Fleiri lögreglufélög fagna úttekt á ríkislögreglustjóra Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2019 10:51 Lögreglumenn á Suðurnesjum taka undir ákall um allsherjar stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/GVA Lögreglufélag Suðurnesja lýsir yfir stuðningi við ákall Landssambands lögreglumanna um úttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Félagið telur að hraða beri úttektinni eins og kostur er svo friður geti skapast sem fyrst um störf lögreglunnar. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra. Miðstöðin verður lögð niður um áramótin en miklir vankantar á rekstri Bílamiðstöðvarinnar þóttu ástæða til að ráðast í úttekt. Landssamband lögreglumanna taldi slíka úttekt tímabæra því „mikil óánægja hafi ríkt meðal lögregluþjóna um langt skeið með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra,“ eins og fram kom í yfirlýsingu frá landssambandinu í síðustu viku.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Lögreglufélag Suðurnesja tekur í sama streng í ákalli sem það sendi fjölmiðlum í dag. Þar er meðal annars vikið að málum er varða einkennisfatnað lögreglunnar, sem félagið segja hafa verið í miklum ólestri um langa hríð. Fyrrnefnd bílamál hafi jafnframt verið deiluvaldandi eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum. „Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lögregluna og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenningur ber til lögreglunnar,“ segir Lögreglufélag Suðurnesja um leið og það skorar á dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir ásættanlegri lausn mála. Suðurnesjafélagið er ekki fyrsta lögreglusambandið sem fagnað hefur alhliða stjórnsýsluúttekt. Það gerður til að mynda stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar og Lögreglufélags Þingeyinga á þriðjudag, auk þess sem Lögreglufélag Reykjavíkur hafði áður óskað eftir slíkri úttekt. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. 10. september 2019 19:27 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Lögreglufélag Suðurnesja lýsir yfir stuðningi við ákall Landssambands lögreglumanna um úttekt á embætti ríkislögreglustjóra. Félagið telur að hraða beri úttektinni eins og kostur er svo friður geti skapast sem fyrst um störf lögreglunnar. Dómsmálaráðuneytið óskaði nýverið eftir því að Ríkisendurskoðun geri heildarúttekt á embætti ríkislögreglustjóra og var það gert eftir að ákveðið var að leggja niður Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra. Miðstöðin verður lögð niður um áramótin en miklir vankantar á rekstri Bílamiðstöðvarinnar þóttu ástæða til að ráðast í úttekt. Landssamband lögreglumanna taldi slíka úttekt tímabæra því „mikil óánægja hafi ríkt meðal lögregluþjóna um langt skeið með störf yfirstjórnar embættis ríkislögreglustjóra,“ eins og fram kom í yfirlýsingu frá landssambandinu í síðustu viku.Sjá einnig: Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð Lögreglufélag Suðurnesja tekur í sama streng í ákalli sem það sendi fjölmiðlum í dag. Þar er meðal annars vikið að málum er varða einkennisfatnað lögreglunnar, sem félagið segja hafa verið í miklum ólestri um langa hríð. Fyrrnefnd bílamál hafi jafnframt verið deiluvaldandi eins og rekið hefur verið í fjölmiðlum. „Við þetta ástand verður ekki unað enda kastar það rýrð á lögregluna og störf hennar sem grefur undan því mikla trausti sem almenningur ber til lögreglunnar,“ segir Lögreglufélag Suðurnesja um leið og það skorar á dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir ásættanlegri lausn mála. Suðurnesjafélagið er ekki fyrsta lögreglusambandið sem fagnað hefur alhliða stjórnsýsluúttekt. Það gerður til að mynda stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar og Lögreglufélags Þingeyinga á þriðjudag, auk þess sem Lögreglufélag Reykjavíkur hafði áður óskað eftir slíkri úttekt.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. 10. september 2019 19:27 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra. 10. september 2019 19:27
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13
Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. 8. september 2019 20:15