Feðraveldishryllingur á RIFF Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. september 2019 06:45 Mjög viðeigandi að hrútskýrandi feðraveldið fær á baukinn í finnskri hryllingsmynd. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, er fyrir lifandis löngu búin að festa sig í sessi sem einn helsti stórviðburðurinn í menningarlífi höfuðborgarinnar á haustin. Hátíðin hefst 26. september og stendur til 6. október og verður boðið upp á slíka ofgnótt kvikmynda af öllum gerðum og frá ýmsum heimshornum að úrvalið er til þess að æra óstöðugan og rúmlega það. Að þessu sinni verður hryllingsmyndum gefinn almennilegur gaumur og fjölbreytnin í þeirri deild er slík að allir sem á annað borð eru gefnir fyrir slíkt ættu að geta fundið eitthvert ógeð sem hæfir smekk þeirra. Á dagskránni eru bæði myndir í fullri lengd og væn kippa af nýlegum stuttmyndum, þar á meðal hin finnska Hrútskýringablóðbaðið í Helsinki. Ekki algalið vegna þess að þótt hrollvekjur séu yfirleitt jaðarsettar og stuði jafnan ferkantaðan meirihluta mannkyns þá eru þær í eðli sínu í raun einhver íhaldssamasta kvikmyndagreinin og hlaða oftast vandlega undir reglufestu feðraveldisins.Dacha er hryllingur frá Túnis.Hryllingurinn sprettur alla jafna upp þegar óreiða og tryllingur taka völdin og eðlilegt jafnvægi raskast. Regluverkið nær þó iðulega vopnum sínum og allir anda rólega þegar allt kemst aftur í röð og reglu. Lítið mál þótt til dæmis nokkrir graðir og sukkandi unglingar liggi blóðugir í valnum. Í hryllingsmyndunum er nefnilega ekkert eðlilegra en að þeim sem fara gegn reglunum sé refsað grimmilega. Meðal myndanna sem sýndar verða á RIFF eru hin sænska Koko-di Koko-da sem segir frá pari sem fer í skógarferð til að reyna að bjarga sambandinu eftir að hafa upplifað mikið áfall. Maður á aldrei að fara út í villta náttúruna í hryllingsmyndum og þau festast í súrrealískri martröð blóðþyrsts fjöllistamanns. Svíar bjóða einnig upp á Evil Ed, ljúfan kvikmyndaklippara sem sturlast þegar hann er færður í hryllingsdeildina þar sem hann á að ritskoða hrollvekjur en ekki raungera þær. Dachra er fyrsta hrollvekjan sem kemur frá Túnis en hún hverfist um Yasmin sem er að læra blaðamennsku. Hún ákveður ásamt tveimur vinum að gera verkefni um dularfulla konu sem fannst limlest fyrir 25 árum en er núna læst inni á hæli og grunuð um galdur. Á meðan á rannsókn þeirra stendur rata þau inn á fornar og ógnvænlegar slóðir í einangruðu þorpi, fullu af geitum, þöglum konum, dularfullu þurru kjöti og sjóðandi pottum. Myndirnar Little Joe og Die Kinder der Toten eru einnig á dagskrá auk hvalrekans og uppvakningamyndarinnar The Dead Don’t Die eftir sjálfan Jim Jarmusch sem teflir fram einvala liði leikara, til dæmis Bill Murray, Adam Driver, Tilda Swinton, Chloë Sevigny, Steve Buscemi og Danny Glover. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, er fyrir lifandis löngu búin að festa sig í sessi sem einn helsti stórviðburðurinn í menningarlífi höfuðborgarinnar á haustin. Hátíðin hefst 26. september og stendur til 6. október og verður boðið upp á slíka ofgnótt kvikmynda af öllum gerðum og frá ýmsum heimshornum að úrvalið er til þess að æra óstöðugan og rúmlega það. Að þessu sinni verður hryllingsmyndum gefinn almennilegur gaumur og fjölbreytnin í þeirri deild er slík að allir sem á annað borð eru gefnir fyrir slíkt ættu að geta fundið eitthvert ógeð sem hæfir smekk þeirra. Á dagskránni eru bæði myndir í fullri lengd og væn kippa af nýlegum stuttmyndum, þar á meðal hin finnska Hrútskýringablóðbaðið í Helsinki. Ekki algalið vegna þess að þótt hrollvekjur séu yfirleitt jaðarsettar og stuði jafnan ferkantaðan meirihluta mannkyns þá eru þær í eðli sínu í raun einhver íhaldssamasta kvikmyndagreinin og hlaða oftast vandlega undir reglufestu feðraveldisins.Dacha er hryllingur frá Túnis.Hryllingurinn sprettur alla jafna upp þegar óreiða og tryllingur taka völdin og eðlilegt jafnvægi raskast. Regluverkið nær þó iðulega vopnum sínum og allir anda rólega þegar allt kemst aftur í röð og reglu. Lítið mál þótt til dæmis nokkrir graðir og sukkandi unglingar liggi blóðugir í valnum. Í hryllingsmyndunum er nefnilega ekkert eðlilegra en að þeim sem fara gegn reglunum sé refsað grimmilega. Meðal myndanna sem sýndar verða á RIFF eru hin sænska Koko-di Koko-da sem segir frá pari sem fer í skógarferð til að reyna að bjarga sambandinu eftir að hafa upplifað mikið áfall. Maður á aldrei að fara út í villta náttúruna í hryllingsmyndum og þau festast í súrrealískri martröð blóðþyrsts fjöllistamanns. Svíar bjóða einnig upp á Evil Ed, ljúfan kvikmyndaklippara sem sturlast þegar hann er færður í hryllingsdeildina þar sem hann á að ritskoða hrollvekjur en ekki raungera þær. Dachra er fyrsta hrollvekjan sem kemur frá Túnis en hún hverfist um Yasmin sem er að læra blaðamennsku. Hún ákveður ásamt tveimur vinum að gera verkefni um dularfulla konu sem fannst limlest fyrir 25 árum en er núna læst inni á hæli og grunuð um galdur. Á meðan á rannsókn þeirra stendur rata þau inn á fornar og ógnvænlegar slóðir í einangruðu þorpi, fullu af geitum, þöglum konum, dularfullu þurru kjöti og sjóðandi pottum. Myndirnar Little Joe og Die Kinder der Toten eru einnig á dagskrá auk hvalrekans og uppvakningamyndarinnar The Dead Don’t Die eftir sjálfan Jim Jarmusch sem teflir fram einvala liði leikara, til dæmis Bill Murray, Adam Driver, Tilda Swinton, Chloë Sevigny, Steve Buscemi og Danny Glover.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira