Ungir samviskusendiherrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 17. september 2019 10:04 Verkföll skólabarna fyrir loftslagið hafa dúkkað upp í fréttum hérlendis af og til. Þúsundir ungmenna um allan heim eru nú að skipuleggja allsherjarverkfall fyrir loftslagið á föstudaginn næsta og á það einnig við hér heima. Greta Thunberg var sú fyrsta til að fara í slíkt verkfall sem sumir myndu segja að hafi verið upphaf byltingar. Ákall verkfallsins er í þetta sinn að foreldrar, fullorðnir, frænkur, frændur, eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með skuli nú styðja baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni í verki. Þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvánna. Amnesty International hefur veitt Gretu æðstu viðurkenningu samtakanna fyrir baráttu sína. Íslandsdeild Amnesty veitti í gær félögunum fjórum, SHÍ, LÍS, UU og SÍF, sem hafa staðið að skipulagningu loftslagsverkfallanna hérlendis, viðurkenningu ‘Samviskusendiherra’ fyrir sína forystu í báráttunni gegn loftslagsvánni. Það var mikill heiður að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd SHÍ en viðurkenninguna eiga auðvitað þau börn sem hafa notað eina úrræðið sem þau hafa til þess að láta í sér heyra með því að skrópa í skólanum og mæta á verkföllin á föstudögum. Nú er komið að þeim sem eldri eru að nota sín úrræði sem þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Margir telja ungt fólk vera full dramatískt og ákall þeirra borið saman við dómsdagsspár og endalok alheimsins. Ég lít frekar svo á að börn og ungt fólk eru þau einu sem hafa engu að tapa en samt öllu að tapa á sama tíma og hugarfar þeirra litast af því. Hugarfar þeirra er því í grundvallaratriðum ólíkt hugarfari þeirra sem eldri eru og eru við stjórn. Framtíð unga fólksins eins og þau höfðu ímyndað sér hana er í húfi og því hafa þau öllu að tapa. Á sama tíma hafa þau ekki kosningum, fjármunum eða félagslegri stöðu til að tapa og geta þar af leiðandi sagt hlutina eins og þeir eru. Þau geta sagt að nú ríki neyðarástand. Vistkerfi og strandsvæði séu í hættu, fiskveiði og sjávarlíf er í hættu og afleiðingar þess hafa þegar haft áhrif, heilsa milljóna manna er undir og ný tegund flóttamannavanda blasir við. Styðjir þú baráttu ungu kynslóðarinnar fyrir sinni framtíð er nauðsynlegt að taka þátt í verki og sýna samstöðu. Það dugar aðeins svo langt að dást unga fólkinu fyrir dugnaðinn og þróttinn. Auk þess er mikilvægt að láta vita að þú styðjir málsstaðinn með því að láta í þér heyra, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í umræðu við fólk í kringum þig. Það mun einhver hlusta, einhver líta til þín og þess að þú látir þig málið varða. Á loftslagsverkföllunum hafa ávörp frá börnunum einkennt dagskrána hingað til. Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hafa nú leitað til þeirra sem eldri eru til að ljá málstaðnum rödd sína og svara kallinu um að fullorðnir styðji kröfur verkfallsins. Meðal þeirra sem ávarpa og koma fram föstudaginn 20. sept nk. eru Dr. Kári Stefánsson, Hildur Knútsdóttir, Sævar Helgi Bragason, Eydís Blöndal, Högni Egilsson, GDRN og Friðrik Dór. Þau verða á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið föstudaginn 20. september nk. Hvar verður þú?Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Verkföll skólabarna fyrir loftslagið hafa dúkkað upp í fréttum hérlendis af og til. Þúsundir ungmenna um allan heim eru nú að skipuleggja allsherjarverkfall fyrir loftslagið á föstudaginn næsta og á það einnig við hér heima. Greta Thunberg var sú fyrsta til að fara í slíkt verkfall sem sumir myndu segja að hafi verið upphaf byltingar. Ákall verkfallsins er í þetta sinn að foreldrar, fullorðnir, frænkur, frændur, eldri kynslóðin og allir þeir sem hafa hingað til fylgst með skuli nú styðja baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni í verki. Þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvánna. Amnesty International hefur veitt Gretu æðstu viðurkenningu samtakanna fyrir baráttu sína. Íslandsdeild Amnesty veitti í gær félögunum fjórum, SHÍ, LÍS, UU og SÍF, sem hafa staðið að skipulagningu loftslagsverkfallanna hérlendis, viðurkenningu ‘Samviskusendiherra’ fyrir sína forystu í báráttunni gegn loftslagsvánni. Það var mikill heiður að taka við þessari viðurkenningu fyrir hönd SHÍ en viðurkenninguna eiga auðvitað þau börn sem hafa notað eina úrræðið sem þau hafa til þess að láta í sér heyra með því að skrópa í skólanum og mæta á verkföllin á föstudögum. Nú er komið að þeim sem eldri eru að nota sín úrræði sem þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Margir telja ungt fólk vera full dramatískt og ákall þeirra borið saman við dómsdagsspár og endalok alheimsins. Ég lít frekar svo á að börn og ungt fólk eru þau einu sem hafa engu að tapa en samt öllu að tapa á sama tíma og hugarfar þeirra litast af því. Hugarfar þeirra er því í grundvallaratriðum ólíkt hugarfari þeirra sem eldri eru og eru við stjórn. Framtíð unga fólksins eins og þau höfðu ímyndað sér hana er í húfi og því hafa þau öllu að tapa. Á sama tíma hafa þau ekki kosningum, fjármunum eða félagslegri stöðu til að tapa og geta þar af leiðandi sagt hlutina eins og þeir eru. Þau geta sagt að nú ríki neyðarástand. Vistkerfi og strandsvæði séu í hættu, fiskveiði og sjávarlíf er í hættu og afleiðingar þess hafa þegar haft áhrif, heilsa milljóna manna er undir og ný tegund flóttamannavanda blasir við. Styðjir þú baráttu ungu kynslóðarinnar fyrir sinni framtíð er nauðsynlegt að taka þátt í verki og sýna samstöðu. Það dugar aðeins svo langt að dást unga fólkinu fyrir dugnaðinn og þróttinn. Auk þess er mikilvægt að láta vita að þú styðjir málsstaðinn með því að láta í þér heyra, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða í umræðu við fólk í kringum þig. Það mun einhver hlusta, einhver líta til þín og þess að þú látir þig málið varða. Á loftslagsverkföllunum hafa ávörp frá börnunum einkennt dagskrána hingað til. Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hafa nú leitað til þeirra sem eldri eru til að ljá málstaðnum rödd sína og svara kallinu um að fullorðnir styðji kröfur verkfallsins. Meðal þeirra sem ávarpa og koma fram föstudaginn 20. sept nk. eru Dr. Kári Stefánsson, Hildur Knútsdóttir, Sævar Helgi Bragason, Eydís Blöndal, Högni Egilsson, GDRN og Friðrik Dór. Þau verða á allsherjarverkfalli fyrir loftslagið föstudaginn 20. september nk. Hvar verður þú?Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun