Nýtt loftslagsráð tekið til starfa Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2019 16:25 Frá fundi ráðsins í gær. Mynd/Stjórnarráðið Nýtt loftslagsráð kom saman í fyrsta sinn í gær en því er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem loftslagsráð er skipað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Með breytingum sem Alþingi samþykkti á lögum um loftslagsmál í vor er loftslagsráð lögfest og tiltekið að í ráðinu skuli eiga sæti fulltrúar frá tilteknum aðilum en að auki er gert ráð fyrir að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi heimild til að skipa fulltrúa annarra, sem þörf er talin á að eigi sæti í ráðinu á hverjum tíma. Sem fyrr er formaður ráðsins Halldór Þorgeirsson, fyrrverandi yfirmaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, er áfram varaformaður og skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra. Í ráðinu eiga að auki sæti:Sigurður Thorlacius, fulltrúi ungs fólks, skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra,Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands,Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands,Jóhanna Harpa Árnadóttir, stjórnarmaður, tilnefnd af Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð,Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins,Steingrímur Jónsson, prófessor, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins,Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur, tilnefndur af Neytendasamtökunum,Hrefna Karlsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins,Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnisstjóri, tilnefnd af Samtökum íslenskra sveitarfélaga,Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri, tilnefndur af Samtökum íslenskra sveitarfélaga,Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, tilnefndur sameiginlega af umhverfisverndarsamtökum,Ragnhildur Freysteinsdóttir frá Skógræktarfélagi Íslands, tilnefnd sameiginlega af umhverfisverndarsamtökum,Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur, tilnefndur af Viðskiptaráði Íslands. Loftslagsráði er m.a. ætlað að veita ráðgjöf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, aðgerðir til að auka kolefnisbindingu og aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá hefur það einnig það hlutverk að rýna áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál; hafa yfirsýn yfir miðlun fræðslu og upplýsinga um loftslagsmál til almennings, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga; og rýna tillögur sem berast frá fagstofnunum um vöktun og rannsóknir sem tengjast loftslagsbreytingum. Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Nýtt loftslagsráð kom saman í fyrsta sinn í gær en því er ætlað að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem loftslagsráð er skipað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Með breytingum sem Alþingi samþykkti á lögum um loftslagsmál í vor er loftslagsráð lögfest og tiltekið að í ráðinu skuli eiga sæti fulltrúar frá tilteknum aðilum en að auki er gert ráð fyrir að umhverfis- og auðlindaráðherra hafi heimild til að skipa fulltrúa annarra, sem þörf er talin á að eigi sæti í ráðinu á hverjum tíma. Sem fyrr er formaður ráðsins Halldór Þorgeirsson, fyrrverandi yfirmaður hjá skrifstofu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC), skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, er áfram varaformaður og skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra. Í ráðinu eiga að auki sæti:Sigurður Thorlacius, fulltrúi ungs fólks, skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra,Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands,Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands,Jóhanna Harpa Árnadóttir, stjórnarmaður, tilnefnd af Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð,Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor, tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins,Steingrímur Jónsson, prófessor, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins,Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur, tilnefndur af Neytendasamtökunum,Hrefna Karlsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins,Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnisstjóri, tilnefnd af Samtökum íslenskra sveitarfélaga,Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri, tilnefndur af Samtökum íslenskra sveitarfélaga,Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, tilnefndur sameiginlega af umhverfisverndarsamtökum,Ragnhildur Freysteinsdóttir frá Skógræktarfélagi Íslands, tilnefnd sameiginlega af umhverfisverndarsamtökum,Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur, tilnefndur af Viðskiptaráði Íslands. Loftslagsráði er m.a. ætlað að veita ráðgjöf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, aðgerðir til að auka kolefnisbindingu og aðlögun að loftslagsbreytingum. Þá hefur það einnig það hlutverk að rýna áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál; hafa yfirsýn yfir miðlun fræðslu og upplýsinga um loftslagsmál til almennings, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga; og rýna tillögur sem berast frá fagstofnunum um vöktun og rannsóknir sem tengjast loftslagsbreytingum.
Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira