„Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2019 13:59 Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir. Fréttablaðið/Eyþór Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maður sem greindi frá því að hann hefði sé blæðandi mann koma frá sjoppunni sagðist „hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“. Héraðsdómur Reykjavíkur tekur nú fyrir ákæru á hendur Árna Gils fyrir tilraun til manndráps öðru sinni. Hann var sakfelldur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir það og fleiri brot árið 2017 en Hæstiréttur sendi manndrápstilraunarmálið aftur heim í hérað vegna annmarka sem hann taldi á meðferð héraðsdóms á því. Árni og maðurinn sem varð fyrir stungusári á höfði gáfu afar ólíka lýsingu á atvikunum í morgun. Þannig hélt Árni því fram að maðurinn hefði veist að sér með hníf við sjoppuna og að hann hafi þurft að verja líf sitt fyrir honum. Meint fórnarlambið sagði Árna aftur á móti hafa fyrst ráðist á sig. Hnífurinn hafi mögulega fallið úr buxnavasa hans þar sem Árni hafi náð honum. Hann hafi síðan fundið fyrir þungu höggi aftan á höfuðið og síðan séð Árna með hnífinn í höndunum. Átökin áttu sér stað þegar Árni kom að sjoppunni til að hitta vinkonu sína sem var þar með meinta fórnarlambi árásarinnar. Árni var þá á bíl konunnar og með hund hennar.Feðgarnir Árni Gils og Hjalti Úrsus áður en aðalmeðferðin hófst í morgun.Vísir/VilhelmSagði slæma hugmynd að taka hnífinn með Framburður vitna sem tengdust málsaðilum var nokkuð á reiki. Karlmaður á miðjum aldri sem var með vinkonu Árna og manninum sem varð fyrir stungusári í íbúð í Jórufelli sagði að maðurinn hafði sjálfur farið með hnífinn út til móts við Árna. Síðar hafi meinta fórnarlambið sagt honum að hann hefði misst hnífinn, Árni náð honum og ráðist á hann. Húsráðandi í íbúðinni, frænka vinkonu Árna, sagðist hafa verið sofandi þegar átökin áttu sér stað. Hún hafi vitað af deilum á milli Árna og frænku hennar. Maðurinn sem hlaut stungusárið hafi farið vinkonu Árna út til að hitta hann. Hann hafi sagst ætla að taka með sér hníf en húsráðandi hafi sagt það slæma hugmynd. Eftir á hafi maðurinn sagt henni að hnífurinn hefði dottið upp úr vasa og Árni hefði slegið hann í höfuðið með honum. Sagðist húsráðandinn ekki muna hvaða sögu frænka sín hefði sagt af átökunum. Tvö vitni, þar á meðal maður sem Árni bar vitni um að hafa lent í átökum skömmu fyrir atvikið við Leifasjoppu, forfölluðust og komu ekki fyrir dóminn í dag.Árni Gils var sakfelldur í héraðsdómi og dæmdur í tæplega fimm ára fangelsi. Hæstiréttur ómerkti dóminn og er málið nú aftur til meðferðar í héraði.Vísir/VilhelmÍbúar í Breiðholti lýstu upplifun sinni Einnig gáfu skýrslu íbúar í íbúðum í grennd við Leifasjoppu. Ung stúlka í nærliggjandi íbúð sagðist hafa orðið vör við rifrildi við sjoppuna og hún hafi meðal annars tekið stutt myndskeið af því á samfélagsmiðlinum Snapchat. Hún hafi séð mann berja í bíl og rífast við stelpu. Annar maður hafi staðið þar nærri en hann hafi síðan farið að bíl við sjoppuna og beðið um handklæði þar sem hann hefði verið stunginn í höfuðið. Stúlkan bar að Árni hefði sagt hluti á borð við „af hverju ertu með honum? Af hverju kemurðu ekki með mér?“ þegar hann reifst við stelpuna. Áður hafði Árni borið að konan væri æskuvinkona en að þau hefðu á köflum átt í kynferðislegu sambandi. Sagðist stúlkan ekki hafa séð neinn með hníf og ekki orðið vitni að átökum. Þá kom fyrir dóminn maður sem bjó í Jórufelli við sjoppuna og sagðist hafa séð mann hlaupandi fram hjá með tusku um hausinn, greinilega blæðandi. Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, spurði vitnið út í ósamræmi við upphaflegan framburð í málinu. Þá hafi maðurinn borið um að hann hefði séð mann með hníf. Bar vitnið því við að það væri illa haldið af athyglisbresti og myndi því atburðina illa. Líklega hafi hann munað atburðina betur í upphaflegri skýrslu þegar skemmra var frá þeim. Sagðist maðurinn ekki hafa séð neinn annan á staðnum en honum hafi virst fólk vera við sjoppuna. Blæðandi maðurinn hafi horfið fyrir horn og hann hafi ekki séð neitt meira. „Maður er alveg hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu,“ sagði íbúinn. Dómsmál Mál Árna Gils Reykjavík Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 Þjarmaði að réttarmeinafræðingnum við aðalmeðferð í máli Árna Gils Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. september 2019 15:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maður sem greindi frá því að hann hefði sé blæðandi mann koma frá sjoppunni sagðist „hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“. Héraðsdómur Reykjavíkur tekur nú fyrir ákæru á hendur Árna Gils fyrir tilraun til manndráps öðru sinni. Hann var sakfelldur og dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir það og fleiri brot árið 2017 en Hæstiréttur sendi manndrápstilraunarmálið aftur heim í hérað vegna annmarka sem hann taldi á meðferð héraðsdóms á því. Árni og maðurinn sem varð fyrir stungusári á höfði gáfu afar ólíka lýsingu á atvikunum í morgun. Þannig hélt Árni því fram að maðurinn hefði veist að sér með hníf við sjoppuna og að hann hafi þurft að verja líf sitt fyrir honum. Meint fórnarlambið sagði Árna aftur á móti hafa fyrst ráðist á sig. Hnífurinn hafi mögulega fallið úr buxnavasa hans þar sem Árni hafi náð honum. Hann hafi síðan fundið fyrir þungu höggi aftan á höfuðið og síðan séð Árna með hnífinn í höndunum. Átökin áttu sér stað þegar Árni kom að sjoppunni til að hitta vinkonu sína sem var þar með meinta fórnarlambi árásarinnar. Árni var þá á bíl konunnar og með hund hennar.Feðgarnir Árni Gils og Hjalti Úrsus áður en aðalmeðferðin hófst í morgun.Vísir/VilhelmSagði slæma hugmynd að taka hnífinn með Framburður vitna sem tengdust málsaðilum var nokkuð á reiki. Karlmaður á miðjum aldri sem var með vinkonu Árna og manninum sem varð fyrir stungusári í íbúð í Jórufelli sagði að maðurinn hafði sjálfur farið með hnífinn út til móts við Árna. Síðar hafi meinta fórnarlambið sagt honum að hann hefði misst hnífinn, Árni náð honum og ráðist á hann. Húsráðandi í íbúðinni, frænka vinkonu Árna, sagðist hafa verið sofandi þegar átökin áttu sér stað. Hún hafi vitað af deilum á milli Árna og frænku hennar. Maðurinn sem hlaut stungusárið hafi farið vinkonu Árna út til að hitta hann. Hann hafi sagst ætla að taka með sér hníf en húsráðandi hafi sagt það slæma hugmynd. Eftir á hafi maðurinn sagt henni að hnífurinn hefði dottið upp úr vasa og Árni hefði slegið hann í höfuðið með honum. Sagðist húsráðandinn ekki muna hvaða sögu frænka sín hefði sagt af átökunum. Tvö vitni, þar á meðal maður sem Árni bar vitni um að hafa lent í átökum skömmu fyrir atvikið við Leifasjoppu, forfölluðust og komu ekki fyrir dóminn í dag.Árni Gils var sakfelldur í héraðsdómi og dæmdur í tæplega fimm ára fangelsi. Hæstiréttur ómerkti dóminn og er málið nú aftur til meðferðar í héraði.Vísir/VilhelmÍbúar í Breiðholti lýstu upplifun sinni Einnig gáfu skýrslu íbúar í íbúðum í grennd við Leifasjoppu. Ung stúlka í nærliggjandi íbúð sagðist hafa orðið vör við rifrildi við sjoppuna og hún hafi meðal annars tekið stutt myndskeið af því á samfélagsmiðlinum Snapchat. Hún hafi séð mann berja í bíl og rífast við stelpu. Annar maður hafi staðið þar nærri en hann hafi síðan farið að bíl við sjoppuna og beðið um handklæði þar sem hann hefði verið stunginn í höfuðið. Stúlkan bar að Árni hefði sagt hluti á borð við „af hverju ertu með honum? Af hverju kemurðu ekki með mér?“ þegar hann reifst við stelpuna. Áður hafði Árni borið að konan væri æskuvinkona en að þau hefðu á köflum átt í kynferðislegu sambandi. Sagðist stúlkan ekki hafa séð neinn með hníf og ekki orðið vitni að átökum. Þá kom fyrir dóminn maður sem bjó í Jórufelli við sjoppuna og sagðist hafa séð mann hlaupandi fram hjá með tusku um hausinn, greinilega blæðandi. Oddgeir Einarsson, verjandi Árna, spurði vitnið út í ósamræmi við upphaflegan framburð í málinu. Þá hafi maðurinn borið um að hann hefði séð mann með hníf. Bar vitnið því við að það væri illa haldið af athyglisbresti og myndi því atburðina illa. Líklega hafi hann munað atburðina betur í upphaflegri skýrslu þegar skemmra var frá þeim. Sagðist maðurinn ekki hafa séð neinn annan á staðnum en honum hafi virst fólk vera við sjoppuna. Blæðandi maðurinn hafi horfið fyrir horn og hann hafi ekki séð neitt meira. „Maður er alveg hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu,“ sagði íbúinn.
Dómsmál Mál Árna Gils Reykjavík Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 Þjarmaði að réttarmeinafræðingnum við aðalmeðferð í máli Árna Gils Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. september 2019 15:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00
Þjarmaði að réttarmeinafræðingnum við aðalmeðferð í máli Árna Gils Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 12. september 2019 15:00