Landsátak í söfnun birkifræja: Landsmenn láti gott af sér leiða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2019 12:45 Landgræðsla ríkisins, Hekluskógar og Olís standa að landsátakinu. fréttablaðið/Daníel Rúnarsson Landsmenn eru hvattir til að nota haustið til að fara út og safna birkifræjum af birkitrjám og taka þannig þátt í að auka birkiskóga á Íslandi og binda þar með kolefni í andrúmsloftinu. Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru mjög mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu. „Það sem er í rauninni verið að gera er að byggja upp birkiskógana aftur en þeir eru ekki svipur hjá sjón frá því sem þeir eitt sin voru. Birki gegnir mörgum hlutverkum og þarna sjá menn fyrir sér ódýra aðferð til að rækta skóg og skila þá sínu í kolefnisátaki og bindingu kolefnis,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur segir að um landsátak sé að ræða. „Já, þessi mál ganga ekkert nema að landsmenn séu með. Það sem við sjáum við birkið er að það er auðvelt fyrir fólk að taka þátt og á góðum degi er þetta skemmtileg útivist með fjölskyldunni að fara og týna fræ.“ Hægt er að fá söfnunarpoka undir fræið á Olísstöðvum um allt land og stöðvarnar taka við pokunum að söfnun lokinni. Á pokunum, sem eru úr pappír, eru prentaðar upplýsingar um það hvernig best er að safna fræjum. Vorið 2020 verður fræjunum dreift víða um land. Guðmundur segir að allir geti tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með hópum sem gera þetta, það er mikil gleði og ánægja og þetta eru alltaf skemmtilegir útivistardagar, það finnst öllum notalegt að láta svona gott af sér leiða. Þetta er rosalega gott hópefli og fjölskylduskemmtun. Þetta er líka fyrir vinnustaði, fyrir félagasamtök, Rótarý, Lions eða einhver slík félagasamtök, að njóta góðs dags að hausti og taka þátt í svona átaki,“ segir Guðmundur.Heimasíða verkefnisins Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Landsmenn eru hvattir til að nota haustið til að fara út og safna birkifræjum af birkitrjám og taka þannig þátt í að auka birkiskóga á Íslandi og binda þar með kolefni í andrúmsloftinu. Landgræðslan, Olís og Hekluskógar standa nú fyrir landssöfnun á birkifræjum. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru mjög mikilvægur þáttur í uppgræðslu lands og kolefnisbindingu. „Það sem er í rauninni verið að gera er að byggja upp birkiskógana aftur en þeir eru ekki svipur hjá sjón frá því sem þeir eitt sin voru. Birki gegnir mörgum hlutverkum og þarna sjá menn fyrir sér ódýra aðferð til að rækta skóg og skila þá sínu í kolefnisátaki og bindingu kolefnis,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Guðmundur segir að um landsátak sé að ræða. „Já, þessi mál ganga ekkert nema að landsmenn séu með. Það sem við sjáum við birkið er að það er auðvelt fyrir fólk að taka þátt og á góðum degi er þetta skemmtileg útivist með fjölskyldunni að fara og týna fræ.“ Hægt er að fá söfnunarpoka undir fræið á Olísstöðvum um allt land og stöðvarnar taka við pokunum að söfnun lokinni. Á pokunum, sem eru úr pappír, eru prentaðar upplýsingar um það hvernig best er að safna fræjum. Vorið 2020 verður fræjunum dreift víða um land. Guðmundur segir að allir geti tekið þátt í þessu skemmtilega verkefni. „Ég hef verið með hópum sem gera þetta, það er mikil gleði og ánægja og þetta eru alltaf skemmtilegir útivistardagar, það finnst öllum notalegt að láta svona gott af sér leiða. Þetta er rosalega gott hópefli og fjölskylduskemmtun. Þetta er líka fyrir vinnustaði, fyrir félagasamtök, Rótarý, Lions eða einhver slík félagasamtök, að njóta góðs dags að hausti og taka þátt í svona átaki,“ segir Guðmundur.Heimasíða verkefnisins
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira