ sagði Andy Major, varaforseti Bills, við Buffalo News. „Lítill hluti áhorfenda mun verða óábyrgur og drekka of mikið. Það eru alltaf nokkrir vitleysingar sem mun láta þetta líta illa út fyrir fjölskyldunar sem mæta á leikina,“ sagði Andy Major. Fyrsti leikurinn er á móti Cincinnati Bengals og það eru góðar líkur á sigri þar sem Cincinnati Bengals liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Forráðamenn Buffalo Bills ætla að kalla til 300 lögreglumenn og 300 öryggisverði á vakt á fyrsta heimaleiknum. Þeir munu auk þess hafa aðgengi að SkyWatch turni vallarins sem er átta metrar á hæð og útbúinn háskerpu myndavélum sem nema allt í hundrað metra radíus. Að auki verða öryggisverðir á ferðinni í kringum völlinn meðal annars til að fylgja eftir reglum um banni við opnun flöskum og dósum. Allt gert til þess að minnka drykkjuna. Það hefur oft verið fjör á leikjum Buffalo Bills og nóg að gera hjá öryggisvörðunum. „Það er ekki langt síðan að við vorum að handtaka 30 manns að meðaltali á leik og henda öðrum 140 út af vellinum. Á síðasta ári var þetta komið niður í þrjár handtökur og 46 útvísanir,“ sagði Andy Major og vonast til að tölurnar lækki enn frekar. „Við viljum að áhorfendur skemmti sér og verði öruggir. Ekki taka upp á einhverju rugli á vellinum því þá verður þú bara fjarlægður af svæðinu,“ sagði Major.Buffalo Bills to fans on game day: Behave or be gone https://t.co/JKW6mK2dMhpic.twitter.com/dhcQEiq7py — [BN] Blitz (@BNBlitzNow) September 18, 2019
Bandaríkin NFL Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Halda Orra og Sporting engin bönd Handbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira