Ætla að svipta Kaliforníu valdi til að setja eigin útblástursreglur Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 11:24 Kalifornía ætlar að halda sig við strangari reglur um útblástur bíla þrátt fyrir að alríkisstjórnin ætli að slaka á sínum reglum. Nú stefnir í slag um vald Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að afturkalla heimild Kaliforníu til að setja sínar eigin útblástursreglur fyrir bifreiðar í þessari viku. Sú aðgerð er liður í áformum ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama. Kalifornía hefur undanfarna áratugi haft heimild til að setja sér eigin útblástursreglur sem ganga lengra en alríkisreglur. Þrettán ríki auk Kólumbíusvæðis fylgja strangari reglum Kaliforníu. Saman mynda ríkin um þriðjung bifreiðamarkaðarins í Bandaríkjunum. Umhverfisstofnunin hefur kynnt breytingar á fyrirhuguðum útblástursreglum sem voru samþykktar í tíð Obama. Breytingarnar útvatna kröfur um aukna sparneytni og minni losun frá bifreiðum. Útblástur frá bifreiðum er stærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Kaliforníu andmæltu breytingunum og hét því að setja strangari reglur um útblástur bifreiða. Í kjölfarið hóf alríkisstjórnin undirbúning að því að svipta ríkið heimild til að setja eigin útblástursreglur. Talið var að Trump forseti ætlaði að tilkynna um sviptinguna í heimsókn til Kaliforníu í dag en Washington Post segir að því hafi verið frestað um nokkra daga eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að það stæði til.Gramdist samkomulag við bílaframleiðendur Ríkisstjórn Trump gramdist það mjög þegar yfirvöld í Kaliforníu gerðu samkomulag við fjóra stóra bílaframleiðendur um að þeir færu eftir strangari reglum en alríkisreglunum í júlí. Bílaframleiðendurnir börðust gegn hertum reglum Obama en töldu Trump hafa gengið of langt í að rýmka reglurnar. Vildu þeir komast hjá því að til yrði tvískiptur bílamarkaður í Bandaríkjunum þar sem ólíkar reglur giltu um útblástur. Dómsmálaráðuneytið hóf í kjölfarið rannsókn á bílaframleiðendunum vegna mögulegra brota á samkeppnisreglum. Gagnrýnendur sögðu það misbeitingu á ráðuneytinu og tilraun ríkisstjórnarinnar til að refsa bílaframleiðendunum vegna samkomulagsins. Búast má við slag fyrir dómstólum yfir heimild Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Gavin Newsom, ríkisstjóri, sagði í gær að Kaliforníu hefði tekið við keflinu í loftslagsmálum í ljósi þess að Hvíta húsið hefði afsalað sér ábyrgð á þeim. „Þetta er aðgerð sem gæti haft hræðilegar afleiðingar fyrir heilsu barnanna okkar og loftið sem við öndum að okkur ef Kalifornía léti undan. En það ætlum við ekki að gera,“ sagði Newsom. Málaferlin yfirvofandi eru fordæmalaus því aldrei áður hefur alríkisstjórnin afturkallað vald ríkis til að setja eigin reglur um loftgæði, að sögn New York Times. Í ræðu í gær sagði Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar og fyrrverandi málsvari kolafyrirtækja, að ríkisstjórn væri fylgjandi sambandsríkjastefnunni og hlutverki ríkja en það þýddi ekki að einstök ríki gætu sett reglur fyrir allt landið. Auk útblástursreglnanna hefur Umhverfisstofnunin í tíð Trump undið ofan af reglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum sem voru hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum Obama-stjórnarinnar. Þá ætlar Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Bandaríkin Bílar Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að afturkalla heimild Kaliforníu til að setja sínar eigin útblástursreglur fyrir bifreiðar í þessari viku. Sú aðgerð er liður í áformum ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama. Kalifornía hefur undanfarna áratugi haft heimild til að setja sér eigin útblástursreglur sem ganga lengra en alríkisreglur. Þrettán ríki auk Kólumbíusvæðis fylgja strangari reglum Kaliforníu. Saman mynda ríkin um þriðjung bifreiðamarkaðarins í Bandaríkjunum. Umhverfisstofnunin hefur kynnt breytingar á fyrirhuguðum útblástursreglum sem voru samþykktar í tíð Obama. Breytingarnar útvatna kröfur um aukna sparneytni og minni losun frá bifreiðum. Útblástur frá bifreiðum er stærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Kaliforníu andmæltu breytingunum og hét því að setja strangari reglur um útblástur bifreiða. Í kjölfarið hóf alríkisstjórnin undirbúning að því að svipta ríkið heimild til að setja eigin útblástursreglur. Talið var að Trump forseti ætlaði að tilkynna um sviptinguna í heimsókn til Kaliforníu í dag en Washington Post segir að því hafi verið frestað um nokkra daga eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að það stæði til.Gramdist samkomulag við bílaframleiðendur Ríkisstjórn Trump gramdist það mjög þegar yfirvöld í Kaliforníu gerðu samkomulag við fjóra stóra bílaframleiðendur um að þeir færu eftir strangari reglum en alríkisreglunum í júlí. Bílaframleiðendurnir börðust gegn hertum reglum Obama en töldu Trump hafa gengið of langt í að rýmka reglurnar. Vildu þeir komast hjá því að til yrði tvískiptur bílamarkaður í Bandaríkjunum þar sem ólíkar reglur giltu um útblástur. Dómsmálaráðuneytið hóf í kjölfarið rannsókn á bílaframleiðendunum vegna mögulegra brota á samkeppnisreglum. Gagnrýnendur sögðu það misbeitingu á ráðuneytinu og tilraun ríkisstjórnarinnar til að refsa bílaframleiðendunum vegna samkomulagsins. Búast má við slag fyrir dómstólum yfir heimild Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Gavin Newsom, ríkisstjóri, sagði í gær að Kaliforníu hefði tekið við keflinu í loftslagsmálum í ljósi þess að Hvíta húsið hefði afsalað sér ábyrgð á þeim. „Þetta er aðgerð sem gæti haft hræðilegar afleiðingar fyrir heilsu barnanna okkar og loftið sem við öndum að okkur ef Kalifornía léti undan. En það ætlum við ekki að gera,“ sagði Newsom. Málaferlin yfirvofandi eru fordæmalaus því aldrei áður hefur alríkisstjórnin afturkallað vald ríkis til að setja eigin reglur um loftgæði, að sögn New York Times. Í ræðu í gær sagði Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar og fyrrverandi málsvari kolafyrirtækja, að ríkisstjórn væri fylgjandi sambandsríkjastefnunni og hlutverki ríkja en það þýddi ekki að einstök ríki gætu sett reglur fyrir allt landið. Auk útblástursreglnanna hefur Umhverfisstofnunin í tíð Trump undið ofan af reglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum sem voru hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum Obama-stjórnarinnar. Þá ætlar Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári.
Bandaríkin Bílar Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43
Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17