Frumvarp um aukið eftirlit með barnaníðingum lagt fram í þriðja sinn Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2019 19:45 Silja Dögg Gunnarsdóttir (B) fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Frumvarp til lagabreytinga er varða eftirlit með dæmdum barnaníðingum hefur verið lagt fram í þriðja sinn. Flutningsmaður frumvarpsins er sem fyrr Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Á vef Alþingis segir að frumvarpið hafi áður verið flutt á 149., og 148. þingi. Silja Dögg ræddi frumvarpið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á Barnaverndarlögum auk breytinga á almennum hegningarlögum en auk Silju Daggar eru þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir flutningsmenn frumvarpsins.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Barnaverndarstofa fái auknar heimildir til eftirlits með þeim aðilum sem eru taldir í mikilli áhættu á að brjóta af sér aftur. Einnig fái Barnaverndarstofa heimildir til þess að miðla upplýsingum ef rík barnaverndarsjónarmið mæla með því,“ segir Silja Dögg sem bætir við að með lögunum ætti Barnaverndarstofa að fá upplýsingar um brotamenn, til dæmis um búsetu þeirra.Dómari ákveður hvernig eftirliti verði háttað Silja segir að hættan á að dæmdir brjóti af sér að nýju sé metin með áhættumati. „Áhættumatið gefur nokkuð góðar vísbendingar um hvort viðkomandi sé í áhættuhópi, minnihluti þeirra sem fá slíka dóma eru líklegir til þess að brjóta af sér aftur,“ sagði Silja Dögg. Aukið eftirlit samkvæmt frumvarpinu yrði fólgið í að fylgst yrði með internet- og samfélagsmiðlanotkun, hvort einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og annarra vímuefna einnig er mögulegt að beitt verði eftirliti við heimili og lagt verði bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega. Silja segir að það verði dómara að ákveða hvernig auknu eftirliti yrði háttað. Eftirlitið myndi fylgja dómnum og hefjist eftir að afplánun líkur. Falli brotamaður inn í áhættuhóp yrði fylgst með honum til lífstíðar. Silja segir frumvarpið ekki fela í sér að hægt verði að fletta upp hvort dæmdur barnaníðingur búi í næsta nágrenni. „Það á ekki að fara að hengja upp plaköt af mönnum til að hægt sé að grýta þá úti á götu, þetta snýst ekki um það,“ segir Silja.Ekki gengið jafnlangt og í Bretlandi Fyrirmynd frumvarpsins kemur frá Bretlandi en Silja segir ekki gengið jafn langt og þar. Tveir dómar hafi fallið um bresku útgáfuna hjá Mannréttindadómstól en í þeim var ekki haldið fram að kerfið bryti gegn Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Silja leggur nú frumvarpið fram í þriðja sinn, áður hefur frumvarpið ekki komist langt áfram í þinginu en Silja segir að í fyrra skiptið hafi frumvarpið verið lagt seint fram en kann ekki skýringar á ástæðum þess að það fékk ekki afgreiðslu í seinna skipið. Silja segist vongóð um að frumvarpið komist í gegn. „Ég vona að það myndist þverpólitískur stuðningur um frumvarpið og það fari í þingsal,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttur, þingkona Framsóknarflokksins í Reykjavík Síðdegis í dag.Heyra má viðtalið við Silju Dögg Gunnarsdóttur í Reykjavík síðdegis í dag í spilaranum hér að neðan. Alþingi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf. 28. mars 2018 21:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Frumvarp til lagabreytinga er varða eftirlit með dæmdum barnaníðingum hefur verið lagt fram í þriðja sinn. Flutningsmaður frumvarpsins er sem fyrr Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Á vef Alþingis segir að frumvarpið hafi áður verið flutt á 149., og 148. þingi. Silja Dögg ræddi frumvarpið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á Barnaverndarlögum auk breytinga á almennum hegningarlögum en auk Silju Daggar eru þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir flutningsmenn frumvarpsins.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Barnaverndarstofa fái auknar heimildir til eftirlits með þeim aðilum sem eru taldir í mikilli áhættu á að brjóta af sér aftur. Einnig fái Barnaverndarstofa heimildir til þess að miðla upplýsingum ef rík barnaverndarsjónarmið mæla með því,“ segir Silja Dögg sem bætir við að með lögunum ætti Barnaverndarstofa að fá upplýsingar um brotamenn, til dæmis um búsetu þeirra.Dómari ákveður hvernig eftirliti verði háttað Silja segir að hættan á að dæmdir brjóti af sér að nýju sé metin með áhættumati. „Áhættumatið gefur nokkuð góðar vísbendingar um hvort viðkomandi sé í áhættuhópi, minnihluti þeirra sem fá slíka dóma eru líklegir til þess að brjóta af sér aftur,“ sagði Silja Dögg. Aukið eftirlit samkvæmt frumvarpinu yrði fólgið í að fylgst yrði með internet- og samfélagsmiðlanotkun, hvort einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og annarra vímuefna einnig er mögulegt að beitt verði eftirliti við heimili og lagt verði bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega. Silja segir að það verði dómara að ákveða hvernig auknu eftirliti yrði háttað. Eftirlitið myndi fylgja dómnum og hefjist eftir að afplánun líkur. Falli brotamaður inn í áhættuhóp yrði fylgst með honum til lífstíðar. Silja segir frumvarpið ekki fela í sér að hægt verði að fletta upp hvort dæmdur barnaníðingur búi í næsta nágrenni. „Það á ekki að fara að hengja upp plaköt af mönnum til að hægt sé að grýta þá úti á götu, þetta snýst ekki um það,“ segir Silja.Ekki gengið jafnlangt og í Bretlandi Fyrirmynd frumvarpsins kemur frá Bretlandi en Silja segir ekki gengið jafn langt og þar. Tveir dómar hafi fallið um bresku útgáfuna hjá Mannréttindadómstól en í þeim var ekki haldið fram að kerfið bryti gegn Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Silja leggur nú frumvarpið fram í þriðja sinn, áður hefur frumvarpið ekki komist langt áfram í þinginu en Silja segir að í fyrra skiptið hafi frumvarpið verið lagt seint fram en kann ekki skýringar á ástæðum þess að það fékk ekki afgreiðslu í seinna skipið. Silja segist vongóð um að frumvarpið komist í gegn. „Ég vona að það myndist þverpólitískur stuðningur um frumvarpið og það fari í þingsal,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttur, þingkona Framsóknarflokksins í Reykjavík Síðdegis í dag.Heyra má viðtalið við Silju Dögg Gunnarsdóttur í Reykjavík síðdegis í dag í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf. 28. mars 2018 21:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00
Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf. 28. mars 2018 21:00
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“