Fyrrum leikmaður Rangers og hollenska landsliðsins lést aðeins 43 ára gamall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 11:45 Fernando Ricksen með eiginkonunni Veroniku og dótturinni Ísabellu. Vísir/VI Images Knattspyrnumaðurinn Fernando Ricksen er allur en hann lést aðeins sex árum eftir að hafa komist að því að hann væri með taugasjúkdóm. Rangers lét vita af örlögum Fernando Ricksen á miðlum sínum í dag þar sem félagið minntist öflugs leikmanns sem átti mörg góð ár hjá félaginu. Hugur allra eru hjá eiginkonu hans Veroniku og dótturinni Ísabellu sem er bara átta ára gömul.Fernando Ricksen 1976-2019 pic.twitter.com/urKJAkfQVk — Rangers Football Club (@RangersFC) September 18, 2019 Fernando Ricksen átti farsælan feril í Hollandi, Skotlandi og Rússlandi og lék tólf landsleiki með Hollendingum frá 2000 til 2003. Síðasti landsleikur hans var á móti Portúgal 30. apríl 2003. Fernando Ricksen fæddist í júlí 1976 og hélt því upp á 43 ára afmælið sitt í sumar. Hann sagði frá því árið 2013 að hann væri með banvænan hrörnunarsjúkdóm og sögu hans var einnig gerð skil í heimildarmyndinni „Fernando Ricksen: Hard Times“ sem var sýnd árið 2015.Former Rangers player Fernando Ricksen has died at age 43. He helped the Ibrox club win the domestic cup double in 2002, the treble in 2003 and a League Cup and league double in 2005.https://t.co/V78QWBljwopic.twitter.com/ctFL5R0g4L — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Ricksen lék með Fortuna Sittard og AZ Alkmaar í heimalandinu áður en hann fór í víking til Glasgow Rangers 24 ára gamall árið 2000. Hann fór frá Rangers til Zenit Saint Petersburg en endaði síðan ferilinn þar sem hann byrjaði hann eða hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Ricksen lék í sex ár með Rangers liðinu og alls 182 leiki. Hann vann fjölda titla með félaginu þar á meðal skoska meistaratitilinn tvisvar sinnum eða 2003 og 2005. Fernando Ricksen var vinsæll leikmaður hjá Rangers en hann var valinn leikmaður ársins tímabilið 2004-05 þegar liðið vann tvennuna og Ricksen skoraði 9 mörk af miðjunni. Fernando Ricksen fékk góðgerðaleik hjá Rangers í janúar 2015 en á hann mættu 41 þúsund manns og söfnuðust 320 þúsund pund. Peningarnir, um 50 milljónir í íslenskum krónum, skiptust á milli Fernando, Ísabellu dóttur hans, góðgerðasamtaka Rangers og MND samtakanna í Skotlandi. Andlát Fótbolti Holland Skotland Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Fernando Ricksen er allur en hann lést aðeins sex árum eftir að hafa komist að því að hann væri með taugasjúkdóm. Rangers lét vita af örlögum Fernando Ricksen á miðlum sínum í dag þar sem félagið minntist öflugs leikmanns sem átti mörg góð ár hjá félaginu. Hugur allra eru hjá eiginkonu hans Veroniku og dótturinni Ísabellu sem er bara átta ára gömul.Fernando Ricksen 1976-2019 pic.twitter.com/urKJAkfQVk — Rangers Football Club (@RangersFC) September 18, 2019 Fernando Ricksen átti farsælan feril í Hollandi, Skotlandi og Rússlandi og lék tólf landsleiki með Hollendingum frá 2000 til 2003. Síðasti landsleikur hans var á móti Portúgal 30. apríl 2003. Fernando Ricksen fæddist í júlí 1976 og hélt því upp á 43 ára afmælið sitt í sumar. Hann sagði frá því árið 2013 að hann væri með banvænan hrörnunarsjúkdóm og sögu hans var einnig gerð skil í heimildarmyndinni „Fernando Ricksen: Hard Times“ sem var sýnd árið 2015.Former Rangers player Fernando Ricksen has died at age 43. He helped the Ibrox club win the domestic cup double in 2002, the treble in 2003 and a League Cup and league double in 2005.https://t.co/V78QWBljwopic.twitter.com/ctFL5R0g4L — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Ricksen lék með Fortuna Sittard og AZ Alkmaar í heimalandinu áður en hann fór í víking til Glasgow Rangers 24 ára gamall árið 2000. Hann fór frá Rangers til Zenit Saint Petersburg en endaði síðan ferilinn þar sem hann byrjaði hann eða hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Ricksen lék í sex ár með Rangers liðinu og alls 182 leiki. Hann vann fjölda titla með félaginu þar á meðal skoska meistaratitilinn tvisvar sinnum eða 2003 og 2005. Fernando Ricksen var vinsæll leikmaður hjá Rangers en hann var valinn leikmaður ársins tímabilið 2004-05 þegar liðið vann tvennuna og Ricksen skoraði 9 mörk af miðjunni. Fernando Ricksen fékk góðgerðaleik hjá Rangers í janúar 2015 en á hann mættu 41 þúsund manns og söfnuðust 320 þúsund pund. Peningarnir, um 50 milljónir í íslenskum krónum, skiptust á milli Fernando, Ísabellu dóttur hans, góðgerðasamtaka Rangers og MND samtakanna í Skotlandi.
Andlát Fótbolti Holland Skotland Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira