Slysið varð um klukkan ellefu í gær við Grjóteyrarhæð. Borgarfjarðarbraut var lokuð í nokkrar klukkustundir á meðan hreinsun fór fram á vettvangi.
Haft var eftir Gísla Björnssyni, yfirmanni sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að áreksturinn hafi verið afar harður. Fjórir voru í bílunum tveimur. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á Landspítalann og einn fluttur á heilsugæsluna á Borgarnesi.
Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir.