Tvær goðsagnir meiddust og Tom Brady var ekki lengi að finna Antonio Brown Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2019 11:00 Drew Brees meiðist hér á hendi í leiknum í gær. Getty/Sean M. Haffey Níu lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á NFL-tímabilinu en önnur umferðin í ameríska fótboltanum fór fram um helgina. Að venju var mikið um dramatík og meiðsli í leikjum deildarinnar. Liðin sem hafa tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum eru Kansas City Chiefs, Baltimore Ravens, New England Patriots og Buffalo Bills í Ameríkudeildinni og Green Bay Packers, San Francisco 49ers, Dallas Cowboys, Los Angeles Rams og Seattle Seahawks í Þjóðardeildinni. Mörg þeirra eru þar sem menn bjuggust við en byrjun Baltimore Ravens, Buffalo Bills og San Francisco 49ers hefur vakið einna besta athygli á fyrstu tveimur helgum tímabilsins. Ungur leikstjórnandi, Lamar Jackson, fer fyrir Baltimore Ravens liðinu og þeir sem veðjuðu á Lamar Jackson í Fantasy eru örugglega í skýjunum. Í fyrsta leiknum sundurspilaði hann vörn Miami Dolphins með flottum sendingum en í gær hljóp hann yfir Arizona Cardinals í 23-17 sigri. Lamar Jackson varð þannig fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem nær að send 270 jarda og hlaupa 100 jarda í sama leiknum.Today @Lj_era8 became the first player in NFL HISTORY to throw for at least 250 yards and rush for at least 120 yards in a game. pic.twitter.com/d9u8B8is9Q — Baltimore Ravens (@Ravens) September 16, 2019 San Francisco 49ers liðið hefur unnið báða leiki sína á útivelli og það hefur ekki gerst hjá félaginu síðan 1989 en félagið vann einmitt Super Bowl leikinn seinna á því tímabili. Buffalo Bills vann New York Giants á útivelli en í dag þykir það reyndar ekki mikið afrek. Margir voru með augun á meisturum New England Patriots þótt þeir væru að spila við líklega lélegasta lið deildarinnar, Miami Dolphins. Ástæðan var að útherjinn umdeildi Antonio Brown var að spila sinn fyrsta leik með liðinu. Leikstjórnandinn Tom Brady leitaði að Antonio Brown frá byrjun leiks og fann hann þrisvar í fyrstu sókninni. Antonio Brown skoraði snertimark í fyrsta leiknum en New England Patriots áttu ekki í neinum vandræðum og unnu 43-0 sigur. New England Patriots liðið lítur ógnvænlega út en liðið hefur unnið tvo fyrstu leikina með stigatölunni 76-3. Annað lið sem hefur farið á kostum er Kansas City Chiefs sem vann 28-10 sigur á Oakland Raiders. Liðið þurfti reyndar bara einn leikhluta af fjórum til að skora öll 28 stigin sín og setti Patrick Mahomes þar NFL-met í sendingajördum í einum leikhluta..@PatrickMahomes, @Lj_era8 & @DangeRussWilson each reached historic milestones on Sunday. For a look at other accomplishments from around the @NFL in Week 2, check out Seven From Sunday: https://t.co/pLtEU4UtCw#NFL100pic.twitter.com/wIp6EHMx9H — NFL345 (@NFL345) September 16, 2019 Stærstu meiðslin eru án efa meiðsli leikstjórnenda New Orleans Saints og Pittsburgh Steelers en þar eru á ferðinni tvær miklar goðsagnir í NFL-deildinni. Hvorki Drew Brees hjá Saints eða Ben Roethlisberger hjá Steelers gátu hjálpað sínum liðum í seinni hálfleik og bæði töpuðu þau leikjum sínum. Drew Brees meiddist á hendi í aðeins annarri sókn New Orleans Saints í leik á móti Los Angeles Rams og Dýrlingarnir áttu ekki mikla möguleika án leikstjórnanda síns. Rams vann leikinn 27-9 og New Orleans Saints tókst því ekki að hefna fyrir tapið í úrslitakeppninni í fyrra. Ben Roethlisberger meiddist líka á kasthendinni sinni og gat ekki spilað í seinni hálfleik þegar Pittsburgh Steelers tapaði á heimavelli á móti Seattle Seahawks. Hlauparinn James Conner haltraði einnig af velli í fjórða leikhluta og auk þess að missa tvo lykilmenn í meiðsli þá hefur Steelers-liðið tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.FINAL: What. A. Finish. @ChicagoBears get the W! #CHIvsDENpic.twitter.com/geeZEThRiG — NFL (@NFL) September 15, 2019Úrslitin í NFL-deildinni um helgina: Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles 24-20 Denver Broncos - Chicago Bears 14-16 Los Angeles Rams - New Orleans Saints 27-9 Oakland Raiders - Kansas City Chiefs 10-28 Baltimore Ravens - Arizona Cardinals 23-17 Cincinnati Bengals - San Francisco 49ers 17-41 Detroit Lions - Los Angeles Chargers 13-10 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 21-16 Houston Texans - Jacksonville Jaguars 13-12 Miami Dolphins - New England Patriots 0-43 New York Giants - Buffalo Bills 14-28 Pittsburgh Steelers - Seattle Seahawks 26-28 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 17-19 Washington Redskins - Dallas Cowboys 21-31 NFL Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Níu lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á NFL-tímabilinu en önnur umferðin í ameríska fótboltanum fór fram um helgina. Að venju var mikið um dramatík og meiðsli í leikjum deildarinnar. Liðin sem hafa tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum eru Kansas City Chiefs, Baltimore Ravens, New England Patriots og Buffalo Bills í Ameríkudeildinni og Green Bay Packers, San Francisco 49ers, Dallas Cowboys, Los Angeles Rams og Seattle Seahawks í Þjóðardeildinni. Mörg þeirra eru þar sem menn bjuggust við en byrjun Baltimore Ravens, Buffalo Bills og San Francisco 49ers hefur vakið einna besta athygli á fyrstu tveimur helgum tímabilsins. Ungur leikstjórnandi, Lamar Jackson, fer fyrir Baltimore Ravens liðinu og þeir sem veðjuðu á Lamar Jackson í Fantasy eru örugglega í skýjunum. Í fyrsta leiknum sundurspilaði hann vörn Miami Dolphins með flottum sendingum en í gær hljóp hann yfir Arizona Cardinals í 23-17 sigri. Lamar Jackson varð þannig fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem nær að send 270 jarda og hlaupa 100 jarda í sama leiknum.Today @Lj_era8 became the first player in NFL HISTORY to throw for at least 250 yards and rush for at least 120 yards in a game. pic.twitter.com/d9u8B8is9Q — Baltimore Ravens (@Ravens) September 16, 2019 San Francisco 49ers liðið hefur unnið báða leiki sína á útivelli og það hefur ekki gerst hjá félaginu síðan 1989 en félagið vann einmitt Super Bowl leikinn seinna á því tímabili. Buffalo Bills vann New York Giants á útivelli en í dag þykir það reyndar ekki mikið afrek. Margir voru með augun á meisturum New England Patriots þótt þeir væru að spila við líklega lélegasta lið deildarinnar, Miami Dolphins. Ástæðan var að útherjinn umdeildi Antonio Brown var að spila sinn fyrsta leik með liðinu. Leikstjórnandinn Tom Brady leitaði að Antonio Brown frá byrjun leiks og fann hann þrisvar í fyrstu sókninni. Antonio Brown skoraði snertimark í fyrsta leiknum en New England Patriots áttu ekki í neinum vandræðum og unnu 43-0 sigur. New England Patriots liðið lítur ógnvænlega út en liðið hefur unnið tvo fyrstu leikina með stigatölunni 76-3. Annað lið sem hefur farið á kostum er Kansas City Chiefs sem vann 28-10 sigur á Oakland Raiders. Liðið þurfti reyndar bara einn leikhluta af fjórum til að skora öll 28 stigin sín og setti Patrick Mahomes þar NFL-met í sendingajördum í einum leikhluta..@PatrickMahomes, @Lj_era8 & @DangeRussWilson each reached historic milestones on Sunday. For a look at other accomplishments from around the @NFL in Week 2, check out Seven From Sunday: https://t.co/pLtEU4UtCw#NFL100pic.twitter.com/wIp6EHMx9H — NFL345 (@NFL345) September 16, 2019 Stærstu meiðslin eru án efa meiðsli leikstjórnenda New Orleans Saints og Pittsburgh Steelers en þar eru á ferðinni tvær miklar goðsagnir í NFL-deildinni. Hvorki Drew Brees hjá Saints eða Ben Roethlisberger hjá Steelers gátu hjálpað sínum liðum í seinni hálfleik og bæði töpuðu þau leikjum sínum. Drew Brees meiddist á hendi í aðeins annarri sókn New Orleans Saints í leik á móti Los Angeles Rams og Dýrlingarnir áttu ekki mikla möguleika án leikstjórnanda síns. Rams vann leikinn 27-9 og New Orleans Saints tókst því ekki að hefna fyrir tapið í úrslitakeppninni í fyrra. Ben Roethlisberger meiddist líka á kasthendinni sinni og gat ekki spilað í seinni hálfleik þegar Pittsburgh Steelers tapaði á heimavelli á móti Seattle Seahawks. Hlauparinn James Conner haltraði einnig af velli í fjórða leikhluta og auk þess að missa tvo lykilmenn í meiðsli þá hefur Steelers-liðið tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.FINAL: What. A. Finish. @ChicagoBears get the W! #CHIvsDENpic.twitter.com/geeZEThRiG — NFL (@NFL) September 15, 2019Úrslitin í NFL-deildinni um helgina: Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles 24-20 Denver Broncos - Chicago Bears 14-16 Los Angeles Rams - New Orleans Saints 27-9 Oakland Raiders - Kansas City Chiefs 10-28 Baltimore Ravens - Arizona Cardinals 23-17 Cincinnati Bengals - San Francisco 49ers 17-41 Detroit Lions - Los Angeles Chargers 13-10 Green Bay Packers - Minnesota Vikings 21-16 Houston Texans - Jacksonville Jaguars 13-12 Miami Dolphins - New England Patriots 0-43 New York Giants - Buffalo Bills 14-28 Pittsburgh Steelers - Seattle Seahawks 26-28 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 17-19 Washington Redskins - Dallas Cowboys 21-31
NFL Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti