Dulin djásn Drangavíkur Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 19. september 2019 09:00 Útsýni til Drangaskarða er hvergi fallegra en úr Drangavík en fjaran er einnig spennandi. Mynd/TG Það er engu líkt að koma í Drangavík, lítinn fjörð norður á Ströndum milli Eyvindarfjarðar og Drangaskarða. Drangavík er ekki í alfaraleið og aðeins verður komist þangað gangandi eða með bát. Mikilfenglegast er að koma þangað gangandi úr Eyvindarfirði því þegar gengið er fyrir Engjanes blasa Drangaskörðin skyndilega við – einhver stórkostlegasta náttúrusmíð á Íslandi. En djásnin í Drangavík eru ekki bundin við Drangaskörð. Fjaran er sérlega falleg, þakin rekavið og skammt frá er gróskumikill gróður sem er heimkynni fugla og refa. Við ströndina eru bjargfuglar úr Drangaskörðum mættir í ætisleit og oft sést til sela og jafnvel hvala. Skammt frá eru litlar eyjar og sker þar sem æðarfugl heldur til í skjóli frá rebba.Á leiðinni í Drangavík er Gathamar í samnefndri vík. mynd/dagný heiðdalBúið var í Drangavík þar til 1947 og má slá því föstu að bæjarstæðið hafi verið með þeim fallegri á Íslandi. Það er gaman að ráfa á milli rústa eyðibýlanna innan um hávaxna hvönn. Ósjálfrátt leitar hugurinn til harðrar lífsbaráttu ábúendanna því þarna eru vetur harðir og ekki lifði fólk á útsýninu. Auk þess gátu hvítabirnir átt til að mæta óboðnir í heimsókn og eru til frægar sögur af því þegar ábúendur í Drangavík rétt náðu að flýja í hús undan banhungruðum bangsa. En dulin djásn Drangavíkur og dýrmæt eru uppi á heiðunum og inn af Drangavíkurdal, því þar eru blátær stöðuvötn sem orkufyrirtæki ásælast sem uppistöðulón fyrir Hvalárvirkjun. Sem er fáránleg hugmynd því þessi vötn eru við dyragætt Drangavíkur – stað sem á engan sinn líka í heiminum. Reyndar gera landeigendur í Drangavík, sem eru mótfallnir virkjun, tilkall til vatnsins í Eyvindarfjarðarvatni og vísa til landamerkja frá 1890. Verði það niðurstaða dómstóla gætu forsendur Hvalárvirkjunar verið brostnar. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er rúmlega 20 km ganga í Drangavík, en brjóta má upp gönguna með því að slá upp tjaldi í Eyvindarfirði. Tjaldstæðið í Drangavík er þó enn tilkomumeira, ekki síst í kvöldsól, en á leiðinni þangað úr Eyvindarfirði er Gathamar við samnefnda vík. Í Drangavík má einnig komast gangandi frá Reykjafirði nyrðri eða frá bænum Dröngum norðan Drangaskarða. Fyrir þá sem eru tímabundnir er valkostur að sigla í Drangavík frá Norðurfirði með litlum bát, en í stilltu veðri er hægt að komast á land í gúmbát og njóta djásnanna í návígi. Árneshreppur Ferðalög Umhverfismál Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Það er engu líkt að koma í Drangavík, lítinn fjörð norður á Ströndum milli Eyvindarfjarðar og Drangaskarða. Drangavík er ekki í alfaraleið og aðeins verður komist þangað gangandi eða með bát. Mikilfenglegast er að koma þangað gangandi úr Eyvindarfirði því þegar gengið er fyrir Engjanes blasa Drangaskörðin skyndilega við – einhver stórkostlegasta náttúrusmíð á Íslandi. En djásnin í Drangavík eru ekki bundin við Drangaskörð. Fjaran er sérlega falleg, þakin rekavið og skammt frá er gróskumikill gróður sem er heimkynni fugla og refa. Við ströndina eru bjargfuglar úr Drangaskörðum mættir í ætisleit og oft sést til sela og jafnvel hvala. Skammt frá eru litlar eyjar og sker þar sem æðarfugl heldur til í skjóli frá rebba.Á leiðinni í Drangavík er Gathamar í samnefndri vík. mynd/dagný heiðdalBúið var í Drangavík þar til 1947 og má slá því föstu að bæjarstæðið hafi verið með þeim fallegri á Íslandi. Það er gaman að ráfa á milli rústa eyðibýlanna innan um hávaxna hvönn. Ósjálfrátt leitar hugurinn til harðrar lífsbaráttu ábúendanna því þarna eru vetur harðir og ekki lifði fólk á útsýninu. Auk þess gátu hvítabirnir átt til að mæta óboðnir í heimsókn og eru til frægar sögur af því þegar ábúendur í Drangavík rétt náðu að flýja í hús undan banhungruðum bangsa. En dulin djásn Drangavíkur og dýrmæt eru uppi á heiðunum og inn af Drangavíkurdal, því þar eru blátær stöðuvötn sem orkufyrirtæki ásælast sem uppistöðulón fyrir Hvalárvirkjun. Sem er fáránleg hugmynd því þessi vötn eru við dyragætt Drangavíkur – stað sem á engan sinn líka í heiminum. Reyndar gera landeigendur í Drangavík, sem eru mótfallnir virkjun, tilkall til vatnsins í Eyvindarfjarðarvatni og vísa til landamerkja frá 1890. Verði það niðurstaða dómstóla gætu forsendur Hvalárvirkjunar verið brostnar. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er rúmlega 20 km ganga í Drangavík, en brjóta má upp gönguna með því að slá upp tjaldi í Eyvindarfirði. Tjaldstæðið í Drangavík er þó enn tilkomumeira, ekki síst í kvöldsól, en á leiðinni þangað úr Eyvindarfirði er Gathamar við samnefnda vík. Í Drangavík má einnig komast gangandi frá Reykjafirði nyrðri eða frá bænum Dröngum norðan Drangaskarða. Fyrir þá sem eru tímabundnir er valkostur að sigla í Drangavík frá Norðurfirði með litlum bát, en í stilltu veðri er hægt að komast á land í gúmbát og njóta djásnanna í návígi.
Árneshreppur Ferðalög Umhverfismál Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira