Innlent

Fimmtán ára fór yfir á rauðu ljósi

Sylvía Hall skrifar
Nokkuð var um útköll vegna ölvunar og ónæðis í nótt.
Nokkuð var um útköll vegna ölvunar og ónæðis í nótt. Vísir/Vilhelm
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni voru þónokkur útköll vegna ölvunar á veitingahúsum og skemmtistöðum bæjarins og voru þrír handteknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Á meðal þeirra mála sem komu inn á borð lögreglustöðvarinnar í miðbæ Reykjavíkur var mál ungs ökumanns sem stöðvaður var eftir að hann fór yfir á rauðu ljósi. Kom í ljós að ökumaðurinn var aðeins fimmtán ára gamall og var því ekki með ökuréttindi.

Þá voru fjórir handteknir eftir að ökumaður bifreiðar reyndi að stinga lögreglu af og fundust meint fíkniefni í bifreiðinni. Þeir handteknu voru vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×