Fyrrum leikmaður Rangers og hollenska landsliðsins lést aðeins 43 ára gamall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 11:45 Fernando Ricksen með eiginkonunni Veroniku og dótturinni Ísabellu. Vísir/VI Images Knattspyrnumaðurinn Fernando Ricksen er allur en hann lést aðeins sex árum eftir að hafa komist að því að hann væri með taugasjúkdóm. Rangers lét vita af örlögum Fernando Ricksen á miðlum sínum í dag þar sem félagið minntist öflugs leikmanns sem átti mörg góð ár hjá félaginu. Hugur allra eru hjá eiginkonu hans Veroniku og dótturinni Ísabellu sem er bara átta ára gömul.Fernando Ricksen 1976-2019 pic.twitter.com/urKJAkfQVk — Rangers Football Club (@RangersFC) September 18, 2019 Fernando Ricksen átti farsælan feril í Hollandi, Skotlandi og Rússlandi og lék tólf landsleiki með Hollendingum frá 2000 til 2003. Síðasti landsleikur hans var á móti Portúgal 30. apríl 2003. Fernando Ricksen fæddist í júlí 1976 og hélt því upp á 43 ára afmælið sitt í sumar. Hann sagði frá því árið 2013 að hann væri með banvænan hrörnunarsjúkdóm og sögu hans var einnig gerð skil í heimildarmyndinni „Fernando Ricksen: Hard Times“ sem var sýnd árið 2015.Former Rangers player Fernando Ricksen has died at age 43. He helped the Ibrox club win the domestic cup double in 2002, the treble in 2003 and a League Cup and league double in 2005.https://t.co/V78QWBljwopic.twitter.com/ctFL5R0g4L — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Ricksen lék með Fortuna Sittard og AZ Alkmaar í heimalandinu áður en hann fór í víking til Glasgow Rangers 24 ára gamall árið 2000. Hann fór frá Rangers til Zenit Saint Petersburg en endaði síðan ferilinn þar sem hann byrjaði hann eða hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Ricksen lék í sex ár með Rangers liðinu og alls 182 leiki. Hann vann fjölda titla með félaginu þar á meðal skoska meistaratitilinn tvisvar sinnum eða 2003 og 2005. Fernando Ricksen var vinsæll leikmaður hjá Rangers en hann var valinn leikmaður ársins tímabilið 2004-05 þegar liðið vann tvennuna og Ricksen skoraði 9 mörk af miðjunni. Fernando Ricksen fékk góðgerðaleik hjá Rangers í janúar 2015 en á hann mættu 41 þúsund manns og söfnuðust 320 þúsund pund. Peningarnir, um 50 milljónir í íslenskum krónum, skiptust á milli Fernando, Ísabellu dóttur hans, góðgerðasamtaka Rangers og MND samtakanna í Skotlandi. Andlát Fótbolti Holland Skotland Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Fernando Ricksen er allur en hann lést aðeins sex árum eftir að hafa komist að því að hann væri með taugasjúkdóm. Rangers lét vita af örlögum Fernando Ricksen á miðlum sínum í dag þar sem félagið minntist öflugs leikmanns sem átti mörg góð ár hjá félaginu. Hugur allra eru hjá eiginkonu hans Veroniku og dótturinni Ísabellu sem er bara átta ára gömul.Fernando Ricksen 1976-2019 pic.twitter.com/urKJAkfQVk — Rangers Football Club (@RangersFC) September 18, 2019 Fernando Ricksen átti farsælan feril í Hollandi, Skotlandi og Rússlandi og lék tólf landsleiki með Hollendingum frá 2000 til 2003. Síðasti landsleikur hans var á móti Portúgal 30. apríl 2003. Fernando Ricksen fæddist í júlí 1976 og hélt því upp á 43 ára afmælið sitt í sumar. Hann sagði frá því árið 2013 að hann væri með banvænan hrörnunarsjúkdóm og sögu hans var einnig gerð skil í heimildarmyndinni „Fernando Ricksen: Hard Times“ sem var sýnd árið 2015.Former Rangers player Fernando Ricksen has died at age 43. He helped the Ibrox club win the domestic cup double in 2002, the treble in 2003 and a League Cup and league double in 2005.https://t.co/V78QWBljwopic.twitter.com/ctFL5R0g4L — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Ricksen lék með Fortuna Sittard og AZ Alkmaar í heimalandinu áður en hann fór í víking til Glasgow Rangers 24 ára gamall árið 2000. Hann fór frá Rangers til Zenit Saint Petersburg en endaði síðan ferilinn þar sem hann byrjaði hann eða hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Ricksen lék í sex ár með Rangers liðinu og alls 182 leiki. Hann vann fjölda titla með félaginu þar á meðal skoska meistaratitilinn tvisvar sinnum eða 2003 og 2005. Fernando Ricksen var vinsæll leikmaður hjá Rangers en hann var valinn leikmaður ársins tímabilið 2004-05 þegar liðið vann tvennuna og Ricksen skoraði 9 mörk af miðjunni. Fernando Ricksen fékk góðgerðaleik hjá Rangers í janúar 2015 en á hann mættu 41 þúsund manns og söfnuðust 320 þúsund pund. Peningarnir, um 50 milljónir í íslenskum krónum, skiptust á milli Fernando, Ísabellu dóttur hans, góðgerðasamtaka Rangers og MND samtakanna í Skotlandi.
Andlát Fótbolti Holland Skotland Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn